Víðförli - 01.11.2004, Síða 18
18
VÍÐFÖRLI
23. ÁRG. 3. TBL.
Samdirðu þetta sjálf?
Eyþór Gunnarsson og Ellen Krlstjánsdóttir.
„Fyrstu lögin sem ég lærði á íslensku þegar ég flutti
heim frá Ameríku sem barn voru tveir sálmar,“ segir Ellen
Kristjánsdóttir söngkona. Hún sendi nýlega frá sér disk
með sálmum í fallegum og þýðum útsetningum Eyþórs
Gunnarssonar tónlistarmanns og eiginmanns Ellenar. Út-
S Á L M A J
gáfan Steinsnar gefur
diskinn út. Víðförli hitti
þau hjónin eina morgun-
stund.
„Eyþór hvatti mig til að
láta verða af þessum
diski,“ segir Ellen. „Hann
fór að útsetja ýmsa sálma
fyrir mig.“ Einn sálmurinn
hefur verið oftar útsettur
af Eyþóri en aðrir og það
er sálmurinn „Jesús
grætur, heimur hlær.“
„Þetta var uppáhalds-
sálmum mömmu minnar,
Ragnheiðar Ástu Péturs-
dóttur, og ég spilaði hann
oft sem strákur og lék
mér að því að bæta við
tilbrigðum," segir Eyþór.
„Þetta er sorglegur sálm-
ur en afar fallegt lag.“
Þau hjónin eru sammála
um að textinn, sem er
eftir sr. Helga Hálfdánar-
son, eigi ennþá afskap-
lega vel við, ekki síst í
Ijósi stríðsátaka í heimin-
um.
Sálmarnir á disknum eru úr ýmsum áttum. Þarna eru
barnasálmar, kvöldsálmar, föstusálmar og einn brúðkaups-
sálmur. Einfaldar og þýðar útsetningarnar gera það þó að
verkum að heildarsvipurinn er sterkur og afar Ijúft að hlusta
á diskinn. En var erfitt að velja sálmana? „Ég hefði getað
legið mjög lengi yfir því en ég ákvað að velja þá sálma sem
ég þekkti. Ég er samt alltaf að læra nýja sálma. Þegar elsta
dóttir okkar gifti sig í sumar vildi hún hafa íslenskan sálm í
brúðkaupinu og þá var okkur bent á „Vor Guð, í Jesú nafni
nú.“ Mér fannst hann fallegur og þannig var hann valinn."
Ellen hefur sungið talsvert í kirkjum undanfarið og oft
með bróður sínum, tónlistarmanningum KK. Þau eru með-
al annars á leið til Noregs að syngja á stórum jólatónleik-
um hjá norska hjálpræðishernum. Eyþór er hins vegar ný-
kominn til landsins eftir upptökur með Mezzoforte erlendis
svo að það er í nógu að snúast hjá fjölskyldunni.
Fleiri tónlistarmenn hafa gefið út efni með trúarlegu ívafi
undanfarið. En hver eru viðbrögð fólks við því að gefa út
geisladisk þar sem eingöngu eru sungnir sálmar? Ellen
segist bara hafa fengið góð viðbrögð enda séu þetta falleg
lög. „Söngkona sem leit inn í stúdíó þegar ég var að mixa
„Ég kveiki á kertum mínum“ og sagði: Mikið er þetta flott,
samdirðu þetta sjálf? Ég hef bara hitt einn mann sem
finnst íslenskir tónlistarmenn vera að tapa sér með allt
þetta trúarlega efni,“ bætir Ellen við að lokum og hlær.