Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Síða 8

Bæjarins besta - 02.11.2006, Síða 8
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 20068 STAKKUR SKRIFAR Þingkonu hafnað í prófkjöri Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefn- um hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. „Nú þarf að þora að vera framsóknarmaður“ Bolvíkingurinn Kristinn H. Gunnarsson býður sig fram til fyrsta sætis í prófkjöri Framsókn- arflokksins í Norðvesturkjördæmi. Krist- inn ætti að vera öllum Vestfirðingum vel kunnur, enda hefur hann verið leng- ur en tvævetur í stjórnmálum, og hefur setið á þingi bæði fyrir Alþýðubanda- lagið, heitið, og síðar Framsóknarflokk- inn, auk þess sem hann var bæjarfulltrúi í Bolungarvík um langt árabil. Kristinn sat í öðru sæti listans í síðustu kosningum, en hefur eins og áður segir í hyggju að komast í fyrsta sætið, en þar situr fyrir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, sem hyggur ekki á brottför. Prófkjörið verður haldið með póstkosningu og stendur hún yfir frá 3.-17. nóvember nk. Greinir á við forystu flokksins en er sammála þorra framsóknarmanna – Þú ætlar að reyna að kom- ast upp um eitt sæti? „Já, ég ætla að reyna að komast upp um eitt sæti, upp um eina deild. Ég hef sett stefnuna á fyrsta sætið og er svo sem alveg bærilega von- góður um að það náist. Síðast fékk ég flest atkvæði í fyrsta sæti og hefði hreppt það ef sömu reglur hefðu gilt þá og gilda nú. En þá giltu aðrar reglur og vegna þess að ég fékk ekki hreinan meirihluta var kosið aftur.“ – Í það skiptið var kosið á kjördæmisþingi, ekki satt? „Jú, það var svo. Það er tvennt sem er ólíkt, þetta er venjulegt prófkjör núna þar sem allir félagsmenn geta tek- ið þátt og það gilda þessar venjulegu reglur um röðun í sæti. Þetta verður póstkosn- ing, menn fá kjörseðil einfald- lega sendan í pósti og senda hann til baka.“ – Nú hefurðu orð á þér fyrir að vera utangarðsmaður í Framsóknarflokknum, telurðu að það muni verða þér fjötur um fót í prófkjörinu? Kristinn hlær þegar blaða- maður kallar hann utangarðs- mann, og segir svo: „Það kann að vera auðvitað að einhverjir setji það fyrir sig. Vissulega hefur það gerst á kjörtímabil- inu, eins og landsfrægt er orð- ið, að ýta mér til hliðar fyrir að fylgja ekki þeirri línu sem æðsta forystan ákvarðaði. En ég held að það muni ekki bíta, vegna þess að ég hef alltaf fylgt ákvæðum stjórnarsátt- málans og samþykktum flokks- þings. Ég hef fylgt þeim mál- um sem flokkurinn hefur skuldbundið sig til að styðja, burtséð frá minni afstöðu til einstakra mála. Þar sem mér hefur greint á við forystu flokks- ins hefur verið í málum þar sem þorri framsóknarmanna var mér sammála, eins og í fjölmiðlamálinu eða Íraks- málinu, eða um sölu Símans, þar sem ég vildi ekki að dreifi- kerfið yrði selt. Fleiri mál má nefna, til dæmis málefni Rík- isútvarpsins, ég hef ekki viljað standa að því að breyta RÚV í hlutafélag. Við gengum til síðustu kosninga með þá stefnu að RÚV yrði ekki hluta- félag heldur sjálfseignastofn- un. Mér finnst við eigum að standa við þá stefnu til enda. Ágreiningurinn hefur kryst- allast í því að flokkurinn hefur tekið afstöðu sem ekki féll kjósendum hans vel í geð, og við sjáum hvernig staðan er. Það er engin tilviljun að staða flokksins hefur verið mjög erf- ið síðustu tvö ár, fylgi hans allt þetta ár er aðeins um helm- ingur af því sem hann fékk í síðustu kosningum. Það eru auðvitað mjög skýr skilaboð frá kjósendum til þeirra sem hafa leitt flokkinn. Nú þurfum við að taka mark á þessu og bregðast við til þess að ná góðum úrslitum úr kosning- unum. Við þurfum að þora að standa við þá stefnu sem við teljum skynsamlega, eins og í atvinnuuppbyggingu, en flokk- urinn hefur staðið að mikilli atvinnuuppbyggingu síðast- liðinn áratug. Kaupmáttur launa hefur hækkað meira en dæmi eru um hér á landi fyrr, og ég þekki ekki til þess er- lendis að jafn miklar kjarabæt- ur hafi átt sér stað á jafn skömmum tíma og hér á landi. Við eigum að þora að standa á þessari atvinnustefnu og þess- ari stefnu flokksins, jafnvel þó það sé stóriðja, sé hún inn- an skynsamlegra marka. En við eigum líka að þora að við- urkenna að menn hafi gert mistök. Menn gerðu mistök þegar þeir samþykktu að nafn Íslands færi á lista hinna stað- föstu þjóða í Íraksstríðinu, það voru mistök að fara fram með fjölmiðlalögin. Menn verða bara að viðurkenna það, og gera það upp gagnvart sjálfum sér og kjósendum. Við eigum líka að viður- kenna að þessi