Skólavarðan


Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 51

Skólavarðan - 2019, Blaðsíða 51
VOR 2019 SKÓLAVARÐAN 51 Menntamálastofnun / NÁMSEFNI Í bókinni Hvalir, sem tilheyrir lestrarflokknum Milli himins og jarðar, er fjallað um stærð steypireyðar. Erfitt getur reynst fyrir níu ára börn að ímynda sér hvað 30 metrar er í raun mikið en að sjá fyrir sér 10 hæða blokk í samanburði við hvalinn auðveldar þeim að átta sig á stærðinni. Hér sýnir myndin á ljóslifandi hátt hversu gríðarstór hvalurinn er. Hvalir – námsefni í íslensku eftir Hörpu Jónsdóttur. Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknaði. Í vor eru 82 ár síðan Ríkis- útgáfa námsbóka hóf göngu sína. Námsgagnastofnun var síðan stofnuð 1980 og Menntamálastofnun árið 2015. Óhætt er að segja að myndir hafi gegnt mikil- vægu og vaxandi hlutverki í námsbókum frá upphafi til okkar daga. Menntamálastofnun hefur að undanförnu tekið þátt í að miðla mikilvægi mynda í námsefni, bæði á sýningunni Tíðarandi í teikningum í Bókasafni Kópavogs en hún var samstarfsverkefni Mennta- málastofnunar, bókasafns- ins og Náttúrufræðistofu Kópavogs, og svo á málþingi í kjölfarið. Ákveðin nostalgía getur komið fram við það að sjá myndir úr námsefni frá bernskuárunum. Margir muna eftir teikn- ingum þeirra Baltasars og Kristjönu Sampers úr Litlu gulu hænunni og Unga litla, sígilt efni sem er orðið hluti af okkar menn- ingararfi þótt ekki sé um að ræða kjarnaefni í dag. Þegar námsbækur síðustu áratuga eru skoðaðar má sjá hvernig myndir endurspegla tíðarandann. Að mörgu er að huga við val á myndefni eins og til dæmis að velja af kostgæfni myndir sem sýna fjölbreytileika mannlífs, huga að minnihlutahópum og forðast að sýna kynin í svokölluðum hefðbundnum kynjahlutverkum. Á næstu mánuðum verður sýningin Tíðarandi í teikningum sett upp á fleiri stöðum á landinu þar sem sýnd verða frumrit myndverka sem íslenskir listamenn hafa unnið fyrir íslenskar námsbækur allt frá því fyrir lýðveldisstofn- un. Myndefni er sérstaklega hentugt í tungumálakennslu. Í námsefninu Tak er fjöldi mynda sem m.a. útskýra innihald texta og styðja við orðaforðatileink- un, virkja bakgrunnsþekkingu og eru til þess fallnar að þjálfa munnlega og skriflega færni. Tak – námsefni í dönsku á unglingastigi eftir Ásdísi Lovísu Grétarsdóttur og Ernu Jessen. Halldór Baldursson teiknaði. Hvalir Sestu og lestu Tak Í lestrarbókaflokknum Sestu og lestu, sem miðast við nemendur í 3. til 5. bekk, er uppbrot með teiknimyndasögum á nokkrum stöðum í bókunum. Ævintýri í Ingólfsfjalli – námsefni í íslensku eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir teiknaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.