Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2007, Síða 12
Rappar inn
QBoy hefur á
undraskömmum tíma
náð að verða einn vin-
sælasti tónlistarmaður nýbylgjunnar í
hip-hop heiminum. Þessi spænsk-enski
tónlistarmaður hefur á rúmu ári náð
að heilla almenning í Bretlandi og um
allan heim fyrir hnittna texta og tónlist
og einlæga baráttu gegn hómófóbíu
í breska skólakerfinu, en Channel 4
hefur nýlega sýnt heimildarmynd um
það mál, þar sem QBoy er stjarnan í aðal-
hlutverkinu.
Fyrsta plata QBoys, Moxie, kom út í vor og hann hefur
verið tilnefndur til hinna eftirsóttu Gay and Lesbian Award í Bretlandi
sem listamaður ársins. Síðastliðið sumar kom hann fram á aðalsviði
EuroPride á Trafalgartorgi í Lundúnum en eftir það hélt hann í sína fyrstu
hljómleikaferð um Bandaríkin og kom fram á tónleikum í Los Angeles,
P h i l a d e l p h i a ,
Chicago og New
York. Þá skipu-
lagði hann evr-
ópsku homo-
hop hátíðina,
Peace OUT-UK
árið 2006, og
stýrði í vetur
þætti á bresku
sjónvarpsstöðinni
Channel 4, „Coming
Out To Class“, sem
frumsýndur var 26.
febrúar síðastliðinn.
Þátturinn fjallar um
reynslu samkynhneigðra í
breska skólakerfinu, m.a. um
rýran stuðning yfirvalda við flá.
Þar skoraði QBoy á yfirvöld að taka
sig saman í andlitinu og skapa sam-
kynhneigðum unglingum öryggi í breska
skólakerfinu.
QBoy þeytir skífum og skemmtir á Q Bar fimmtudags-
kvöldið 9. febrúar og kemur að sjálfsögðu fram á útitónleikum
Hinsegin daga í Lækjargötu 11. ágúst.
QBoy has single-handedly become one of the leading faces
emerging from a new wave in urban music: the next evolution
in pop meets hip-hop. This brave and determined artist has
carved out a prominent place for himself in a culture known
for its apparent homophobia. From being editor of ‘gayhiphop.
com’, DJ and co-promoter of gay hip-hop club ‘Pac-Man’ to
being one of the founding mem-
bers of the UK homo-hop collec-
tive, ‘QFam’ and one of the most
documented openly gay rap artists in the world, he has pushed
back stereotypes and stood his ground. QBoy will be be DJ’ing
at Q Bar Thursday 9 August, and among the performers at the
Open Air Concert in Lækjargata, Saturday 11 August.
Q-BOy
Sætasti og hugrakkasti
homo-hip-hoppari heims
12