Málfríður - 15.05.2003, Qupperneq 14

Málfríður - 15.05.2003, Qupperneq 14
Orðabækur gegna alltaf sama mikilvæga hlutverkinu og eru dýrmætt og ómissandi hjálp- artæki öllum þeim sem eru að læra erlend tungumál. Það skiptir hins veg- ar máli að nem- endum sé kennt að nota þær rétt og nota þær þegar það á við. leggja beri sérstaka áherslu á beint orða- forðanám. Þó að sýnt hafi verið fram á að lestur auki orðaforða (t.d. Huckin & Bloch, 1993; Paribakht & Wesche, 1997), er áfitið að auk þess þurfi að taka orða- forða fyrir sértaklega og með markvissum tökum og beina athyglinni að orðunum sjálfum (Ellis, 1994; Robinson, 1995). Þá er einkum verið að líta til þess að skoða orðin í því samhengi sem þau birtast í. Þá er hægt að nota vísbendingar á sama hátt og minnst hefur verið á fyrr í greininni. Það má nota sérstaka texta til að þjálfa nemendur í að nota vísbendingar. Þá fær orðaforðinn forgang svo og pælingar tengdar honum, og síðan er hugað að heildarskilningi á textanum. Til þess að þjálfa ágiskanir má nota „cloze test“. I „cloze test“ í sinni hrein- ustu mynd eru orð tekin út með reglulegu millibili (t.d. fjórða, fimmta, sjötta, sjöunda hvert), burtséð frá því hvort um er að ræða inntaksorð eða kerfisorð. I afbrigði af „cloze test“ eru tekin út þau orð sem á að láta reyna á hveiju sinni. Þessa gerð af „cloze test“ er heppilegt að nota til að þjálfa ágiskanir. Það má hugsa sér að gefa upp einhvern fjölda orða til að velja úr. Ef við erum með texta með 20 eyðum, mætti gefa upp lista með 25 orðum til að velja úr og setja í eyðurnar. Það þarf þá að gæta þess að velja afgangsorðin þannig að þau séu nálægt því að geta passað í eyð- urnar. Hins vegar má svo sleppa því að gefa upp orðalista. Eg hef notað æfingar af þessu tagi með nemendum mínum og ég fæ ekki betur séð en að bæði ágiskunar- færnin og orðaforðinn aukist þó að ég geti ekki fært tölfræðilegar sönnur á það á þessari stundu. Þó að hér hafi einkum verið rætt um gildi þess að þróa hæfileikann til að skilja orð út frá samhengi er ekki þar með sagt að verið sé að ýta orðabókinni út af borð- inu. Orðabækur gegna alltaf sama mikil- væga hlutverkinu og eru dýrmætt og ómissandi hjálpartæki öllum þeim sem eru að læra erlend tungumál. Það skiptir hins vegar máfi að nemendum sé kennt að nota þær rétt og nota þær þegar það á við. Þar sem það skiptir okkur Islendinga svo miklu máli að geta lesið á erlendum tungumálum, ekki síst ensku og vitað er að orðaforðinn gegnir þar lykilhlutverki, þarf að gera enn betur í því að styrkja hann og auka lestur. Því meira sem lesið er, því meir eykst orðaforðinn og því meir sem orðaforðinn eykst, því auðveldara verður að nýta sér samhengi og draga ályktanir. Það má líkja þessu við snjóbolta sem sífellt hleður utan á sig. Sú líking er í góðu samræmi við þá almennu skoðun að við byggjum nám okkar á því sem við vit- um fyrir og nýtum reynslu okkar og þekkingarbrunn þegar við tileinkum okk- ur nýja þekkingu. Heimildaskrá Ellis, N. (1994). Vocabulary Acquisition: The Implicit Ins and Outs of Explicit Cognitive Mediation. Ellis, N. (ritstj.) Implicit and Explicit Learning of Languages. London: Academic Press. Fraser, C. A. (1999). „Lexical processing strategy use and vocabulary learning through reading", Studies in Second Language Acquisition, 21, 225-241. Herman, P. A„ Anderson, R. C., Pearson P. D. og Nagy, W E. (1987) „Incidental acquisition of word meaning ffom expositions with varied text features", Reading Research Quarterly, 22, 263-284. Huckin.T. & Bloch,J. (1993). Strategies for inferr- ing word meaning in context: A cognitive model. í Huckin, Haines & Coady (ritstj.), Second language reading and vocabulary learning. Norwood, NJ: Ablex. Laufer, B. og Sim, D. D. (1985). „Taking the easy way out: non-use and misuse of clues in EFL reading", English Teaching Forum, 23, 7-10, 20. Nation, I. S. P. (2001). Learning Vocabulary in Another Language, Cambridge: Cambridge University Press. ParibakhtT. S. &Wesche,M. (1997).Vocabulary en- hancement activities and reading for meaning in second language vocabulary acquisition. I Coady & Huckin (ritstj.), Second language vocabulary acquisition: A rationale for pedagogy. NewYork: Cambridge University Press. Robinson, P. (1995). Attention, memory and the „noticing" hypothesis. Language Learning, 45: 283-331. Silberstein, S. (1994) Techniques and Resources in Teaching Readitig, Oxford: Oxford University Press. Auður Tofadóttir dósent við Kennaraháskóla Islands. 14

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.