Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2007, Qupperneq 54

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2007, Qupperneq 54
H i n s e G i n H r e y F i n G a r Á í s L a n D i samtökin ´78 – félag lesbía og homma á Íslandi www.samtokin78.is – skrifstofa@samtokin78.is Samtökin ́78 eru elstu og stærstu samtök samkynhneigðra hér á landi og voru stofnuð í maí 1978. Markmið félagsins eru tvíþætt: Að vinna að baráttu- og hagsmunamálum lesbía og homma í því skyni að vinna þeim jafnrétti á við aðra á öllum sviðum þjóðlífsins, og að skapa félagslegan og menningarlegan vettvang til þess að styrkja sjálfsvitund þeirra, samkennd og samstöðu um sérkenni sín. Mikill hluti af starfi félagsins snýst um réttindabaráttu á opinberum vettvangi og þar hafa unnist miklir sigrar, nú síðast í júní 2006. Þá náðust fram mikilvægar lagabætur sem eyða fyrri takmörkunum á lögum um staðfesta samvist og lúta að ættleiðing- um og tæknifrjóvgunum. Einnig öðluðust samkynhneigð pör um leið rétt til að láta skrá óvígða sambúð sína á Hagstofu. Í miðstöð félagsins á Laugavegi 3 starfar fólk að fræðslu og félagsráðgjöf og veitir aðstoð og ráðgjöf um samkynhneigð málefni. Þar er einnig að finna almenningsbókasafn, eitt stærsta sinnar tegundar í Norður- Evrópu sem eingöngu safnar hinsegin efni, bókum, tímaritum og kvikmyndum. kMk – Konur me› konum / www.kmk.is – kmk@kmk.is Konur með konum, KMK, varð til sem grasrótarhreyfing lesbía fyrir rúmum áratug og hefur starfað síðan með nokkrum hléum. Vorið 2000 var starfið endurvakið en tilgangur hreyfingarinnar er ekki síst að efla sýnileika lesbía, styrkja samstöðu þeirra, gefa þeim tækifæri til að skemmta sér á eigin forsendum og kynnast öðrum í hópnum. Stúlkurnar í KMK stunda íþróttir, einkum blak, af kappi og hafa keppt á ýmsum alþjóðlegum leikum. Þá halda þær sumar- hátíðir og bregða sér sér í útilegur og veiðiferðir þegar vel viðrar. Á vefsíðu KMK er að finna líflega umræðu sem átt hefur drjúgan þátt í að efla styrk hreyfingarinnar. MsC ísland / www.msc.is – msc@msc.is MSC Ísland var stofnað árið 1985. Klúbburinn hefur sínar klæða- reglur, leður, gúmmí-, einkennis- og gallaföt, og ástæðan er einfaldlega sú að félagarnir vilja hafa karlmenn karlmannlega klædda og þá heldur ýkt í þá áttina en hina. MSC Ísland hefur ferðamennsku og fyrirgreiðslu við erlenda ferðamenn beinlínis á stefnuskrá sinni og félagið var ekki síst stofnað til þess að Íslendingar gætu orðið formlegur aðili að Evrópusamtökum slíkra klúbba, ECMC. Þau samtök hafa verið ein virkustu alþjóðasamtök samkynhneigðra um áratugi og lagt mikið af mörkum til barátt- unnar fyrir stolti, sýnileika og samábyrgð. Trans-ísland, félag transgender fólks á íslandi http://groups.google.com/group/trans-is-frettabref / trans-is-frettabref@googlegroups.com Transgender fólk er hinsegin að því leyti, að það breytir kynhlut- verki sínu meira eða minna, og skiptir jafnvel alveg um kynhlutverk, tímabundið eða varanlega. Transgender fólk getur verið gagnkyn- hneigt, samkynhneigt og allt þar á milli. Trans-Ísland var stofnað 15. febrúar 2007. Félagið hefur að markmiði sínu að skapa trans- gender fólki og fjölskyldum þeirra menningarlegan vettvang og styrkja þannig sjálfsvitund þeirra, vinna að laga- og réttarbótum, auka fræðslu til