Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Side 3

Bæjarins besta - 02.11.2006, Side 3
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 3 Aflaverðmæti eykst minna á Vestfjörðum Aflaverðmæti jókst umtalsvert á milli ára, ef miðað er við fyrstu sjö mánuðina árin 2005 og 2006, á flestum landsvæðum á Íslandi, en þó nokkuð minna á Vestfjörðum en annars staðar. Á landsvísu var aukning aflaverðmætis á milli ára 9%. Á Vestfjörð- um er aukning aflaverðmætis aðeins 3%, og er hún einungis minni á Suðurlandi, af öllum landsvæðum, eða 0,2%. Heildarverðmæti landaðs afla á Vestfjörðum fyrstu sjö mánuðina í ár var 2.364 milljónir, á miðað við 2.279 milljónir á sama tímabili í fyrra. Telst þetta vera 5,1% heildaraflaverðmætis. Ísafjarðarhöfn á sýn- ingu fyrir skemmti- ferðaskip á Ítalíu Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar, tók á dögunum þátt í sýningu fyrir skemmtiferðaskip sem haldin var í Napólí á Ítalíu. „Faxaflóahafnir, Ísafjarðarhöfn og Akureyrarhöfn ákváðu að vera með sameiginlegan bás á þess- ari sýningu og freista þess að kynna hafnirnar fyrir útgerðar- mönnum á Miðjarðarhafssvæðinu. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskar hafnir fara á þessar slóðir og vakti íslenski básinn því nokkra athygli og í ljós kom greinilegur áhugi á að sigla á norðurslóðir. Costa og Silversea útgerðarfélögin hafa haft viðkomu á Íslandi áður og munu halda því áfram og sennilega auka við viðkomustaðina“, segir í frétt á vef Ísafjarðarbæjar. Á meðan á sýningunni stóð var tilkynnt um smíði á fimm nýjum skemmtiferðaskipum. Vakti það athygli var að tvö þeirra eru rúma 500 farþega sem þykir mjög lítið miðað við risana sem nú er verið að byggja. „Það mun sérstaklega koma sér vel fyrir okkur ef aukning verður á þessum minni skipum sem sigla á norðurslóðir þar sem hafnaraðstaðan á Ísafirði er mjög takmörkuð þar sem við höfum miðað við 55.000 tonna skip með mestu lengd 225 metra sem er 35 metra lengra en viðlegukanturinn,“ segir á vef Ísafjarðarbæjar. Hafnir Ísafjarðarbæjar hafa tekið þátt í ráðstefnum á Miami í Florida á hverju ári og einnig í Hamborg annað hvert ár, en eins og áður segir þá er þetta í fyrsta sinn sem haldið er til Ítalíu til að reyna að koma á tengslum við útgerðir skemmtiferðaskipa. Það mun hafa verið í kringum 1998 sem Hermann Skúlason heitinn fyrrverandi hafnarstjóri fór í sína fyrstu ferð til Miami til að kynna Ísafjarðarhöfn fyrir eigendum skemmtiferðaskipa og má segja að það sé að skila sér vel í dag, en eins og sjá má á samantekt áranna 2003 til 2007 er þjónusta og móttaka á skemmtiferða skipum mesta aukning á starfsemi Ísafjarðarhafn- ar síðustu ár. Árið 2003 komu tíu skip og 2.242 farþegar, árið 2004 17 komu 17 skip og 5.800, 2005 komu 18 skip og 7.845, í ár komu 22 skip og 14.108 og á næsta ári eru bókuð 28 skip sem rúma 18.871 farþega. – annska@bb.is Eykst fólksfækkun á Vest- fjörðum eða hægir á henni? Frá árinu 1991 til ársins 2005 fækkaði Vestfirðing- um um 2.194 eða að meðal- tali um 157 á ári. Mest var fækkunin á tíunda áratugn- um, en frá 1991 til 2001 fækkaði Vestfirðingum um 1.728 manns, eða um 172,8 að meðaltali á ári. Frá 2001 til 2005 fækkaði Vestfirð- ingum um 466 manns, eða um 116,5 manns að meðal- tali á ári, og virðist því hafa hægt nokkuð á fækkuninni. Eins og sagt hefur verið frá voru Vestfirðingar 7.405 þann 1. október sl., miðað við bráðabirgðatölur Hagstofu