Málfríður - 15.09.2000, Side 22
varðar smekk og áhugamál, og hentar þessi
æfing því nemendum á öllum stigum.
I annarri æfingu af svipuðum toga
byijar kennarinn á því að dreifa litlum
hlutum um stofuna, bæði á borð og gólf.
Hann biður síðan nemendur að rölta um
en stoppa í hvert sinn sem kennarinn
klappar (eða gefur frá sér merki með öðr-
um hætti) og þá velur kennarinn einhvern
nemanda af handahófi og biður hann að
lýsa þeim hlut sem hann stendur næst í
það og það skiptið. A þennan hátt rifja
nemendur upp einfaldan orðaforða, s.s.
varðandi liti og lögun.
Þriðja tegund þeirra æfinga, sem rúm-
ast innan þessa fyrsta þema eru æfingar
sem ætla líkamanum stórt hlutverk. Hér
má t.d. nefna þá leið að biðja litla hópa að
„skrifa“ orð með því að hver þátttakandi
leikur einn staf með höndum, fótum,
höfði o.s.frv.. Onnur æfing felst í því að
nokkrir nemendur fá það verkefni á örfá-
um sekúndum að stilla sér upp í hlutverk
fólks eða tákna hluti við ákveðnar aðstæð-
ur. Ef þeir eiga t.d. að vinna með hugtak-
ið „baðströnd“ getur einn nemandinn
verið pálmatré, annar sólhlíf, sá þriðji
ferðalangur o.s.frv. Kennarinn eða nem-
andi utan hópsins tekur svo viðtal við
þessa hluti og persónur og geta þau orða-
skipti orðið býsna skemmtileg. Þannig
getur sólhlífin haft heilmiklar meiningar
um þennan furðulega túrista og pálmatréð
getur verið hundleitt á að hanga alltaf á
sama stað.
Ymsir einfaldir orðaleikir komu næst
við sögu. Þar var unnið með andstæður,
orð sem byija á sama staf, setningar sem
lengjast stöðugt og fleira af sama meiði.
Allir þessir leikir voru kryddaðir með
ýmsum keppnislögmálum, s.s. verðlaunum
og refsingum af einhverju tagi (sbr. um-
ræðu í lok þessarar greinar).
I lok þessa fyrsta dags kynnti Haydée
svo ýrnsar radd- og öndunaræfingar sem
henta vel sem undirbúningur að umræð-
um eða stærri talæfingum, s.s. hlutverka-
leikjum og leikrænni tjáningu af öðru
tagi.
Leikræn tjáning
Næsti dagur var helgaður leiklist og verð-
ur hér farið hratt yfir sögu þessa atburða-
ríka dags. Fyrst var unnið með tilbúna
texta sem þátttakendur voru látnir lesa í
kór með vissum skilyrðum. Þeir gátu þurft
að lesa þá leiðir, glaðir, fullir efasemda,
írónískir, barnalegir, prestslegir eða á
hvern þann hátt sem kennaranum eða
hópnum datt í hug. Því næst var prófað að
setja á svið tvö „örleikrit“ með góðum ár-
angri og einnig settur á svið nokkuð flók-
inn hlutverkaleikur (hlutverkin voru alls
átta).
Sem dæmi um önnur viðfangsefni má
nefna frekari vinnu með tónfall og hrynj-
andi, annars vegar, og líkamlega tjáningu
eða „gestes“, hins vegar. Þar er einna eftir-
minnilegust sú aðferð að láta nemendur
„tala saman“ með einu hljóði. I þetta sinn
var prófað að nota hlóðið „cui“ („kví“,
eða því sem næst). Sannreyndu þátttak-
endur að ótrúlega auðvelt er að halda
þræði með þessu eina hljóði ef vandað er
til hljómfalls, handapats og annarrar lík-
amlegrar tjáningar og er næsta víst að æf-
ing af þessum toga er upplögð til að skapa
umræður á meðal nemenda um þessa hlið
tungumálsins.
Stærsta verkefni dagsins var að öðru
leyti svokallað „samtalsleikhús" sem
greinarhöfundur lýsti í síðasta vorblaði
Málfríðar og leyfir höfundur sér því að
vísa í þá umfjöllun til að forðast endur-
tekningar (Málfríður vor 2000, bls.
21-25).
Leikir og spil
Tveir síðustu dagar námskeiðsins fóru í að
kynna, gera tilraunir með og ræða um
margs konar spil og leiki. Ymist var unnið
með tilbúin spil og þau aðlöguð að
frönskukennslu fyrir útlendinga eða með
„heimagerð“ spil útbúin af Haydée. Ymis
spil tengd orðaforða komu við sögu (t.d.
Boggle, Category Game og Kaleidos) en
einnig myndaspil sem auðvelt var að nýta
til orðaforðaeflingar (t.d. Œil de lynx).
Einnig kynnti Haydée mannspil sem nota
22