Málfríður - 15.05.2003, Page 16
dugað til. Nemendur þurfa að kynnast
fjölbreytileika mannlífsins, sem þeir gera í
blönduðum bekkjum, en þeir verða líka
að geta unnið að verkefnum við sitt hæfi
með jafningjum sínum.
Verkefni þetta er ekki hluti af venju-
legu skólastarfi í grunnskóla heldur í raun
eins konar frístundatilboð sem er ætlað
þeim sem hafa ákveðna hæfileika. Hug-
myndin að baki verkefninu hlýtur þó að
vera að þetta þróist út í það að verða hluti
af reglubundnu skólastarfi. I sambandi við
þá þróun þarf að huga að afleiðingum þess
að ,,merkja“ krakka, líkt og gerist með
slakari nemendur — það getur verið
jafnslæmt að álíta sig færari en maður er
og að álíta mann slakari en maður er í
raun. Þannig lifir „próffinn“ eða „nör-
dinn“ góðu lífi sem steríótýpa og þegar við
stöndum fyrir sérverkefnum fýrir bráðger
börn verðum við að gæta þess að styrkja
hann ekki í sessi. Þannig er ritsmiðjan
hugsuð sem tilboð fýrir nemendur sem
hafa mikla tungumálahæfileika en jafn-
ffiamt fyrir þann hóp nemenda sem hafa
ensku að öðru móðurmáli. Þessi hópur er
áhtinn þurfa litla athygli en ég tel þó að
mikilvægt sé að hafa það í huga að það er
eitt að hlusta á ensku í sjónvarpi og á Play
Station og annað að skrifa texta og tala.
Ritsmiðjan
Hugmyndin að ritsmiðju kviknaði ritfrá
hugleiðingum mínum um að nemendur
fái ekki næg tækifæri til að skrifa og fái
heldur ekki nægilegt rými fyrir sköpunar-
gáfuna. Jafnframt þessu vildi ég nota upp-
lýsingatækni og gera námskeiðið þannig
fjölbreytt; auk þess að styrkja enskuna þá
öðluðust nemendur aukna leikni í notkun
ritvinnslu og netsins. Ég er jafnframt á
þeirri skoðun að nemendur eigi að fá
tækifæri til að skrifa án þess að þurfa að
velta fýrir sér að hver smávilla verði endi-
lega leiðrétt — og jafnframt að gott sé að
fá að skrifa fjölbreytilegar gerðir texta.
Innblástur að þessu hef ég að nokkru úr
Anyone Can Write eftir Elbow (2000) en
hann færir þar rök fýrir mjög fijálsri og
opinni nálgun á kennslu í ritun. Hug-
myndir hans gera ráð fýrir kennslu í móð-
urmáli en almennt álit er að nemendum
sé hollt að skrifa meira á öllum kunnáttu-
stigum í tungumálum.
Kveikjan að því að hafa þetta sem
,,smiðju“ er sú tilfmning gagnvart daglegu
starfi mínu sem framhaldsskólakennari í
fremur íhaldssömu umhverfi, að kennslan
sé í alltof ríkum mæli fólgin í einhliða
miðlun. Þannig fannst mér mikilvægt að
ef börnin ætluðu að koma í frítíma sínum
væri eins gott að skipta rækilega um stíl:
Virkja ímyndunarafl þeirra og sköpunar-
kraft. Hópastærðin er jafnframt hagstæð
fýrir vinnu af þessu tagi þar sem ekki eru
fleiri en 15 nemendur. Að baki þessu býr
jafnframt sú hugmynd mín að hefðbundin
hugsun um „bók- og verknám“ sé oft tak-
mörkuð og að í því að fella t.d. tungu-
málanám undir „bókina“ liggi ákveðin
hugmynd um að tungumálanám sé ekki
„verk“ heldur eitthvað dularfullt, hreint
andlegt ferli.
I þessu samhengi ber líka að huga að
ritvinnslunni og netnotkuninni. Það eru
blikur á lofti í tölvukennslu á Islandi þar
sem framhaldsskólar eiga ekki að kenna
grunnatriði tölvunotkunar, eins og t.d.
fingrasetningu. Grunnskólarnir sem eiga
að kenna þau hafa ekki tök á því með
þeim aðstæðum sem þeim eru búnar (sbr.
Baldur Sveinsson, fýrirlestur á UT2003
www.ut2003.is). Tölvufærni eins og
Um ritsmiðjuna:
Ritsmiðja í ensku. Armann Halldórsson (armann@verslo.is). Þátttakendur þurfa að
geta lesið enska texta sér til gagns. Farið verður í almennar reglur varðandi ritun, stíl-
snið o.s.frv. og nemendur munu síðan vinna verkefni í því samhengi, bæði hóp- og
einstaklingsverkefni.Vinnan mun fara fram í tölvum að langmestu leyti. Hver þátttak-
andi mun síðan í samráði við leiðbeinanda velja eina ritsmíð til birtingar í hefti sem
verður útbúið í lok lotunnar. Kennslutími: laugardagar kl. 10—12.30 íVerzlunarskóla Is-
lands. Fyrsti tími 6. mars.
www.heimiliogskoli. is