Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 14
14 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 UMFJÖLLUN / Tækni T ölvur eiga að vera hluti af allri kennslu. Börn og unglingar þurfa að læra að nota þessi tæki og það er okkar hlutverk að leiðbeina þeim og benda þeim líka á hvaða áhrif tæknin getur haft á þau sjálf,“ segir Anna María Þorkelsdóttir, kennsluráðgjafi í Hörðuvallaskóla. Anna María hóf störf í Hörðuvallaskóla síðasta haust og hennar hlutverk er að innleiða nýja kennsluhætti, aðstoða kennara við hæfniviðmið, auka þematengd verkefni og samvinnuverkefni og síðast en ekki síst vinna að því að nýta tæknina enn betur í allri kennslu. Nemendur í 5. til 10. bekk Hörðuvallaskóla, eins og aðrir nemendur í Kópavogi, hafa góðan aðgang að tölvum og allir fá afhentan Ipad til einkanota. Þá á skólinn líka nokkrar borðtölvur og nokkra tugi Chromebook-véla sem eru í mikilli notkun. „Við gerum mikið af því að bjóða nemendum að skila verkefnum eins og þau vilja. Ágætt dæmi um þetta er nemandi sem bjó til tölvuleik í forritun hér og skömmu síðar var lagt fyrir verkefni í dönsku sem tengdist tölvuleikjum. Nemandinn gerði sér lítið fyrir og talsetti tölvuleikinn á dönsku og setti líka danskan texta undir. Samþætting af þessu tagi er af hinu góða,“ segir Anna María. Færni til framtíðar Meðal valgreina á unglingastigi má nefna forritun, kvikmyndagerð og Makerspace. „Við vorum heppin með kennara í forritun en hann er lærður leikjahönnuður og hefur kennt nemendum að forrita í Unity-forritinu. Þetta er vinsæl valgrein en ég tel afar mikilvægt að allir krakkar læri undirstöðuatriðin í forritun. Við tökum líka alltaf þátt í forritunarvikunni „Hour of Code“ en þá hitta eldri nemendur yngri nemendur og í sameiningu vinna þau verkefni í forritun.“ UT-nám er ekki sérstakt fag heldur eiga tölvur að vera hluti af allri kennslu. „Þannig getum við þjálfað færni sem nýtist klárlega til framtíðar. Hlutverk okkar kennara er að leiðbeina nemendum og benda á aðferðir sem þeir geta nýtt sér í framtíðinni og þær eru margar rafrænar. Dæmi um þetta gæti verið nemandi sem gerir Toontastic kynningu í íslensku; hann setur hana inn á Google Classroom- síðuna fyrir UT-námið og er þá búin að uppfylla hæfni sem er ætlast til þar. Þetta snýst ekki endilega um hversu færir nemendur eru í notkuninni heldur frekar að þeir viti hvaða möguleikar eru í boði og hafi kynnt sér þá vel. Það er mín skoðun að ef nemandi sem hefur nýtt sér fjölbreyttar leiðir við að leysa verkefni og þekkir hvaða tæki og tól geta gagnast í náminu og lífinu almenn hafi náð nauðsynlegri hæfni í upplýsingatækni.“ Anna María hittir hóp nemenda í viku hverri til að ræða hæfniviðmiðin. „Við ræðum margt á þessum fundum en markmiðið er að fá nemendur til að koma með hugmyndir um hvernig þeir vilji uppfylla hæfniviðmiðin. Þeir leggja fram tillögur að verkefnum og bentu til dæmis á að í samfélagsfræði væri gert ráð fyrir umræðum og rökræðu. Þeir sögðust ekki hafa orðið varir við þetta í kennslustundum en þetta vildu þeir vinna með, enda væri það hæfni sem þeir þyrftu að byggja upp fyrir framtíðina.“ Anna María segir mikilvægt að kenna krökkum að temja sér skipuleg Þrautseigja, lausnamiðun og sköpun og fagleg vinnubrögð – það sé góður grunnur fyrir framtíðina. „Við erum að vinna með hæfni 21. aldar og hún snýst meðal annars um þrautseigju, lausnamiðun og sköpun. Þetta eru þættir sem munu skipta hvað mestu máli í framtíðinni. Sá sem klárar flókið forritunarverkefni sýnir þrautseigju svo dæmi sé tekið. Tæknin er líka ekki að fara neitt og börn þurfa að læra að nota þessi tæki með uppbyggilegum og góðum hætti,“ segir Anna María og bætir við krakkarnir sjálfir séu meðvitaðir um áhrif tækjanna og velti fyrir sér tölvufíkn. Anna María Þorkelsdóttir Anna María heldur úti áhugaverðri vefsíðu; kortsen.is. Þar er hafsjór af fróðleik, sem og blogg og tenglar á ýmsar skemmtilegar síður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.