Málfríður - 15.09.2000, Síða 26

Málfríður - 15.09.2000, Síða 26
geti verið lausn sem allir samþykkja. Eng- um þarf að bregða þó að honum/henni finnist ýmsu í þessum áfangalýsingum ábótavant eða jafnvel óásættanlegt. Það er ekki það sem skiptir máli heldur hitt að kennarar skoði lýsingarnar með því hugarfari að athuga hvaða þættir eru gagnlegir og jákvæðir í kennslu svo og hvaða þættir henta í áframhald- andi þróun og uppbyggingu í átt að þeim lokamarkmiðum sem ráðu- neytið hefur sett fram. Þetta er eina færa leiðin til að nálgast markmiðið að samræmingu án þess að skerða sköpun í kennslu. Samantekt Hver er tilgangurinn með þýskukennsl- unni, hvaða þekkingu og færni á að miðla og þjálfa? Tilganginum er lýst í nýju skóla- stefnunni og nánar í skýrslu forvinnu- hópsins og í námskránni. Nauðsynleg forsenda fyrir samræmingu er að kennarar séu sáttir við lokamarkmið- in. Ný skólastefna er pólítísk ákvörðun og því hefur verið lýst yfir að hún verði í stöðugri endurskoðun. Mikilvægir þættir, sem hafa áhrif á endurskoðun námsfyrir- komulags, eru reynsla kennara og vaxandi þekking á kennslufræðum almennt og þá sérstaklega á kennslufræðum tungumála. Þróun og örar breytingar eru einkenni nútímans. Sumum finnst það ef til vill ógnvekjandi og vilja helst ríghalda í það „gamla góða“ sem þeir þekkja og vilja þess vegna ekki breyta neinu. En það þýð- ir ekki að gráta „gamla tímann“, hann kemur ekki aftur. Kennarar, sem vilja hafa áhrif á það sem er að gerast og taka þátt í þróuninni, verða að vera opnir gagnvart sívaxandi fagþekkingu og verða að þora að taka hana upp í daglega starfi sínu alveg eins og aðrar stéttir í þjóðfélaginu. Að lokum langar okkur að svara spurn- ingu Maríu Hreinsdóttur, sem skrifar í áð- urnefndri grein að ekki sé „alveg ljóst hvernig skilja beri þau orð í nýju nám- skránni að nemendum sé gerð grein fyrir takmörkum orð-fyrir-orð þýðinga“. I námskránni er ekki átt við annað en að nemendur venjist því frá upphafi að gæta þess við þýðingar að oft er tek- ið öðruvísi til orða á þýsku en á ís- lensku. Sem dæmi má nefna að algengar kveðjur eins og „Guten Morgen“ eða „Auf Wiedersehen“ hafa enga orðrétta samsvörun í íslensku. Telja má upp mörg slík dæmi úr námsefni byijenda og því þótti viðeigandi að nefna þennan þátt strax í fýrsta áfanga. Elísabet Siemsen, Maja Loebell, Nanna Lárusdóttir, þýskukennarar

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.