Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 34

Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 34
34 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 SKÓLASTARF / Danmörk Ófreskjuhan dbókin Í ágúst 2018 kom út í Danmörku bók með ofangreindum titli. Hún fjallar þó hvorki um forynjur né furðuskepnur heldur skólakvíða; ótta og áhyggjur barna yfir því að eiga að fara í skólann. Ófreskjuhandbókin, Monster- manualen, er eins konar leiðbein- ingabók, ætluð börnum, foreldrum og kennurum. Það er ekki ný bóla að börn kvíði því að fara í skólann. Allir sem komnir eru á fullorðinsaldur minnast þess að hafa komist í kynni við skólakvíðann með einum eða öðrum hætti. Hafa kannski sjálfir verið með kvíðahnút í maganum við upphaf skólaársins eða á hverjum einasta degi allan veturinn – eða átt vini og skólafélaga sem svona var ástatt um. Þótt ekki sé rétt að halda því fram að þetta hafi verið talið allt að því eðlilegt var eigi að síður, að minnsta kosti víðast hvar, lítið um slík mál rætt. Margt foreldrið leit á kvíðann sem eins konar mótþróa sem kannski tengdist því að barninu gekk ekki sérlega vel í skólanum. Datt kannski ekki í hug að mótþróinn tengdist kvíða, sem aftur hafði svo neikvæðar afleiðingar þegar að náminu kom. Með þessu er hvorki gert lítið úr kennurum á fyrri tíð, né foreldrum. Kvíðinn var einfaldlega ekki til sem „fyrirbæri“. Fyrir fáeinum áratugum voru námsráðgjafar og skólasálfræðingar sjaldséðari en stjörnuhrap en nú er það breytt. Alls kyns ,,greiningar“ fyrir- fundust ekki og orð eins og lesblinda og skrifblinda voru ekki til, hvað þá ofvirkni. Skólakvíði er röng lýsing Í danska tímaritinu Folkeskolen. dk (áður Folkeskolen), sem er eins og nafnið gefur til kynna tímarit um skólamál, birtist árið 1997 viðtal við Palle Hansen sálfræðing á Sálfræði- ráðgjafastofu Árósaborgar. Í þessu viðtali hélt hann því fram að það sem nefnt er skólakvíði (skolefobi) sé í raun rangnefni. Kvíðinn sem lýsi sér í því að barn vilji ekki fara í skólann stafi ekki af því að barninu líði illa í skólanum og skólinn geri eitthvað rangt, heldur sé um að ræða aðskilnaðarkvíða. Þetta orð, aðskilnaðarkvíði, var ekki nýtt af nálinni en Palle Hansen taldi að orsökin ætti sér rætur í heimilisaðstæðum og það var ný ályktun. Hana dró hann af tilvikum sem hann hafði kynnst í starfi sínu. Í áðurnefndri grein rekur hann mál Louise (ekki hennar rétta nafn), sem var átta ára. Henni gekk vel í skólanum og átti þar góða vini. Þegar bekkurinn átti að fara í skólabúðir í nokkra daga harðneitaði Louise hins vegar að fara og fékk á endanum að vera heima. Síðan gerðist það dag eftir dag að Louise vildi ekki fara í skólann. Hún var, sagði Palle Hansen, komin með skólakvíða. Samtöl hans við fjölskylduna leiddu svo í ljós að Louise og móður hennar kom ekki sérlega vel saman og þær rifust oft en faðir Louise blandaði sér sjaldnast í málin. Í samtölum Palle Hansen við Louise kom fram að stúlkan hafði efasemdir um hvort mamma hennar elskaði hana og sama gilti um pabba hennar, vegna afskipaleysis hans. Með samtölum við fjölskylduna tókst að vinna bug á skóla- kvíðanum eða aðskilnaðarkvíðanum. Borgþór Arn grímsson sk rifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.