Málfríður - 15.05.2003, Blaðsíða 25
Það að nemendur hafi aðgang að þýsku
hlustunarefni heima er mikil framfor frá
því sem verið hefur.
Gagnvirkar m ál fræ ð íæfmgar sem
samdar eru af samkennara okkar Hólm-
fríði Friðjónsdóttur er að finna á slóðinni:
http://edda.is/servefir/thyskafyrirthig.
Þær eru hugsaðar sem stuðningsefni fyrir
nemendur sem rifja vilja upp einhver mál-
fræðiatriði eða þjálfa þau betur. Þetta er að
okkar mati einnig mikilvæg nýjung sem
kennarar ættu að hvetja nemendur sína til
að nota.
Það er tilfinning okkar að nemendur
séu nokkuð ánægðir með Þýskufyrir þig f.
Nokkrir hafa nefnt að uppbygging bókar-
innar sé skýr og málfræðin sett fram á skil-
merkilegan hátt og lítið er um kvartanir!
Eins og sjá má á þessari stuttu úttekt
finnst okkur að nokkuð vel hafi tekist til
við gerð þessa nýja kennsluefnis í þýsku.
En námsefni þarfnast stöðugrar endur-
skoðunar og vonandi verður Þýskafyrir þig
yfirfarin og endurbætt með jöfnu millibili
svo íslenskir nemendur og þýskukennarar
geti notið kosta þess að til sé kennsluefni
samið með þarfir þeirra í huga.
Asta Emilsdóttir og
Björg Helga Sigurðardóttir,
Kvennaskólanum í Reykjavik
SÓKRATES/COMENIUS
styrkir tungumálakennara Education and cuite
og menntastofnanir
Endurmenntun tungumálakennara. Styrkir eru
veittir til að sækja námskeið til ESB landa í
1-4 vikur.
Umsóknarfrestur 1. mars (eða eftir samkomulagi)
Evrópsk aðstoðarkennsla. Tungumálakennarar á leik- grunn- og
framhaldsskólastigi geta sótt um að fá evrópskan aðstoðarkennara í
3-8 mánuði. Nemarnir eru kostaðir frá sínu heimalandi.
Umsóknarfrestur er til 1. mars
Gagnkvæmar nemendaheimsóknir — samstarfsverkefni tveggja skóla
frá ESB/EES löndum. Heimsóknir standi yfir í a.m.k. 2 vikur,
ekki færri en 10 í hóp og nemendur séu a.m.k. 14 ára.
Námsgagnagerð í tungumálakennslu /að koma á fót námskeiðum til
að þjálfa tungumálakennara. Samstarfsverkefni við a.m.k. 2
Evrópulönd. Umsóknarfrestur er til 1. mars og sótt er um til
framkvæmdastjórnar í Brussel
Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð:
Landsskrifstofa SÓKRATESAR, Neshaga 16, 107 Reykjavík.
Sími: 525 5813 bréfsími: 525 5850
Netfang: rz@hi.is
http://www.ask.hi.is
Socrates
Comenius