Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 24
24 SKÓLAVARÐAN VOR 2019 VIÐTAL / Kristín Valsdóttir tónmenntakennara og mig langaði til að kafa dýpra. Ég fór fljótlega að vinna rannsókn um fagvitund tónlistar- kennara og sendi spurningalista til allra sem útskrifuðust hér á landi vorið 2007 með tónmennta- eða tónlistarkennara- próf. Á grundvelli þeirra svara sem ég fékk vann ég drög að rannsóknaráætlun fyrir doktorsrannsókn og sótti um doktorsnám við háskólann í Perth í Ástralíu. Ástæða þess að ég valdi þennan skóla var að Robert Faulkner tónlistarkennari, sem var prófdómarinn minn í meistaranáminu, var kominn þar með gestaprófessorsstöðu auk þess sem þar var breskur prófessor starfandi sem er leiðandi fræðimaður á sviði fag- vitundar tónlistarkennara. Svo var þetta líka ákveðin ævintýraþrá. Ég komst inn og var að fara að flytja út þegar hrunið varð og gerði það fjárhagslega ómögu- legt fyrir mig að flytjast yfir hálfan heiminn. Ég afþakkaði því plássið og í kjölfarið sótti ég um starf deildarforseta listkennsludeildar Listaháskóla Íslands, sem þá var auglýst, og fékk starfið. Um áramótin 2009-2010 sótti ég síðan um og fékk að færa doktorsverkefni mitt yfir til Háskóla Íslands.“ Áherslurnar í doktorsverkefninu breyttust smátt og smátt. „Það vöknuðu alls konar spurningar þegar ég var komin á kaf í vinnu við Listaháskóla Íslands við að móta alveg nýtt meist- aranám með samstarfsfólki mínu. Við veltum fyrir okkur hvaða kröfur við ættum að gera og hvernig við ættum að mæta vel menntuðum listamönnum sem margir höfðu ekki mikinn fræði- legan bakgrunn og samtímis að virða reynslu þeirra og þekkingu. Námið varð að uppfylla kröfur sem gerðar eru til náms á meistarastigi samfara því að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda og virða þekkingu þeirra þó hún sé öðruvísi en þekking þeirra sem eru nýkomnir úr BA-námi úr öðrum greinum við háskóla. Við veltum því fyrir okkur hvernig þeim liði að takast á við þetta nýja umhverfi – í nýju fagi sem krefst annarra vinnubragða en þeir hefðu þjálfun í. Þetta voru of stórar og flóknar spurningar til að ég gæti einungis beint þeim að einu fagi, tónlistinni. Ég fann fljótlega að ég yrði að beina sjónum að því hvað við værum að gera í listkennsludeild og hvaða ögrunum og áskorunum nemendur þar stæðu frammi fyrir. Vorið 2011 hitti ég svo aðalleiðbeinanda minn, dr. Rineke Smilde, og rannsóknin mín tók þá stefnu sem ég hef haldið síðan.“ Ákveðin sjálfsmyndarvinna Kristín segir að í samtölum sínum við nemendur hafi hún komist að því að sumir voru svolítið hræddir. „Nemendum fannst mörgum erfitt að fara inn í svona fræðileg vinnubrögð. Við því vildum við bregðast því í kennsluréttindanámi fyrir listamenn tel ég afar mikilvægt að nemendur haldi í og þroski vinnubrögð sem þeir hafa tileinkað sér í sínu fagi samhliða því að kynnast öðrum og oft fræðilegri vinnubrögðum. Einnig fengu nemendur neikvæð viðbrögð úti í samfélaginu gagnvart því að fara í kennaranám og þá sérstaklega þeir sem voru þekktir listamenn. Eitt af verkefnum nemenda við upphaf náms var að halda dagbók tengda náminu. Ég ákvað að fá leyfi þeirra til að nýta dagbókarskrifin í mína rannsókn til að fá betri innsýn í hvernig þeim liði við upphaf námsins hjá okkur. Það voru 22 nemendur sem hófu nám árið 2012 og ég bað þá að skila mér hugleiðingum sínum um námið, hvað þeir væru að læra, hverjar væru áskoranirnar og hvernig þeim liði. Þannig gæti ég betur gert mér grein fyrir hverjar þessar helstu áskoranir þeirra væru og komið meira til móts við þeirra þarfir.