Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2007, Side 35

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2007, Side 35
35 Heiðursgestur Hinsegin daga í ár er hin óþreytandi Miss Vicky frá Suður-Flórída. Hún fæddist á Manhattan, en ólst upp í Vestur-Bronx í New York og var aðeins fimm ára gömul þegar hún byrjaði að læra á fiðlu. Síðar lá leiðin í hinn fræga tónlist- arháskóla Juilliard, og 75 árum eftir að hún hóf fiðlunámið er hún enn að troða upp. Miss Vicky á tvær dætur og son. Hann er samkynhneigður og það þýddi bara eitt fyrir Miss Vicky: Fyrir 30 árum fór hún að láta réttindamál samkynhneigðra sig varða og er enn að. Hún hefur starfað á vettvangi South Florida Pride Fest í meira en aldarfjórðung, og eftir að sonur henn- ar greindist með alnæmi fyrir allmörgum árum, hefur hún einnig verið óþreytandi í baráttunni fyrir mannréttindum HIV-jákvæðra. Þegar Jeb Bush ríkisstjóri í Flórída ákvað að strika út niðurgreiðslur á lyfjum til HIV-jákvæðra með einu pennastriki án samráðs við starfsfólk eða samtök í heilsugæslu, skrif- aði Miss Vicky ríkisstjóranum og nánast öllum þingmönnum á ríkisþinginu í Flórída til að mótmæla. Ekki nóg með það, hún skipulagði fjöldabréfasendingar annarra í sama tilgangi. Sjálf hefur hún undirritað á þriðja þúsund bréfa til ráðamanna í Bandaríkjunum vegna málsins. Það mætir enginn á þing InterPride án þess að kynnast Miss Vicky, enda hafa fáir mætt oftar á þau en hún – þau munu vera um 20 talsins. Sá sem þetta skrifar hitti hana fyrst á InterPride þingi í Glasgow árið 1999 og það varð upphaf að órjúfanlegri vináttu við þessa einstöku konu. En tónlistin er aldrei langt undan hjá Miss Vicky. Þótt hún standi á áttræðu kemur hún enn fram nokkrum sinnum í viku. Hún heldur til dæmis reglulega Karaoki-kvöld þar sem hún stjórnar uppákomunni og treður upp sjálf. Hún ræður við margvíslegan tónlistarstíl, en það sem hún býður okkur upp á á opnunarhátíð Hinsegin daga í Loftkastalanum er nokkurs konar revíu-djass, efni af nýlegum geisladiski sem hún hefur sent frá sér. Diskurinn heitir Out and About en lagið „Beaver“ af þeim diski hefur slegið í gegn og er leikið á útvarpsstöðvum um öll Bandaríkin. Maður að nafni Chuck Prentiss semur öll lögin og textana fyrir Miss Vicky, en hann á að baki glæsilegan feril sem höfundur verka á Broadway og víðar. Miss Vicky hefur hlotið fjölda viður- kenninga fyrir störf sín í baráttusamtökum samkynhneigðra. Þótt hún eigi til gyðinga að telja, hefur hún árum saman starfað á vettvangi Metropolitan Community Church (MCC) á Suður-Flórída, en þar er hún fram- kvæmdastjóri safnaðarins og hefur stjórnað kór kirkjunnar. MCC er alþjóðleg kirkja hinsegin fólks, en eins og margir muna kom sr. Pat Bumgardner prestur MCC í New York í heimsókn til okkar í fyrra og flutti ógleymanleg predikun í Hallgrímskirkju. Miss Vicky komst ekki til Reykjavíkur árið 2005 þegar þing InterPride var haldið hér á landi. Þess vegna vill samstarfsnefnd Hinsegin daga heiðra hana með því að gera hana að heiðursgesti hátíðarinnar í ár. Hægt er að kaupa diskinn hennar Miss Vicky á opnunar- hátíðinni í Loftkast- alanum. The One and Only Miss Vicky Miss Vicky of South Florida is a spe- cial guest of honor at the Reykjavik Gay Pride 2007. She has been giving musical perfor- mances for over 70 years or since she was five years old in New York. She attended a music and art high school in New York and studied music for three years at the famous Juilliard School. Mother of two daugters and a gay son, she has been living in South Florida for decades. There she has fought for gay rights for 30 years and has been involved with South Florida Pride Fest for more than twenty years, and currently on the board. AIDS hit home for Miss Vicky when her son was diagnosed HIV-positive. When Govenor Jeb Bush cut the so called Medicaid Medically Needy Share of Cost Program, that her son relies on to pay for his medications, Miss Vicky fought for her son and others. She organized letter-writing campaign with appeals to 30 government officials including the governor. Miss Vicky will perform material from her new CD at the Pride Opening Ceremony at Loftkastalinn Theater, 10 August. The songs and lyrics are especially composed for her by Chuck Prentiss. Among the numbers is “Beaver” – an instant hit at clubs and radio stations all over USA. miSS vicKy Einstakur listamaður og einlæg baráttukona H E i M i r M Á r P É T U r S S o n Me› Janet Reno dómsmálará›herra Bandaríkjanna Michael, sonur Vicky

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.