Málfríður - 15.09.2000, Side 23

Málfríður - 15.09.2000, Side 23
á til að segja hryllingssögu (Chair depoulé). Gaman var að sjá hve dugleg Haydée var að leita ólíkra leiða með eitt og sama spil- ið og gernýta þannig alla kosti þess. Þau spil sem Haydée hafði útbúið sjálf voru m.a. vandað bingó með þriggja stafa tölum og ýmis „minnisspil“ (Mémoire, spil sem samanstendur af orðapörum eða mynd og samsvarandi orði sem nemendur eiga að velja og flokka saman). Sum þeirra sagðist hún hafa gert fýrir mörgum árum og hafa notað ótal sinnum. Þarna sáu þátt- takendur svart á hvítu að ef vandað er til verks í upphafi getur sú vinna sem lögð er í spilagerð — vinna sem getur vissulega verið tímafrek — enst vel og lengi og orð- ið mörgum nemendum og kennurum til ánægju. Síðasti dagur námskeiðsins fór að mestu leyti í kynningu á leikjum sem krefjast nær engra hjálpargagna og því auðvelt að koma við í kennslustund með stuttum fýrirvara ef hugmyndaflugið er fýrir hendi. Hér skal látið nægja að nefna sem dæmi tvo frásagnarleiki. I öðrum þeirra segir kennarinn nemendum hægt og rólega einfalda sögu, jafnvel sögu sem þeir þekkja á móðurmálinu. Hann endur- tekur svo söguna en skýtur inn í hana vill- um, annaðhvort efnislegum (breytir sögu- þræðinum) eða málfarslegum. Nemendur eiga að grípa jafnóðum fram í fyrir sögu- manni og leiðrétta villurnar sem þeir heyra. Til að auðvelda þátttakendum að setja sig í spor nemenda sagði Haydée sög- una af Rauðhettu á spænsku, fyrst rétt og svo með málfræðivillum, yfirleitt tengdum ákveðnum greini. Þó að flestir þátttakend- anna kynnu lítið sem ekkert í spænsku tókst þeim að leiðrétta svo til allar villurn- ar og voru þeir heldur en ekki stoltir af frammistöðu sinni. Seinni leikurinn af þessari gerð er þess eðlis að kennarinn eða nemandi byrjar að lesa sögu og nemendur eiga að steypa yfir lesandann spurningahríð og trufla hann þannig sem mest við lesturinn. Þeir eiga m.ö.o. að vera sérlega áhugasamir hlust- endur, heimta að vita allt milli himins og jarðar um sögupersónur, aðstæður og fleira. Til að gera úr þessu keppni er t.d. hægt að skipta nemendum í pör og taka tímann og sjá hvaða pari tekst að trufla sögumanninn lengst. Þessi leikur gefur gott tækifæri til að þjálfa spurnarform á nýstárlegan hátt. Forsendur og gildi leikja og spila í tungumálakennslu Eins og glöggt má sjá á því sem þegar hef- ur komið fram fór töluverður tími á um- ræddu námskeiði í að prófa þær ólíku að- ferðir sem kynntar voru, m.ö.o. námskeið- ið var að miklu leyti verklegt. Ekki má þó líta fram hjá því að gildi námskeiðsins fólst ekki síður í kröftugum umræðum um kosti og galla leikja og spila í tungumála- kennslu. Allar aðferðir sem prófaðar voru eða kynntar á námskeiðinu voru brotnar til mergjar jafnóðum, auk þess sem dijúg- ur tírni fór í umræður um þessa kennslu- eða hugmyndafræði í heild, bæði með til- liti til þess sem gert var og því lesefni sem leiðbeinandi lagði til. Áhersla var lögð á að tengja efnið íslenskum nemendum og að- stæðum og gera þátttakendum þannig auðveldara fyrir að nýta sér það í eigin kennslu.Að sjálfsögðu kom margt fróðlegt fram sem ekki gefst rúm til að gera frekari grein fyrir hér. Þær forsendur sem Haydée sagði nauðsynlegar til að fella leiki á markvissan hátt inn í kennslu voru líka allrar athygli verðar. I því sambandi má t.d. nefna að hún gaf því sem hún kallaði „esprit ludique“ mikið vægi, þ.e. hún lagði áher- slu á að mikilvægt væri að skapa rétta stemmningu fýrir leiki og jafnvel jákvæð- an keppnisanda.Til að stuðla að því mælti hún t.d. með því að kennarar væru dug- legir við að nota fjölbreyttar aðferðir við að raða nemendum saman í lið eða velja einn og einn nemanda fyrir hin ýrnsu verkefni. Hún kynnti nokkrar þessara að- ferða sem fólust í notkun marghliða ten- inga, litskrúðugra smáhluta, s.s. talna eða smásteina, og jafnvel skemmtilegra þulna í anda hinnar alþekktu þulu „úllen, dúllen, dofF‘. Einnig taldi hún mikilvægt að 23

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.