Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2007, Side 37
37
Íslenska fjölskyldan útskúfar nefnilega ekki
sínum, að gera mannamun á ættarmótum
hennar er ekki aðeins óhugsandi, heldur
beinlínis illt verk. Og ef hún slysast til að
reyna eitthvað slíkt í fljótfærni þá verður
viðkomandi að draga gerðina til baka. Þegar
hinsegin fólk á Íslandi treysti sér loksins til
að staðfesta eigin tilveru í dagsbirtunni á
Laugavegi, stóð íslenska fjölskyldan þarna
tilbúin, eins og henni hafði verið innrætt.
Og það sem meira var, hún bað um að fá að
vera með í leitinni að betra lífi.
Til að hafa stjórn á þegnunum
En sú leit kostar vinnu og það verður verk-
efni framtíðarinnar að skipuleggja hana,
vega og meta hvað brýnast er að gera og átta
sig á því hvernig leysa skuli
málin og í
hvaða röð. Ég trúi tak-
markað á stefnuskrár og legg ekki fram
verkefnabanka til handa hinsegin fólki og
fjölskyldum þeirra í leit að betra lífi – en
eitt vil ég nefna:
Þó að alltaf hafi verið til sú mann-
gerð sem lagði ást á aðra manneskju af
sama kyni, þá hefur samkynhneigð ekki
alltaf verið til sem skilgreinandi þáttur
í menningu okkar. Heldur ekki gagnkyn-
hneigð. Sú árátta að skilgreina og kort-
leggja sem varð til á 19. öld, til þess að
hafa hemil á þegnunum og birtist skýrast í
flokkunaráráttu læknisfræði og afbrotafræði,
þessi árátta bjó til hugtakið samkynhneigð
og vitund manna um hana. Allt í því skyni
að hafa stjórn á þegnunum. Því að í kjölfarið
fylgdu ráðstafanir, eftirlit og flókið kerfi
beinnar og óbeinnar frelsissviptingar sem
entist okkur alla 20. öld og lifir raunar enn
víða um lönd.
Eitt kallar á annað
En hugtakið kallaði á andstæðu sína og
henni var gefið nafnið gagnkynhneigð. Það
hugtak er líka mannanna verk og hefur tekið
ýmsum breytingum í áranna rás. Í lok 19.
aldar var það skilyrði hins góða gagnkyn-
hneigða hjónabands á Vesturlöndum að
það hefði fjölgun mannkyns að leiðarljósi.
Barnlaust hjónaband
karls og
konu var perversjón, afbrigðileiki,
skilnaðarástæða. Þetta hljómar fáránlega
í dag, en svona var þetta. Og sýnin á hina
góðu gagnkynhneigð við lok 19. aldar, stað-
festingin á ágæti hennar, nærðist á vitund
um andstæðu sína, að til væru hómósexúal-
istar án þessa möguleika, að geta börn.
Nú vitum við betur. Enn sem fyrr er
samkynhneigðin þó notuð leynt og ljóst til
að upphefja, staðfesta og réttlæta gagnkyn-
hneigt líf. Gagnkynhneigðin nærist sem fyrr
á samkynhneigðinni sem hinni neikvæðu
andstæðu sinni. Ég hef um skeið unnið að
rannsóknum meðal homma á Íslandi og
í því skyni hafa ýmsir sagt mér lífssögur
sínar. Lengi vel hélt ég að ég væri að fást
við samkynhneigð en smám saman rann
upp fyrir mér að ég er í rauninni að fást við
gagnkynhneigð. Viðmælendur mínir eru í
rauninni ósköp venjulegir og hversdagslegir
og í sjálfu sér ekki í frásögur færandi frekar
en ég sem þetta rita. En lífsbarátta þeirra,
tíðindin í lífi þeirra, þetta snýst alltaf um
glímuna við þau gagnkynhneigðu gildi sem
að þeim eru rétt. Þeir urðu annars flokks
þegnar við það að mæta upphöfnum gild-
um gagnkynhneigðarinnar sem þeir hvorki
vildu né gátu ráðið við. Því segi ég: Okkar
brýnasta verkefni er að rekja ofan af hinu
gagnkynhneigða gildismati og sjálfupphafn-
ingu þess.
Gætum okkar á
gagnkynhneigðu gildismati
Nú veit ég að svo lengi sem ég lifi munu
þessi andstæðupör lifa, það að vera
hómó eða heteró, en það má hamla
gegn þeim, ekki bara samkynhneigðum
til góða, heldur líka gagnkynhneigðum
sjálfum. Hugmyndir gagnkynhneigð-
arinnar um ágæti ákveðins lífsstíls
og gilda, t.d. allt það
sem lýtur að hinum
sanna karlmanni eða
hinni sönnu móður, eru
engum til góðs þegar
grannt er að gáð.
Samkynhneigðir
þurfa líka að varast það í
réttindabaráttu sinni að
ánetjast ekki gagnkyn-
hneigðu gildismati í
blindni. Hamingja hverrar
manneskju snýst um það að
fá að ráða lífi sínu eins og
hún telur best, svo lengi sem hún treður ekki
á öðrum og særir aðra. Svo ég taki dæmi:
Sú barátta sem ég hef tekið þátt í síðustu ár
hefur snúist um það að jafna fjölskyldurétt
og skapa fjölskylduvernd án tillits til kyn-
hneigðar. Sami réttur til allra er vissulega
verðugt viðfangsefni. En ef þessi nýfengni