Skólavarðan - 2019, Page 51
VOR 2019 SKÓLAVARÐAN 51
Menntamálastofnun / NÁMSEFNI
Í bókinni Hvalir, sem tilheyrir lestrarflokknum Milli
himins og jarðar, er fjallað um stærð steypireyðar.
Erfitt getur reynst fyrir níu ára börn að ímynda sér
hvað 30 metrar er í raun mikið en að sjá fyrir sér 10
hæða blokk í samanburði við hvalinn auðveldar þeim
að átta sig á stærðinni. Hér sýnir myndin á ljóslifandi
hátt hversu gríðarstór hvalurinn er.
Hvalir – námsefni í íslensku eftir Hörpu Jónsdóttur.
Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknaði.
Í vor eru 82 ár síðan Ríkis-
útgáfa námsbóka hóf göngu
sína. Námsgagnastofnun
var síðan stofnuð 1980 og
Menntamálastofnun árið
2015. Óhætt er að segja að
myndir hafi gegnt mikil-
vægu og vaxandi hlutverki í
námsbókum frá upphafi til
okkar daga.
Menntamálastofnun
hefur að undanförnu tekið
þátt í að miðla mikilvægi
mynda í námsefni, bæði
á sýningunni Tíðarandi
í teikningum í Bókasafni
Kópavogs en hún var
samstarfsverkefni Mennta-
málastofnunar, bókasafns-
ins og Náttúrufræðistofu
Kópavogs, og svo á málþingi
í kjölfarið.
Ákveðin nostalgía
getur komið fram við það
að sjá myndir úr námsefni
frá bernskuárunum.
Margir muna eftir teikn-
ingum þeirra Baltasars og
Kristjönu Sampers úr Litlu
gulu hænunni og Unga
litla, sígilt efni sem er orðið
hluti af okkar menn-
ingararfi þótt ekki sé um
að ræða kjarnaefni í dag.
Þegar námsbækur síðustu
áratuga eru skoðaðar má sjá
hvernig myndir endurspegla
tíðarandann. Að mörgu er
að huga við val á myndefni
eins og til dæmis að velja af
kostgæfni myndir sem sýna
fjölbreytileika mannlífs,
huga að minnihlutahópum
og forðast að sýna kynin í
svokölluðum hefðbundnum
kynjahlutverkum.
Á næstu mánuðum
verður sýningin Tíðarandi
í teikningum sett upp á
fleiri stöðum á landinu þar
sem sýnd verða frumrit
myndverka sem íslenskir
listamenn hafa unnið fyrir
íslenskar námsbækur allt
frá því fyrir lýðveldisstofn-
un.
Myndefni er sérstaklega hentugt í tungumálakennslu. Í námsefninu Tak er
fjöldi mynda sem m.a. útskýra innihald texta og styðja við orðaforðatileink-
un, virkja bakgrunnsþekkingu og eru til þess fallnar að þjálfa munnlega og
skriflega færni.
Tak – námsefni í dönsku á unglingastigi
eftir Ásdísi Lovísu Grétarsdóttur og Ernu Jessen. Halldór Baldursson teiknaði.
Hvalir
Sestu og lestu
Tak
Í lestrarbókaflokknum Sestu og lestu, sem miðast við nemendur í 3. til 5.
bekk, er uppbrot með teiknimyndasögum á nokkrum stöðum í bókunum.
Ævintýri í Ingólfsfjalli – námsefni í íslensku eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur.
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir teiknaði.