Víðförli - 15.06.1990, Side 19

Víðförli - 15.06.1990, Side 19
fræði sem í gegnum aldirnar mótaði ímynd Guðs og kirkjunnar sem karlaveldis og undirstrika að ein- staka menn og hópar eru útvaldir af Guði, i stað þess að leggja áherslu á að Guð er nálægur öllum mönnum, ekki síst þeim smáðu og þjáðu. Orð- ið „við” í sáttmálanum túlkaði með- vitað og ómeðvitað viðhorf karl- manna „fyrsta heimsins”. KAOS-ÖFLIN OG KIRKJU- FÓLKIÐ Gagnrýni kóreisku kvennanna átti sér hliðstæðu í öllum heimsálfum. Margir voru óánægðir með skjalið og sumir lýstu því yfir að nú væri nóg komið af orðum og tími athafn- anna runninn upp. Þessi gagnrýni mun hafa komið stjórnendum JPIC mjög á óvart, einkum dr. Preman Niles, en mið- nefnd ráðstefnunnar gerði sitt besta til þess að koma til móts við fólkið. Haldnir voru langir fundir og vinnu- hópar ræddu sérstaka hluta skjals- ins. Er niðurstaða þeirra barst, var skjalið stytt verulega. AÐRIR SÁTTMÁLAR Veigamikill hluti þingsins voru fundir hagsmunahópa og ‘sáttmála- gjörð” þeirra á milli. Mesta athygli vakti sáttmáli ísraela (gyðinga sem voru á ráðstefnunni í boði WCC, Al- kirkjuráðsins) og Palestínuaraba. Þeir hétu því að vinna saman að friði í ísrael og viðurkenningu á ríki Pal- estínuaraba. Þeir kalla á alþjóðlegan stuðning við þetta. Af öðrum sáttmálum má nefna heit breskra og s-afrískra kirkna, að vinna að efnahagslegum refsiað- gerðum gagnvart S-Afríku, þar til augljósra breytinga verður þar vart, sáttmála fulltrúa Póllands, Tékkó- slóvakíu, Svíþjóðar og Sviss, að vinna með Kóreubúum að einingu landsins. CASTRO HEIMSÆKIR ROH Aðalritari WCC. Emilio Castro, ávarpaði þingið og meðan á því stóð heimsótti hann Roh Tse-woo, forseta S-Kóreu. Með Castro var aðalritari kóreiska kirkjuráðsins, Kvon Ho-Kyung. Kóreiska kirkjan hefur barist fyrir Við helgihald. mannréttindum í Kóreu og samein- ingu Kóreuskagans og fyrir það hafa sumir meðlimir hennar átt undir högg að sækja hjá suður-kóreiskum kirkjuyfirvöldum. JPIC-þingið hvatti meðal annars til þess að fjórir kirkjunnar menn, sem eru pólitískir fangar, verði látnir lausir. Emilio Castro ítrekaði áframhaldandi stuðning WCC við mannréttinda- baráttu í Kóreu og hvatti til þess að suður-kóreisk yfirvöld slepptu öllum pólítískum föngum í landinu. Á þinginu sagði Kim Young-Ju, fulltrúi mannréttindanefndar kóreiska kirkjuráðsins að meira en 1400 pól- ítískir fangar væru í S-Kóreu og að 7 bættust við á hverjum degi að með- altali. UNGT FÓLK OG KONUR Ungt fólk, sem samkvæmt fyrri yfirlýsingum WCC á að vera 20% þátttakenda. var aðeins 7,8% þátt- takenda. Konur voru nær því að ná sínum „prósentuhluta”, en aðrir þátttakendur voru ekki allir jafn- ánægðir með það. Barbara Harris, aðstoðarbiskup anglikönsku kirkjunnar í Massac- hussetts USA, predikaði i guðsþjón- ustu einn morguninn. Þann morgunn mættu margir fulltrúar austurkirkjunnar ekki, í mótmæla- skyni við val á kvenbiskupi sem aðal- ræðumanni. HVAÐ GETA ÍSLENDING- AR GERT? Næsti áfangi í JPIC-áætluninni er þing Alkirkjuráðsins í Canberra í Ástralíu á næsta ári. Lítið hefur ver- ið unnið að JPIC á íslandi, hvorki guðfræðilega né á „grasrót- ar'grunni. Alkirkjuráðið hefur þeg- ar talsvert lesefni um JPIC þróunina, ef guðfræðingar (eða guðfræðideild) hafa áhuga á að taka málið upp út frá íslensku sjónar- horni. Við höfum verið einangruð að þessu leyti á Fróni, skiljanlega, því flest þau baráttumál sem hæst ber á JPIC fundum eru fjarri íslend- ingum. Þó ekki öll, og kirkjan á íslandi hefur í raun alveg einstakt tækifæri núna, þegar verið er að stofna um- hverfisráðuneyti, að virkja meðlimi sína og hafa áhrif á stefnumótun þar. Dr. Preman Niles sagði í Seoul, að kirkjan hafi viljað verða í farar- broddi í JPIC, en gerði nú ekki betur en fylgja eftir grasrótarhópum. Um slíkt er vart að ræða á íslandi. Sköpunin kemur kristnum mönnum við og íslendingar hafa orðið illa var- ir við það nýlega að hún er í hættu. Má nefna sem dæmi bruna í kjarn- orkukafbátum í íshafinu, PCB mengun og blýmengun i Reykjavík. Það væri spennandi að fá umræðu um þessi mál í kirkjunni - að ég tali nú ekki um aðgerðir. Það er að sjálfsögðu auðvelt að sitja í Budapest og stinga upp á þessu en kirkjan (fólkið og leiðtogar þess) verður sjálf að ákveða hvort hún vill taka þátt í að berjast gegn eyðilegg- ingu, dauða og óréttlæti eða hvort hún vill bara vera áhorfandi. Adda Steina Björnsdótlir. VÍÐFÖRLI — 19

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.