Málfríður - 15.05.2003, Síða 15
Um enska ritsmiðju fyrir bráðger börn
Bráðger börn
I skáldsögunni The Last Samurai eftir
Helen DeWitt segir af Ludo sem er
undrabarn í tungumálum. Hann elst upp
við mjög sérkennilegar aðstæður í Lund-
únaborg með móður sinni en þau eru svo
blönk að í stað þess að hita íbúðina sína þá
fara þau hring eftir hring í neðanjarðar-
kerfinu og lesa Hómer á frummálinu;
stúdera japanska málfræði o.s.frv. og frá 3
ára aldri er barnið yfirleitt gleggra en
móðirin. Eins og gefur að skilja þá rekst
stráksi illa í skólakerfinu og endar í heima-
námi hjá móður sinni (DeWitt; 2001).
Skólarnir þurfa að taka á móti börnum
af öllum gerðum. Þegar börn eru jafnlangt
frá meðallagi eins og Ludo þá er kannski
ekki von að venjulegur skóli geti sinnt
þörfum hans. Eins og segir í inngangi að
verkefninu Bráðger börn (sjá rammagrein)
þá þurfa skólarnir að takast á við þarfir
meðalnemenda og síðan nemenda á báð-
um jöðrunum. I þessu samhengi er vert að
minnast þess að skólarnir verða að huga að
heill hópsins og samfélagsins alls; en hóp-
urinn og samfélagið er sett saman úr ein-
staklingum sem skólinn verður að reyna
að hitta íyrir þar sem þeir eru staddir en
ekki að búa til úr þeim eitthvað sem þeir
eru ekki — skólinn getur ekki steypt alla
í sama mót og tilraunir til þess eru dæmd-
ar til að mistakast.
Þetta er engan veginn einfalt mál.
Þýski heimspekingurinn Immanúel Kant
var á þeirri skoðun að kennarar eigi að
einbeita sér að meðalnemendum. Þeim
slöppustu sé hvort sem er ekki viðbjarg-
andi og þeir bestu bjargi sér sjálfir. Eitt-
hvað er til í þessu — og þá einkum þetta
með sjálfsbjargarviðleiti sterkra nemenda;
þó að einhveijum mislíki kaldhæðnislegt
viðhorf til nemenda sem eiga erfiðara með
nám. Annar þýskur heimspekingur,
Nietzsche sagði að snilligáfa væri 1% gef-
in en 99% vinna.
Sú kenning í menntasálfræði sem best
lýsir fjölbreytileika nemenda er að mínu
mati fjölgreindakenning Howard Gard-
ners (Armstrong; 2001). Samkvæmt henni
á hver greind snillinga sem bera af öðrum
á því sviði. I verkefni á borð við Bráðger
börn er þeim sem skara fram úr á ákveðn-
um sviðum leyft að njóta sín á heimavelli.
Það er mikilvægt að hafa í huga að skv.
hugmyndum Gardners þá er þetta mikil-
vægt en jafnmikilvægt er að styrkja nem-
endur á sviðum sem þeir standa ekki eins
vel á; og að allar greindirnar verði að njóta
sín í skólastarfinu. I ljósi þessarar hug-
myndar verður að segja að blandaður
bekkur með einum kennara getur ekki
Um verkefnið almennt:
í öllum skólakerfum fýrirfinnast tvennskonar jaðarhópar með tilliti til námsgetu og námsárangurs, þ.e. sá hópur
sem telst eiga við námserfiðleika að stríða og nær því jafnan ekki að uppfýUa almenn markmið skólakerfisins og
svo hinn sem skarar fram úr í námi og kallar á fleiri námstækifæri og meira krefjandi nám en almenn markmið
náms gera ráð fyrir. Nemendur sem eiga við hegðunarerfiðleika að stríða geta tilheyrt báðum þessum hópurn.
Mun lengri hefð er fýrir úrræðum og þjónustu til handa fyrrnefnda hópnum en þeim síðarnefnda og má því
orða það svo að kerfið hafi haft tilhneigingu til að toga báða hópana inn að nfiðju og bjóða þeim sömu eða svip-
uð viðfangsefni og meðalnemandanum.
Markmið tilraunaverkefnisins Bráðger börn — verkefni við hœfi er að leita leiða sem mæta þörfum síðarnefnda
hópsins. Samþykkt var að nota íslenska orðið bráðger sem einkennisorð fyrir þennan hóp (sjá nánari skýringar í
grein), en áður höfðu ýmsar aðrar tillögur verið ræddar og mátaðar við hugmyndina að þessu verkefni. Orðið
bráðger merkir snemmþroska, fljótger eða bráðþroska, en þótt hér sé fýrst og fremst horft á greind og vitsmuna-
legan þroska má ljóst vera að líkanfiegur, tilfinningalegur, félagslegur og vitsmunalegur þroski fylgjast oftast að
þótt það sé vissulega ekki algilt.
http://www.grunnskolar.is/ fraedslumidstodin.nsf/Files/Bradgerborn-Afangaskyrsla/$file/Brad-
ger%20born%20-%20Afangaskyrsla.pdf