kaupmáttar- aukning, og þessi mikla mark- aðsvæðing sem verið hefur í gangi, sem er trúlega í megin- atriðum rétt stefna, hefur haft í för með sér vaxandi mis- skiptingu. Lífskjör hafa orðið ójafnari en áður. Það má segja að lífskjör hafi batnað hjá öll- um en það er hin hefðbundna framsóknarstefna að bæta lífs- kjör þeirra sem eru lakast settir að minnsta kosti jafn mikið, og helst betur. Það hefur ekki gengið eftir. Við eigum að viðurkenna það og leggja áherslu á okkar gömlu stefnu í þeim efnum. Nú eigum við Sigurvon fagnar 5 ára afmælinu Krabbameinsfélagið Sigurvon á norðanverðum Vestfjörðum er orðið fimm ára og af því tilefni verður haldinn afmælisfundur á Hótel Ísafirði kl. 14 á laugardag. Gestafyrirlesarar verða læknarnir Sigurður Björns- son, formaður stjórnar Krabbameinsfélags Íslands og Guðrún Agnars- dóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Boðið verður upp á tónlist- aratriði og kaffiveitingar verða í boði Sparisjóðs Vestfirðinga. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir. Vilja byggja fjölbýlishús Ágúst og Flosi ehf. á Ísafirði hafa sótt um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi á lóðinni við Sindragötu 4 á Ísafirði. Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar tók erindið fyrir á dög- unum, og bókaði nefndin að hún tæki jákvætt í erindið en benti sömuleiðis á að samkvæmt deiliskipulagi lóð- arinnar sé gert ráð fyrir bílageymslum við fyrirhugað hús. Þá lagði nefndin til að farið yrði í grenndarkynningu. Þau færa Sjálfstæðisflokknum nýtt yfirbragð. Að sönnu voru ekki allir ánægðir. En hver verður ánægður þegar hann nær ekki marki sínu? Enginn. Þess vegna vöktu hófstillt viðbrögð Brigis Ármannssonar athygli. Ekki eitt einasta neikvætt orð heyrðist frá honum. Nokkur spenna var samfara fyrsta prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar til Alþingis. Fyrsti þingmaður hafði ákveðið að hverfa af Alþingi. Anna Kristín Gunnarsdóttir hefur virst hinn prúðasti þingmaður og ekki hefur heyrst gagnrýni á störf hennar. Dreifing atkvæða reyndis mikil að vonum. Guðbjartur Hannesson var valinn til að leiða listann og séra Karl Valgarður Matthíasson í öðru sæti, þá Anna Kristín og í því fjórða Sigurður Pétursson. Samfylkingin hefur álasað Sjálfstæðisflokki að hafa ekki kynja- jafnrétti á framboðslistum. Komið er í ljós að sitthvað er að vera í stórum stjónmálaflokki eða litlum. Kjósendur eiga valið og þeir velja hver um sig sína menn til setu á listum. Séra Karl átti nokkuð óvænta endurkomu, en hann hefur verið prestur víða í hinu nýja kjördæmi, þótt nú búi hann í Reykjavík. Merkja mátti af orðum formanns Samfylkingar að henni hefði brugðið við niðurstöðu prófkjörs, vegna útkomu Önnu Kristínar. Skýring er ekki augljós. Fyrrverandi Bolvíkingur frá Póllandi, Grazyna María Okuni- ewska er kominn langleiðina inn á Alþingi Íslendinga. Það eru tíðindi. Um liðna helgi fór fram prófkjör í höfuðborginni og í Norðvesturkjördæmi. Hið fyrrnefnda var leið Sjálfstæðisflokks til þess að velja á lista í kjördæmum Reykjavíkur. Hið síðarnefnda var háttur Samfylkingar til þess að stilla upp framboðslista í fyrrverandi þremur kjördæmum, sem eins og nafnið bendir til runnu í eitt landmesta kjördæmi alls Íslands. Niðurstöðu í Reykjavík hafði verið beðið með eftirvæntingu. Dómsmálarráðherra náði ekki markmiði sínu, öðru sæti á listanum. Að öðru leyti mega sjálfstæðismenn frekar vel við una. Listinn hefur mikla breidd. Samfylkingin hafnaði í reynd einu þingkon- unni í kjördæminu, sem hlaut þriðja sætið. Það vakti mikla eftirtekt hve margir höfðu horn í síðu Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra, sem sýnt hefur af sér mikinn dugnað og litið lengra fram á veginn en flestir aðrir stjórnmálamenn, ekki síst í tengslum við brottför varnarliðsins og viðbrögð varðandi björgunar- og eftirlitsstörf. Einkum voru það utanflokksmenn sem sáu sér hag í að nýta sér tækifærið og hömuðust við að gera lítið úr Birni. Það var óverðskuldað. Fleiri munu hugs- anlega hafa nýtt færið í prófkjörsbaráttunni. Björn vann varnarsigur, hélt sæti sínu frá síðasta prófkjöri, þótt 2 aðrir vildu annað sætið. Guðfinna Bjarnadóttir náði afar góðum árangri, 4. sæti og hið sama verður sagt um Illuga Gunnarsson, sem þar kom á eftir. Hún er ný á vettvangi stjórnmálanna, en hann hafði verið aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar og sýnt skýra og glögga hugsun í pólitík. 44.PM5 5.4.2017, 13:038

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.