Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 39

Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 39
VOR 2019 SKÓLAVARÐAN 39 Baldvin Ringsted / VIÐTAL Það er alltof algengt að talað sé um iðn- og verknám eins og það sé fatlaður bróðir sem allir eigi að vera góðir við Við erum með fjórtán manna hóp pípara sem gerist nú ekki á hverjum degi. Að- sókn í pípulagnir og múrverk hefur aukist síðustu misseri og nýlega endurreista deild í hársnyrtiiðn. Vandinn við hársnyrtideildina er skortur á nemaplássum og okkar nemendur hafa sumir farið til Noregs til að klára starfsþjálf- un. Þá er gaman að segja frá því að við höfum útskrifað einn kokkahóp og erum með efnivið í annan hóp. Hvað verður í þessari grein vitum við þó ekki, ef dregur úr ferðamanna- straumi hingað gæti aðsóknin minnkað,“ segir Baldvin. Skipting nemenda í þremur stóru grunndeildunum er að sögn Baldvins þannig að helmingur er nýnemar og helm- ingur eldri nemendur sem hafa náð sér í reynslu í atvinnulíf- inu. „Svo fáum við fjölmarga stúdenta inn á rafmagnssviðið. Þeir koma úr hinum og þessum skólum, frá Laugum, MA og FNV á Sauðárkróki, svo dæmi séu tekin,“ segir Baldvin. Hann segir mikinn metnað innan rafmagnssviðsins og að reynt sé að velja góða nemendur inn; nemendur sem séu líklegir til afreka og hafi staðið sig vel í grunnskólanum. Ein ástæðan séu ríkar kröfur í stærðfræði alveg frá fyrstu önn. „Þeir sem koma beint inn í deildina fara flestir í stúdents- prófið. Það er mikill jafningjaþrýstingur.“ Miklar kröfur gerðar til nemenda Þá segir Baldvin bifvélavirkjun hafa tekið miklum og hröð- um breytingum síðustu árin. „Þetta er orðin hátæknigrein, enda bílar nútímans tölvustýrðir. Fyrirkomulagið er þannig að nemendur taka eitt ár í grunndeild þar sem þeir læra járnsmíði og suðu, vélfræði, teikningu og ensku. Nemendur verða að ná góðum tökum á ensku því þegar komið er á þriðju önn er allt námsefnið á ensku og þannig er það líka úti í atvinnulífinu. Þessir nemendur búa við mikið álag og við gerum kröfu um 90% mætingu, enda námið kennt í lotum,“ segir Baldvin. Hann segir VMA hafa skrifað eigin námskrá í bílgrein- um sem hafi fengið samþykki. Nýja námskráin er nokkuð frábrugðin þeirri sem var gefin út í Aðalnámskrá. „Við leggjum meiri áherslu á smíðaþáttinn, við viljum að nem- endur kunni járnsmíði og að sjóða og séu færir um að taka að sér jeppabreytingar, til dæmis. Við höfum auk þess bætt við áföngum og lengt námið um eina önn; úr fimm önnum í sex. Nú kennum við nútímatækni, svo sem á leiðsögukerfi, stýringar og búnað í bílum, loftpúða og fleira,“ segir Baldvin og bætir við að einnig sé kennt á rafmagnsbíla. Síðastnefndi þátturinn mun að mati Baldvins vaxa á næstu árum enda bílaflotinn að breytast. Nám til stúdentsprófs hefur sem kunnugt er verið stytt úr fjórum árum í þrjú. Það á hins vegar ekki við verknámið. „Iðnnám hefur lengst af verið tvö og hálft til þrjú ár á skólabekk. Nú er það oftast fimm til sjö annir og svo starfs- þjáĺfun frá 24 vikum upp í ríflega ár ,“ segir Baldvin. Aðspurður hvort til standi að stytta verknám í annan endann segist Baldvin ekki reikna með því. „Það kemur reyndar fram í Hvítbók Illuga og víðar að það eigi að stytta þetta nám. Það hefur bara enginn sagt hvernig. Hvað á að skera niður? Iðnnámið er lengra en nám til stúdentsprófs og það finnst engum neitt athugavert við það.