fagfólks og eiga samstarf við sambærileg samtök, hópa og áhugafólk hérlendis og erlendis. Fyrsta miðvikudag hvers mánaðar, stendur Trans-Ísland fyrir fundum í húsnæði Samtakanna ’78 og eru nýir félagar velkomnir. Félagið er aðili að Samtökunum ’78, Hinsegin dögum í Reykjavík og Transgender Europe, Network and Council. Fss – Félag STK stúdenta / www.gay.hi.is – gay@hi.is Félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta, FSS, var stofn- að í janúar 1999 af einum 20 stúdentum við Háskóla Íslands. Brátt var hópurinn orðinn um 150 manns og hefur félagið haldið uppi blómlegu félagsstarfi síðan. Markmið félagsins er að vera sýnilegt afl innan háskólasamfélagsins á Íslandi og í forsvari þar þegar málefni samkynhneigðra ber á góma. Allir nýnemar við Háskóla Íslands fá sendan kynningarbækling á hausti um félagið og starf þess. Félagið tekur virkan þátt í samtökum ungs samkynhneigðs og tvíkynhneigðs fólks í Evrópu, AFFS. Draggkeppni íslands / dragkeppni@visir.is Draggkeppni Íslands er fyrirtæki sem stendur árlega að dragg- keppni í Reykjavík, venjulega í vikunni fyrir Hinsegin daga. Keppni ársins verður haldin miðvikudaginn 8. ágúst nk. og þar eru tveir titlar í boði, Draggdrottning og Draggkóngur Íslands, en þetta er í þriðja skiptið sem kóngar eiga þess kost að keppa til sigurs í keppninni. Slíkt fyrirkomulag er fátítt í heiminum, að bæði kynin eigi þess kost að keppa saman í einu. Skráning í keppnina er á draggkeppni@visir.is eða í síma 696 3892. Thanks to the queer community The gay comunity in Iceland has joined forces to celebrate Gay Pride 2007 with festivities in Reykjavík on the second weekend in August. We would like to thank five organizations and activ- ity groups: the Icelandic Organization of Lesbians and Gay Men Samtökin ’78, LGBT University Student Union FSS, the women’s group Women with Women KMK, the transgender association Trans-Iceland, and the leather club MSC Iceland. Útgefandi Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride Laugavegi 3 – 101 Reykjavík www,gaypride.is Ábyrg›arma›ur Heimir Már Pétursson Hönnun Tómas Hjálmarsson Merki Hinsegin daga Kristinn Gunnarsson Ritstjórnarvinna Baldvin Kári Sveinbjörnsson, Heimir Már Pétursson og Þorvaldur Kristinsson Augl‡singar Heimir Már Pétursson, Þorvaldur Kristinsson Ljósmyndir Geir Ragnarsson, Kolbrún Ósk og fleiri Prentun Ísafoldarprentsmi›ja hf Stjórn og samstarfsnefnd um Hinsegin daga í Reykjavík Þau eru fjölmörg sem leggja hönd á plóg til að gera hátíð Hinsegin daga að veruleika á hverju ári. Sum sýna þó meira úthald en önnur við undirbúninginn og vinna hörðum höndum í samstarfsnefnd árið um kring áður en kemur að gleðigöngunni og útitónleikunum. Þau sem hafa komið að vinnu samstarfsnefndar síðastliðið ár með margvíslegu undirbúningsstarfi, fundarhöldum og skipulagningu eru: Anna Jonna Ármannsdóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Baldvin Kári Sveinbjörnsson, Birna Hrönn Björnsdóttir, Erlingur Óttar Thoroddsen, Fríða Agnarsdóttir, Guðjón R. Jónasson, Heimir Már Pétursson, Hrafnkell Tjörvi Stefánsson, Katrín Jónsdóttir, Kristín Sævarsdóttir, Matthías Matthíasson, Ragnar Ólason, Svavar G. Jónsson, Tómas Hjálmarsson, Þorvaldur Kristinsson og Þórarinn Þór.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.