Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2007, Qupperneq 16
Pa
ll
O
SK
aRHinsegin dagar án Páls Óskars eru eins og sumardagur án sólar, því Palli er mikill baráttu-maður fyrir málstað hinsegin fólks og dýrmætur liðsmaður hátíðarinnar. Frá æskuárum hefur hann verið ein skærasta poppstjarna Íslands og
eftir hann liggja fjölmargar upptökur á hljóm-
plötum, sólóplötur og samstarfsverkefni með
öðrum tónlistarmönnum. Síðustu misseri hefur
hann verið einn eftirsóttasti plötusnúður Íslands,
en hann mun sjá um að trylla gesti Hinsegin
daga á dansleiknum á NASA að kvöldi 11.
ágúst. Hann hefur unnið með hljómsveitinni
Milljónamæringunum, keppt í Eurovision og
unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir
plötur sínar og söng. Þá hefur hann vakið at-
hygli fyrir dómgæslu sína í Idol og X-factor. Þessa
dagana vinnur Páll Óskar að næstu sólóplötu sinni
sem ber heitið Allt fyrir ástina, og á sviði Hinsegin
daga í Lækjargötu flytur hann titillag plötunnar, sem er
nú er orðið einn af sumarsmellum ársins 2007. Þá flytur
hann Gay Pride lagið í ár, „International“.
Paul Oscar has been one of Iceland’s most flamboyant
and adored popstars this past decade. Although first and
foremost known as a singer, he is also the most popular
DJ in Iceland. Paul Oscar is an outspoken gay activist who
appears frequently on TV and radio, sings with the latin group
The Millionaires and the easy listening group Casino. Having
released four solo albums and two albums with harpist Monika
Abendroth, he is currently working on his next solo album, the dance
project All For Love. Paul Oscar will perform at the Open Air
Concert in Lækjargata, Saturday 11 August, and you can
witness his DJ splendor at the Gay Pride Dance
at NASA the same evening.
www.myspace.com/palloskar
Allt fyrir ástina