“ Leiðandi í námskrárgerð Baldvin segir mikið starf hafa verið unnið í VMA við að skrifa námskrár fyrir iðnnám. Þegar hafa verið samþykktar brautir í húsasmíði, rafvirkjun og stálsmíði, bifvélavirkjun og rafeindavirkjun. „Við höfum verið leiðandi í námskrár- gerð og það hafa ekki allir nýtt það tækifæri sem felst í að endurskoða námskrána, einkum með tilliti til þess sem er að gerast í viðkomandi fagi. Við höfum lagt okkur fram við að fylgjast með þróuninni í hverri grein og bifvélavirkjunin er gott dæmi um það – endurskoðun námskrár leiddi til þess að námið lengdist,“ segir Baldvin. Nýjar brautir eru ekki á teikniborðinu akkúrat núna. „Ég hef sett saman nýjar brautir en það er enginn tilbúinn að samþykkja braut sem ekki hefur verið til áður. Dæmi um þetta er bifhjólavirkjun sem ég kynnti mér vel í Danmörku. Ég fékk dönsku námskrána og speglaði hana inn í okkar námskrá að viðbættum vélsleðum og smávél- um. Ég sá þetta fyrir mér sem eins árs námsbraut ef nemendur hefðu undirbúning við hæfi. Það falla tólf þúsund ökutæki hér á landi undir þetta en hugmyndinni var hafnað af viðtakendum,“ segir Baldvin. Hann segir einnig að umsókn um námsbraut í megatróník hafi verið hafnað. Baldvin segir erfitt að koma inn með nýjungar, því miður. Jákvæðar fréttir úr iðnnáminu eru hins vegar að í vor mun útskrifast hópur pípulagningarmanna. „Við erum með fjórtán manna hóp pípara sem gerist nú ekki á hverjum degi. Aðsókn í pípulagnir og múrverk hefur aukist síðustu misseri og við erum einnig að útskrifa flottan hóp stálsmiða í vor. Um 35 leggja nú stund á stálsmíði, sem er gott,“ segir Baldvin og bætir við að að sama skapi hafi aðsókn í húsgagnasmíði dregist saman. Svona sveiflast eftirspurnin og síðustu tvö ár hafa ívið færri útskrifast af verknámsbraut í VMA en af stúdentsbraut. „Við höfum gjarnan verið með 50 til 60 prósent útskrif- aðra okkar megin en það hefur hallað á okkur síðustu tvö árin. Líklega er það stytting náms til stúdentsprófs sem hefur áhrif, þeir nemendur sigla hraðar í gegn.“ Efins um eitt leyfisbréf Nýtt frumvarp sem unnið er að í menntamálaráðuneytingu gerir á þessari stundu ráð fyrir að gefið verði út eitt leyfisbréf fyrir kennara á öllum skólastigum. „Mér hugnast þessi breyting ekki sérlega vel, verði hún að veruleika. Ef við horfum bara á námið hér í VMA þá er það mjög greinabundið og kennarar eru afar sérhæfðir í sínum greinum. Það kennir enginn faggreinar án þess að hafa til þess faglega þekkingu, svo einfalt er það. Það sem mætti sjá fyrir sér væri skörun á milli efstu bekkja grunnskóla og fyrstu bekkja framhaldsskólans. Faggreinakennari á unglingastigi gæti hugsanlega kennt 1. þreps áfanga í framhaldsskóla en hann færi ekki mikið lengra en það,“ segir Baldvin. Eins og greint var frá í upphafi greinarinnar þá er hugur í forráða- mönnum VMA. „Ég hef svo lengi sem ég hef starfað hér barist fyrir því að fólk hætti að tala verknámið niður. Við eigum að sameinast um að efla verknám enn frekar og hætta að flytja sífellt neikvæðar fréttir af því,“ segir Baldvin Ringsted. 989 stunda nám við Verkmennta- skólann á Akureyri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.