Málfríður - 15.09.2000, Page 30
þeirra hálfu. Eftir að hafa rætt við þennan
nemanda eftir tíma varð mér ljóst að þetta
var rétt hjá honum og hefur samband mitt
og bekkjarins batnað nrjög og ég geri nú,
held ég, sanngjarnari kröfur til þeirra.
Eins og sjá má hér að ofan er kennsla
afskaplega sérstakt starf og hlutverk kenn-
arans vandmeðfarið starf. Það er einnig
erfiðasta starf sem ég hef nokkurn tíma á
ævi rninni unnið. En þetta er skemmtilegt
starf þar sem mannleg samskipti, þroski og
þekking fara saman á einstæðan máta. Ef
ég væri spurður hvort kennslufræðin
hefði nýst mér eitthvað í starfinu væri svar
nritt afdráttarlaust já. An þess náms hefði
mér ekki gengið eins vel og mér hefur
þrátt fyrir allt gengið. Sennilega hefði ég
hætt eftir fyrsta árið. Eins og staðan er í
dag veit ég ekki hvort ég held áfram sem
kennari. En hvort sem ég geri það eður ei
mun ég alltaf hafa áhuga og skoðanir á
kennslu og málurn tengdum henni. Mað-
ur er nefnilega alltaf að læra og kenna á
lífsins sviði.
Jóhann G. Thorarensen,
enskukennari við Verslunarskóla Islands