Málfríður - 15.05.2003, Page 17

Málfríður - 15.05.2003, Page 17
tungumálafærni felst í vinnu, vinnu og aft- ur vinnu og það að skapa nemendum að- stæður til að spreyta sig á beitingu á þekk- ingu sinni á þessu sviði við góðar tækni- legar aðstæður er mikilvægt. A þessu sviði finnst mér líka mikilvægt að nemendur fái tíma til að vinna sjálfstætt til að fá tilfinn- ingu fyrir tækninni og leiti lausna á vanda- málum sem koma upp en vinni ekki bara eftir fyrirfram gefnum brautum. Að þessu leyti er kennsla í upplýsingatækni og tungumálum e.t.v. ekki svo ósvipuð — og að það sem nemendur gera of lítið af er hugsanlega það sem þeir læra mest af, það er að vinna sjálfstætt að verkefnum sem vekja áhuga þeirra. Þetta eru vitaskuld engar fréttir — en það virðist samt ekki vera mjög algengt að menn komi hlutum af þessu tagi í framkvæmd og þá kannski vegna þess að aðstæðurnar eru ekki alltaf hagstæðar — svo þegar tækifæri býðst er alveg rakið að grípa það! Raunveruleikinn Góðar hugmyndir rekast oft illa á járnvegg veruleikans. Upphaf ritsmiðjunnar ein- kenndist af röskunum af ýmsu tagi. Nem- endur lentu í erfiðleikum með að skrá sig inn, hópurinn komst ekki í endanlegt form fyrr en nokkuð var liðið á nám- skeiðið og tæknileg vandamál einkenndu nokkuð vinnuna framan af. Þessi „bráðgeri“ hópur var líka mis- langt kominn, bæði hvað varðaði tölvu- og enskukunnáttu. Jafnframt reyndist mér erfiðara að virkja þau til að vinna sjálfstætt og koma með sjálfstæðar hugmyndir en ég átti von á. Dæmi um verkefni sem ég not- aðist við voru: - ritun út frá myndurn - að taka viðtal við aðra nemendur — að skrifa stuttar sögur — segja frá vefsetrum sem þau þekktu (t.d. www.neopets.com, www.melodramatic.com — þessar tvær síður sýndu vel þann aldursmun sem var á þátttakendum — skoðið sjálfl) Lokaverkefnið, og áberandi best heppnaði hluti námskeiðsins, var svo verk- efni sem fólst í að búa til The Magazine sem var samsett úr ritun þeirra, myndum sem voru sóttar á netið (og einhver texti líka ...) og svo myndum sem við tókurn á Nemendahópurinn sem tók þátt í ritsmiðjunni. stafræna myndavél. Hér fékk hver og einn að glíma við það sem hentaði honum eða henni — sumir beittu sér á tölvusviðinu við samsetningu textanna, en aðrir voru duglegir að skrifa. Meiri hluti vinnunnar var svo settur út á vefinn undir slóðinni www.geocities.com/bradger_born. Eg kom magasíninu síðan í endanlegt horf og lét litprenta og binda inn þannig að hver þátttakandi fékk sitt eintak. Niðurstaða Verkefni þetta er gott framtak sem von- andi verður til þess að starf á þessu sviði þróist frekar á Islandi. Persónulega fannst mér líka spennandi að fá tækifæri til að prófa nýja hluti með litlum hópum þar sem ekki er hætta á verulegum truflunum. Frá þessu sjónarmiði er það athyglivert að flestir kennararnir koma úr Háskóla Is- lands. Rökin fyrir því eru fagleg þekking þeirra sem ekki skal dregin í efa. Hins vegar kann að vera að kennarar úr grunn- og framhaldsskólum ættu ríkt erindi inn í svona vinnu — þar sem þeir hafa meiri reynslu af umgengni við börn og unglinga og jafnframt tök á fjölbreytilegri kennslu- aðferðum. Það er mín trú að vinna í anda svona ritsmiðju verði uppistaðan í vinnu í ensku og líkast til móðurmálskennslu í framtíð- inni. Þó er ljóst að tæknilegt umhverfi og sú menning sem við búum við almennt í skólunum breytist hægt — og því tel ég mikilvægt að kennarar nýti tækifæri á borð við þetta til að prófa sig áfram með nýjungar. Ludo hefði líklega getað fundið sér eitthvað að dunda í ritsmiðjunni, þó að hann hefði verið ljósárum á undan hinum! 17

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.