“ Þessir 22 nemendur úr ólíkum listgreinum skiluðu Kristínu hugleiðingum sínum vikulega. Stundum var þetta ein málsgrein og stundum jafnvel tvær blaðsíður. „Ég notaði síðan niðurstöður úr dagbókunum til að móta viðtalsramma fyrir viðtöl við útskrifaða kennara til að sjá hvernig þeir hefðu þroskast sem kennarar. Ég var meðvituð um að þeir væru að takast á við áskoranir varðandi fræðileg vinnubrögð og þetta samkrull greina. Það sem kom mér hvað mest á óvart var hvað þeir skrifuðu mikið og var greinilega hugleikið hvað þeir fengu neikvæð viðbrögð frá kollegum sínum varðandi það að þeir væru að fara í kennaranám. Það var eins og þeir væru einhvern veginn að taka niður fyrir sig. Þeir voru jafnvel spurðir hvort þeir væru hættir að vinna sem listamenn og hvort þeir væru ekki að „meika það sem listamenn“. Það skerpti á pælingum mínum varðandi það hvernig sjálfsmynd þeirra væri og gæti þróast. Ég hafði pælt mikið í því í meistaraverkefninu en þarna kom það sterkt inn. Þetta á við fleiri en listamenn því þetta á líka við um aðra hópa sem bæta við sig kennsluréttindum ofan á annað nám; það fer fram ákveðin sjálfsmyndarvinna sem er nauðsynleg. Hluti af niðurstöðum mínum er að einstaklingar þurfa að fara í gegnum ákveðna sjálfsskoðun ef þeir ætla raunverulega að tileinka sér að verða kennari en ekki bara að „redda sér“ kennsluréttindum.“ Námsmenningin Titill rannsóknarinnar er „Að verða listkennari – lærdómsferli listamanna“. „Það er ferli að „verða“. Þeir sem fara í kennaranám verða að taka það inn í myndina. Viðkomandi er ekki bara að ná sér í próf. Viðkomandi hættir ekki að vera myndlistarmaður eða efnafræðing- ur. Við höfum margar sjálfsmyndir og við verðum að vinna í því að verða líka kennarar. Þegar listafólkið hefur kennaranám þá hefur það mjög skýra og sterka sjálfsmynd sem listafólk. Flest þeirra hafa starfað sem listamenn og ætla ekkert að yfirgefa þann vettvang. Það skiptir þess vegna máli þegar maður byggir upp námsumhverfið og náms- menninguna að við virðum nemendur og sjálfsmynd þeirra þegar þeir koma í skólann og að við séum ekki að búa til strúktúr og námsmenningu og segjumst ætla að hafa þetta „svona“, óháð því hvaða þekkingu og reynslu nemendur hafa. Þegar við erum að bjóða nám fyrir fullorðna námsmenn þá verðum við að horfa til þess sem námsmaðurinn hefur gert og hver hann er. Þannig skiptir sjálfsmyndin og það sem listamaðurinn tekur með sér inn í námið gífurlega miklu máli. Nemendurnir fara í ákveðin skyldunámskeið en við þurfum líka að íhuga hvar hæfileikar þeirra og þekking nýtast sem best. Við bjóðum þess vegna upp á opin námskeið og sjálfstæð verkefni til að taka tillit til reynslu þeirra og þekk- ingar. Við þurfum að leyfa fólki að hafa ákveðið svigrúm innan rammans til að taka frumkvæði að verkefnum og efla sig sem kennarar á vettvangi. Hitt er svo að nemendur eru að fara inn í nýtt fag; þeir eru ekki bara í meistaranámi sem myndlistarkona eða tónlistarmaður. Þeir eru í meistaranámi sem kennaranemendur og það þýðir að þeir eru að koma inn í nýja fræðigrein þar sem er nýtt orðfæri og öðruvísi vinnubrögð og það þarf tíma til að tileinka sér það. Í svona námi þarf að finna leiðir til þess að viðkomandi geti þróað það með sér af því, eins og ég sagði áður, þá viljum við ekki útskrifa fólk sem segist bara hafa tekið kennsluréttindin. Það þarf að tileinka sér að verða kennari. Það tengist sjálfsmyndinni.“ Kristín segir að lokaniðurstaðan sé að námsmenningin skipti gífurlegu máli. „Námsmenningin þarf að mótast af því að horfa til þekkingar og reynslu nemenda. Jákvæð samskipti skipta miklu máli og að allir séu á jafningjagrunni; þó ég sé Námsmenningin þarf að mótast af því að horfa til þekkingar og reynslu nemenda. Jákvæð samskipti skipta miklu máli og að allir séu á jafn- ingjagrunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.