Ís- lands, og hafði þá fækkað all verulega á þremur mánuðum, en samkvæmt tölum um mið- ársmannfjölda voru Vestfirð- ingar 7.518 þann 1. júlí sl. Þarna fækkar Vestfirðing- um alls um 113 manns á einum ársfjórðungi, og ljóst að ef þróunin yfir árið verður eitt- hvað svipuð hefur fólks- fækkun aukist mjög, og yrði fækkunin á ársgrundvelli því 452 manns ef hún héldi áfram með þessu móti. Þó ber eðlilega að líta til þess að hér er um bráðabirgða- tölur að ræða, auk þess sem auðveldlega má ímynda sér að fólk flytji frekar á ákveð- num árstímum en öðrum, til dæmis að sumri eða hausti. ATVINNA Sundhöllin við Austurveg á Ísafirði óskar eftir konu í fullt starf. Um tíma- bundna ráðningu er að ræða með möguleika á framtíðar ráðningu. Vinnu- tími er samkvæmt vaktaskipulagi. Skilyrði eru að umsækjendur séu vel á sig komnir líkamlega, standist sund- próf, hafi ríka þjónustulund og eigi gott með að vinna með fólki. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 456 3200. Smábátasjómenn mótmæla breytingum á slægingarstuðlum Gunnlaugur Finnbogason, formaður Eldingar, félags smábátaeigenda á norðan- verðum Vestfjörðum, sagði á aðalfundi Landssambands smábátasjómanna, að fyrir- huguð breyting á slægingar- stuðlum væri í raun kvóta- skerðing. Beindi Gunnlaugur þeirri fyrirspurn til sjávarút- vegsráðherra hvort hann væri tilbúinn til að fara gegn LÍÚ í þessu máli eða hvort hann ætl- aði að skerða smábátana. „Verður það hans síðasta verk fyrir kosningar“, er haft eftir Gunnlaugi á fréttavefnum skip.is. Kristján Andri Guð- jónsson, smábátasjómaður á Ísafirði, tók undir orð Gunn- laugs. Fyrirhugað er að breyta slægingarstuðlum þann 1. mars á næsta ári. Breytingin mun meðal annars tilkomin vegna beiðni Samtaka fisk- vinnslustöðva þess efnis að öll vigtun á afla til kvóta verði miðuð við slægðan fisk. Sagði sjávarútvegsráðherra í svari sínu að vandað hefði verið til vinnu vegna breytinga á vigtarreglugerðinni og að hann hefði ekki heyrt að menn væru óánægðir. „Ég hef heyrt þessi rök og hef skilning á að slægingarstuðullinn breytist í einu vetfangi úr 16% í 12%. Ég mun hugsa málið og vonandi kemst ég að skynsamlegri niðurstöðu“, sagði ráðherra. „Tek þátt í að vinna að öflugum velferðarlista“ Bryndís Friðgeirsdóttir er ein af þeim sem bauð sig fram í 1.-4. sæti Samfylkingarinnar í Norðvestur kjördæmi en hafði ekki árangur sem erfiði. Það er óhætt að segja að betur hefði mátt ganga hjá bæði konum sem og rótgrónum Vestfirðinum. Einungis ein kona er í fjórum efstu sætun- um, en það er Anna Kristín Gunnardóttir en hún fellur niður um eitt sæti. Bryndís segist ekki sýta það hvernig fór og segir hún komandi kosningar leggjast mjög vel í sig. „Þetta er öflugur listi, Guðbjartur er vel að fyrsta sætinu kominn. Ég held að allir sem tóku þátt í prófkjör- inu séu sáttir og styðji þennan góða lista sem við teflum fram. Ég er allavega ekkert hætt í pólitík og ég tek þátt í því að vinna að öflugum vel- ferðarlista.“ Aðspurð um hlut kvenna hafði Bryndís þetta að segja. „Auðvitað er það leiðinlegt þingmaður fellur um sæti og sérstaklega ef það er til þess að rýra hlut kvenna enn frekar. Þessi eina kona er Anna Krist- ín Gunnarsdóttir sem nú má eiga það á hættu að detta út af þingi. Það sem mér þótti einna flottast við þetta prófkjör er góð þátttaka á Vestfjörðum,“ segir Bryndís. 44.PM5 5.4.2017, 13:033

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.