Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2007, Qupperneq 8
útitónleikum Hinsegin daga í
Lækjargötu laugardaginn 11.
ágúst.
The Swedish glamour
girls of Pay-TV first expe-
rienced super-stardom
after participating in the
Swedish preliminaries
for the Eurovision Song
Contest. Although they did
not win, their fame has
grown steadily ever since.
Pay-TV will be among the performers
at the Gay Pride Opening Ceremony
at Loftkastalinn Theater, Friday 10
August, and at the Open Air Concert in
Lækjargata, Saturday 11 August.
Sænsku ofurskvísurnar
í Pay-TV slógu fyrst í gegn
árið 2004 þegar þær tóku
þátt í undankeppninni fyrir
Eurovision í Svíþjóð með
laginu „Trendy Discoteque“
sem fjallar um glæsileik, fágun
og ekki síst næturlíf hinna ríku
og frægu. Þó að lagið ynni
ekki keppnina varð það geysi-
lega vinsælt í heimalandinu
og skaut þeim Claudiu Cash,
Chanelle Ferrari og Neenu
Fatale strax upp á stjörnuhimininn. Vegna
ómælds þrýstings frá æstum aðdáendum
tók sveitin aftur þátt í undankeppninni árið
eftir með hittaranum „Refrain Refrain“ sem
skaut þessum tónlistarkonum upp í nýjar
hæðir. Því er óhætt að segja að frægðarsól
þeirra skíni skært um þessar mundir.
Pay-TV mun troða upp á Opnunarhátíð
Hinsegin daga í Loftkastalanum föstudags-
kvöldið 10. ágúst auk þess að skemmta á
P y tv
Didda Jónsdóttir, skáldkona, söngvari og ruslakerling með meiru, mun troða upp á Hinsegin
dögum með hljómsveit sinni Mina rakastan sinuan Elvis, sem er finnska og útleggst: Ég elska
þig, Elvis. Þar munu þau endurlífga þennan einstaka listamann rokksögunnar, áður en Sarah
Greenwood og hljómsveitin GSX stíga á svið á Domo fimmtudagskvöldið 9. ágúst.
Mina rakastan sinua Elvis og Didda héldu sína fyrstu tónleika í febrúar 2007 til að safna fyrir
sektargreiðslu barnsföður Diddu á Jamaíka, með þeim undraverða árangri að hann var látinn
laus úr fangelsi næsta dag. Í hljómsveitinni eru auk Diddu Þór Eldon, fyrrverandi gítarleikara í
Sykurmolunum og óstýrilátur bróðir hans Ari Eldon, Kommi sem slegið hefur í gegn með fleiri
hljómsveitum en elstu menn muna, að ógleymdri Rínu sem er handhafi finnsku sálarinnar og
tangósins á Íslandi. Öll hafa þau slegið í gegn hvert á sinn hátt og það er auðvitað það sem
skiptir máli, en – Þú þarft ekki að vera frægur til að vera góður!
Didda og Ég elska þig, Elvis
Takmarkaður fjöldi kemst í húsið -
Miðar eru seldir í forsölu.
Didda and her band, Mina rakastan sinua
Elvis (Finnish for ‘I Love You Elvis’), first
came together last February to perform at a
fundraiser. The gig turned out to be a major
success, further fuelling their ambition to
revive and honor this legendary singer and
his music. Didda and Mina rakastan sinua
Elvis will be performing at the Domo Club
Thursday 9 August.
8