Málfríður - 15.05.2003, Qupperneq 27
ar stefnum var Frank Heyworth frá
European Association of Quality Langu-
age Services í Fribourg í Sviss fenginn
sem gestafyrirlesari fyrsta daginn. Innlegg
þessa þrautreynda enskukennara og mikla
fræðimanns reyndist mjög áhugavert og
mótaði talsvert allar umræður og verkefni
það sem eftir lifði vinnustofunnar.
Frank tengdi innlegg sitt við yfirskrift
vinnustofunnar með því að ræða um at-
vinnumennsku eða sérfræðiþekkingu
tungumálakennara (í raun spurði hann: „Is
language education a profession?“), þ.e.
hversu mikilvægt það væri fyrir okkur að
gjörþekkja, og ekki síður, geta lýst flóknu
starfi okkar til að bæta stöðu okkar inn á
við og út á við. Ef okkur tekst að eyða
þeirri ranghugmynd að „allir geti kennt
tungumál“ (að ekki sé nú talað um þá sem
hafa það að móðurmáli!) og að koma því
á framfæri að við erum ekki síður sérfræð-
ingar á okkar sviði en raunvísindamenn,
hjarta- og skurðlæknar á sínum, er tölu-
vert unnið. Til að stuðla að þessari sjálfs-
þekkingu og framþróun í tungumála-
kennslu kynnti Frank það sem hann kall-
ar „a new paradigm for language ed-
ucators“ eða einskonar viðmiðunarramma
sem við tungumálakennarar ættum nú
þegar að starfa eftir og/eða fylgja í nánustu
framtíð.
Frank tefldi saman eftirfarandi and-
stæðum (og hér leyfi ég mér að einfalda
töluvert...): Einkennum tungumála-
kennslu frá miðri síðustu öld (og jafnvel
fram á okkar daga), þ.e. lýsingu á audio-
lingual kennsluháttum lituðum af atferlis-
stefnu (behaviourism) og „þjóðlegri“
nálgun, annars vegar, og hins vegar nýjustu
hugmyndum og framtíðarsýn um tungu-
málakennslu- og nám þar sem m.a. er tek-
ið meira tillit til fjöltyngdra og -menning-
arlegra samfélaga, vitundar um tungumál
almennt og samanburðar á tungumálum.
Þessar andstæður koma skýrt fram í
meðfylgjandi töflu sem Frank afhenti
þátttakendum með þeim formerkjum að
þeir ættu að ræða hana og gagnrýna en alls
ekki taka sem heilög sannindi. Þar sést að
áður fyrr var yfirleitt gengið út frá því að
tungumálanemendur kynnu bara eitt mál
þegar nám í fyrsta erlenda tungumáli hófst
og tvítyngdir nemendur voru litnir horn-
auga, tungumálanám var áhtið erfitt og
hafði það háleita markmið að komast sem
allra næst valdi innfæddra á viðkomandi
máH, ríkari áhersla var á kórrétt mál en á
menningarlæsi, svo aðeins örfá dæmi séu
nefnd. I dag og í framtíðinni mun tvítyngi
vera í heiðri haft í tungumálakennslu,
menningarlæsi þjálfað af krafti, full virðing
borin fyrir allri tungumálakunnáttu (hvort
sem hún er mjög takmörkuð eða á háu
stigi) og tungumálanám gert eins aðgengi-
legt fyrir alla og kostur er.1
Samkvæmt Frank þurfa breyttir þjóðfé-
lagshættir og þessi nýja sýn á tungumála-
kennslu að skila sér betur inn í menntun
tungumálakennara á öllum stigum (grunn-,
framhalds- og símenntun) og í framhald-
inu í skólastofurnar. Við þurfum að kunna
að takast á við þessa nýju stöðu. Tungu-
málakennarar þurfa einnig að einbeita sér
að því í ríkari mæli að gera nemendur sína
að góðum tungumálanemendum, hjálpa þeim
að finna sterkar og veikar hliðar og þær
leiðir í náminu sem þeim henta best og,
ekki síst, gera þeim grein fyrir að tungu-
málanám er æviverkefni. Besta leiðin til
þess er að sýna gott fordæmi með stöðugri
sjálfsskoðun og menntun.
Frank kom inn á ýmislegt fleira áhuga-
vert en lauk máli sínu með því að undir-
strika að ef okkur tekst að kynna betur
lykilstöðu tungumálakennara í þjálfun
samskipta og menningarlæsis er aldrei að
vita nema staða okkar batni. Slík þjálfun
leiðir til betri samskipta innan alþjóða-
samfélagsins, ef mikilvægt hlutverk tungu-
málakennara í auknu sjálfstæði nemenda,
bættum námsvenjum og þjálfun samvinnu
verða almennt viðurkennt, m.ö.o. ef mikil-
vægi fjölbreyttrar tungumálakennslu í nú-
tímaþjóðfélagi verður lýðum ljóst, er
aldrei að vita nema staða okkar batni.
Undralandið
En hvað er það sem er svo slæmt við
stöðu okkur tungumálakennaranna? I öll-
um umræðum vinnustofunnar kom það
skýrt fram að það er mismunandi eftir
1 Það má skjóta því hér inn að þessi ólíka afstaða til
tungumálakennslu kristallast í eftirfarandi ein-
kunnarorðum sem Frank sló fram bæði í gríni og
alvöru. Aður sögðu kennarar við sjálfa sig: „Hug-
aðu að forminu og merkingin mun sjá um sig
sjálf1, en nú væri réttara að segja: „Hugaðu að
merkingunni og formið fylgir í kjölfarið".
í dag og í fram-
tíðinni mun tví-
tyngi vera í
heiðri haft í
tungumála-
kennslu, menn-
ingarlæsi þjálfað
af krafti, full
virðing borin
fyrir allri tungu-
málakunnáttu
og tungumála-
nám gert eins
aðgengilegt fyrir
alla og kostur
er.
ef okkur tekst
að kynna betur
lykilstöðu
tungumálakenn-
ara í þjálfun
samskipta og
menningarlæsis
er aldrei að vita
nema staða okk-
ar batni.
27