Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2007, Page 6

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2007, Page 6
Jimmy Somerville er án efa frægasti tón- listarmaður sem komið hefur fram á hátíð Hinsegin daga frá því að Sigur Rós tróð þar upp árið 1999. Hann varð hin mikla fyrirmynd margra á sínum tíma fyrir að fara ekki í felur með kynhneigð sína og sennilega fyrsti popptónlistar maður nútím- ans úr röðum samkynhneigðra sem alltaf hefur komið fram á eigin forsendum. Jimmy Somerville skaust upp á stjörnuhimininn á níunda áratugnum með hljómsveitunum Bronski Beat og The Communards, en eftir að þær liðu undir lok hefur hann átt farsælan sólóferil. Hljómsveitin Bronski Beat var stofnuð árið 1983 og naut gríðarlegra vinsælda víða um heim. Til dæmis komst lagið „Smalltown Boy“ sem fjallar á beittan hátt um hómófóbíuna og grimmd hennar í þriðja sæti á breska vinsældalistanum á sínum tíma en af frægum lögum Jimmys með The Communards má nefna „Don’t Leave Me This Way“ sem Thelma Houston hafði áður gert vinsælt. Jimmy Somerville hóf sólóferil sinn árið 1988. Hann átti marga vinsældarsmelli á næstu árum og var einn þeirra fjölmörgu tónlistarmanna sem komu fram á seinni Band Aid tónleikunum árið 1989. Read My Lips kom út árið 1991, þar sem m.a. má finna hina vinsælu útgáfu Jimmys á lagi Sylvesters, „You Make Me Feel (Mighty Real)“. Árið 1995 kom svo út hljómplatan Dare To Love sem m.a. hafði að geyma lagið „Heartbeat“ en það komst í fyrsta sæti á bandaríska danslistanum. Manage The Damage kom út árið 1999 en nýjasta hljómplata piltsins og fjórða sólóplata hans, Home Again, kom út árið 2005. Jimmy Somerville kemur fram á opnun- arhátíð Hinsegin daga í Loftkastalanum föstudaginn 10. ágúst og á útitónleikunum í Lækjargötu að lokinni gleðigöngunni í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 11. ágúst. Jimmy Somerville who gave us “Small-town Boy” and “Don’t Leave Me This Way” amongst many other hits, will be the star artist at Reykjavik Gay Pride 2007. In the world of music, and especially in the world of gay music, Jimmy is a household name. He was never in the closet as a pop star and therefore never needed to come out, which has earned him a great deal of respect with the gay community worldwide. Jimmy Somerville was born and raised in Glasgow. He had consider- able success in the 1980s with the pop groups Bronski Beat and The Communards, and has also enjoyed a successful solo career. Bronski Beat’s biggest hit, “Smalltown Boy” was con- sidered groundbreaking because of its lyrical content regarding homophobia. Somerville played the song’s titular character in the music video, leaving his hostile hometown for the city. Jimmy Somerville will perform at the Opening Ceremony of Reykjavik Gay Pride, Friday 10 August and at the Open Air Concert in Lækjargata on Saturday 11 August. SOmERvillE a PERSONal PERfORmaNcE jimmy 6

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.