Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 10
10 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 KENNARASAMBANDIÐ / Fréttir Menntamálaráðuneytið stóð fyrir ráðstefnu um stöðu og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins. Hún var liður í aðgerðum stjórn- valda til að styrkja íslensku sem opinbert mál en eitt af markmiðum aðgerðanna er að efla íslensku- kennslu á öllum skólastigum. Útgangspunktur ráðstefnunnar var niðurstöður rannsóknar á stöðu íslensku kennslu sem miðlað er í nýrri bók sem ritstýrt var af Kristjáni Jóhanni Jónssyni og Ásgrími Angantýssyni, Íslenska í grunnskólum og framhaldsskól- um. Niðurstöðurnar sýna jákvætt og virðingarvert starf en einnig ým- islegt sem betur má fara. Skemmst er frá því að segja að uppbókað var á ráðstefnuna en áhugafólk gat einnig fylgst með streymi af henni. Ráðist var í áðurnefnda rannsókn vegna þess að fræðimenn töldu sig skorta vitneskju um hvernig staðið væri að íslensku- kennslu á öllum skólastigum. Kennslan er drifin áfram af góðum kennurum en bæta þurfi aðstöðu og námsefni. Kennarar glíma við það vandamál að vekja áhuga nemenda á tungumálinu. Huga þarf betur að þeim tækjum og tólum sem kennarar nota við íslenskukennslu og þar kemur bókakosturinn sterkur inn. Fram kom í máli Kristjáns Jóhanns Jónssonar að bækur sem nemendur eiga að lesa séu oft afar kennaramiðaðar og að jafnaði 39 ára gamlar. „Til dæmis er fjarvist unglingabóka úr unglingakennslu fullkomlega óskiljanleg,“ sagði Kristján Jóhann á ráðstefnunni. „Það segir eitthvað um það hvernig skólakerfið skilgreinir íslenskuna sem viðfangsefni.“ Kristján Jóhann sagði jafn- framt að einstaklingsframtak góðra kennara skipti öllu máli en það dygði ekki til. „Umhverfið þarf að spila með, það þarf betri bókakost og það verður að hlúa betur að skólakerfinu,“ sagði hann. Orð eru til alls fyrst og kennarar og aðrir ráðstefnugestir voru sammála um að spýta þurfi í lófana. Læsi er grunnþáttur menntunar og huga þarf að öllum þáttum tungumálsins – ekki einungis að kenna málfræðina, bókmenntir mega ekki gleymast og val nemenda má alls ekki vera of kennaramiðað. „Fjarvist unglingabóka í unglinga- kennslu algerlega óskiljanleg“ Áfram íslenska – Ráðstefna um stöðu og framtíð íslenskukennslu í skólum landsins Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, setti ráðstefn- una og hóf erindi sitt á því að vitna í vitundar- vakningu Kennara- sambands Íslands um íslenskuna. Íslenska í grunnskólum og framhalds skólum Höfundur: Kristján Jóhann Jónsson Bókin er byggð á rannsókn sem unnið var að á árunum 2013-2016 og var sam- starfsverkefni tveggja háskóla, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Höfund- ar bókarinnar eru sjö íslenskukennarar við þessa skóla en þátt tóku auk þeirra meistara- og doktorsnemar við báða skólana. Verkefnið var unnið í samvinnu við starfandi kennara og stjórnendur í 15 grunnskólum og framhaldsskólum. Útgefandi: Háskólaútgáfan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.