Víðförli - 01.11.2004, Page 10
10
VÍÐFÖRLI
23. ÁRG. 3. TBL.
Myndskreytt Biblía
fyrir börn og fullorðna
Hér eru sögur Biblíunnar
endursagðar á skýran og ein
faldan hátt sem hentar bæði
börnum og fullorðnum. Fjöldi
mynda prýðir frásögnina og
glæðir hana kraftmiklu lífi.
Eftir lesturinn er söguþráður
Biblíunnar orðinn lesand-
anum kunnur í aðalatriðum.
Sögurnar opna heim Gamla
og Nýja testamentisins á
þann hátt sem allir skilja.
Sögur Biblíunnar
eiga sem fyrr fullt erindi
til allra og eru gott
vegarnesti í nútímanum.
Af hverju afi?
í þessari bók talar afi við börn
sem hlakka til jólanna. Aftur
og aftur hljómar spurningin:
Af hverju afi? Af hverju?
Börnin spyrja afa um jólin í
gamla daga og um fyrstu jólin
þegar Jesús fæddist. Þau
spyrja um gjafir, gamla jólasiði
og gömul orð úr Biblíunni og
kunnum jólasálmum eins og:
Afi, hvað er þetta meinvill í
myrkrunum lá?
Afinn í þessari bók er
Sigurbjörn Einarsson, biskup.
Orð hans bera með sér hlýju
og kímni ásamt visku hins
aldna. Bókin svarar ekki
síður spurningum fullorðinna
um tíma sem er liðinn
og skildi svo margt eftir handa börnum á öllum aldri.
Bókin kom fyrst út árið 1984 og hefur lengi verið ófáanleg.
Hún er sígild bók og ómissandi dýrgripur á aðventu og jólum.
Örkin hans
Nóa
Sagan af Nóa og örkinni
hans er auðlesin í þess-
ari skemmtilegu glugga-
bók. Fjörlegar myndir
hennar heilla börn á
öllum aldri og kenna
þeim margt við þeirra
hæfi er þau kynnast
Nóa og dýrunum hans.
Börnin fylgjast með því hvernig
Nói og dýrin björguðust úr flóðinu mikla þegar þau hlusta á
söguna og opna hvern gluggann á fætur öðrum. Um leið læra
þau að telja og þekka litina, herma eftir hljóðum ýmissa dýra
og kynnast ólíkum formum.
Leiðin til Leikheima
eftir Elínu Elísabetu Jóhannsdóttur
hetur pu einhvern tima tarið til
Leikheima?
Leikheimar eru dásamleg veröld
sem eingöngu börn geta fundið.
Jú, og kannski eitt og eitt gamal-
menni, því að tvisvar verður jú
gamall maður barn! Leikheimar
eru eins stórir og hugmynda-
flugið og ímyndunaraflið eru ef
maður leggur hvort tveggja
saman.
Það er ekki allt með felldu í
Leikheimum. Þangað hafa
villst ótótlegir vandræðaunglingar
sem eiga litla sem enga samleið með börnunum þar. Það eru
þeir kónarnir Fúli, Vitsi vondi og Gratis glæpafingur.
Bíbí og Bassi lenda í hlutverki sáttasemjara og ótrúlegir
atburðir verða til þess að allir í Leikheimum geta verið vinir.
Mig mun ekkert bresta
- bók um sorg og von
58 hugleiðingar eftir Jónu Lísu
Þorsteinsdóttur prest við
Akureyrarkirkju.
Á gleðilegum tímamótum í lífi
höfundar knúði sorgin skyndile-
ga dyra. Lesendur skyggnast
inn í huga hennar og fylgjast
með því hvernig hún glímir við
söknuð og sig sjálfa í óvæntum
aðstæðum. Lífið birtist henni í
nýju Ijósi, hún leyfir sorginni að
tala og voninni að svara.
Minningarnar hrannast
upp og lesendur spyrja
með höfundi um vonina og
tilgang lífsins. Bók sem styrkir öll þau sem missa sína nánus-
tu og hjálpar þeim að takast á við sorgina af raunsæi og
æðruleysi. Hughreystandi frásögn, Ijóðræn og vonarrík, þar
sem horfst er í augu við sorgina sem heimsækir okkur öll
einhvern tíma.
Vegamót -
Sporin tólf og Biblían
Það eru tímamót í lífi fólks þegar það leitar til AA-samtak-
anna. Vegamót - Sporin tólf og Biblían fjallar um það hvernig
hægt er að byggja brýr á milli tólf spora leiðar AA samtakan-
na og kristinnar trúar í því skyni að styrkja trúað fólk sem sótt
hefur hjálp og kraft til samtakanna. Höfundur rekur í stuttu
máli sögu AA-samtakanna og ræðir síðan af þekkingu og
reynslu um sporin tólf og varpar trúarlegu Ijósi á þau. Bókin
geymir reynslusögur fjölda fólks á bataleið í AA-samtökunum