Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2007, Page 41

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2007, Page 41
LONDON I Heimsborgin á bökkum Thames, London, er suðupottur ólíkra viðhorfa og spannar allt litróf mannlífsins. En London er ekki bara heimsborg. Hún er líka samsafn ólíkra bæjarfélaga eða hverfa sem hvert hefur sinn sérstaka svip, mannlíf og hefðir. Elst er City, hin upphaflega London þar sem ferðamaður kemst næst því að finna hina aldagömlu London. Vestur af City er West End með Covent Garden og Soho og enn vestar er Westminster, stjórnarhjarta hins gamla heims- veldis. Annað vinsælt borgarhverfi er Notting Hill þar sem er gaman að bregða sér á markaðinn á Portobello Road. BERLÍN I Berlín er aftur orðin sú gamla, góða, djarflega og kraftmikla Berlín sem virkaði eins og segull á þá sem vildu fara ótroðnar slóðir í Evrópu fyrir átta áratugum. Borgin ólgar af sköpunarkrafti og heitum tilfinningum og það er margt að sjá og upplifa. Í Mið-Berlín, „Mitte”, er hið sögufræga Brandenborgar- hlið og Safnaeyjan svonefnda þar sem eru frábær listasöfn. Annar sögufrægur staður í Berlín er „East Side Gallery” og safnið, sem er kennt við „Checkpoint Charly” geymir muni sem tengjast flóttatilraunum á milli Austur- og Vestur-Berlínar. NEW YORK I Skýjakljúfarnir á Manhattan eru ekki aðeins tákn New York, tákn nútímans og tákn fyrir mesta viðskiptaveldi mannkynssögunnar. Skýjakljúfarnir eru einnig táknmynd þess FJÓRAR BORGARPERLUR Nánari upplýsingar um framangreindar borgir er að sjálfsögðu að fá á heimasíðu Icelandair, www.icelandair.is, í ferðabæklingum Icelandair og á ferðaþjónustuvefsíðum sem tengjast þessum fjölsóttu og vinsælu ferðamannaborgum. kröftuga mannlífs og menningar, gróskunnar og hins litríka og frjálslynda mannlífs sem hvarvetna blasir við augum í New York. Upplifun ferðamanns, sem kemur til New York í fyrsta skipti, verður ekki lýst með orðum. Jafnvel þó menn geri ekki annað en að skoða mannlíf og merkisstaði á Manhattan eru hughrifin svo sterk, hlaðin andstæðum og fjölbreytileika, að nokkrir dagar verða upplifun sem fylgir fólki til æviloka. HELSINKI I Helsinki er heillandi borg fyrir þá sem hafa unun af fallegri hönnun og arkítektúr á heimsmælikvarða. Hún hefur á sér bæði norrænt og rússneskt yfirbragð, þegar horft er til byggingarlistar, þar sem má sjá margar stórkostlegar byggingar, sumar eins og fluttar beint inn frá gamla rússneska keisaradæminu og aðrar með skandínavísku yfirbragði sem gætu þess vegna verið í Stokkhólmi. Í Helsinki eru fjölmargir áhugaverðir staðir, byggingar og söfn, og prýðisgóðir veitingastaðir og skemmtistaðir. Enginn getur látið sér leiðast í Helsinki.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.