Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 40
39ÞORPIÐ Í VIÐEY úr húseign fjölskyldunnar í Viðey tilheyri henni ennþá.67 Algengara var þó að fjölskyldur hafi orðið viðskila við stærstan hluta þess efniviðar sem þær áttu í eyjunni á næstu árum eða áratugum eftir að Þorpið fór í eyði. Þegar þeir þorpsbúar sem rætt var við voru spurðir um hús, húsgögn og gripi sem þau ættu enn frá þeim tíma sem Þorpið var við lýði kom í ljós að flestir áttu fáa slíka gripi. Flest af því sem efnislega hafði myndað Þorpið hafði skipt um eigendur eða horfið úr lífi fólksins á annan hátt. Gripirnir sem fundust í Viðey eru því leifar af efnisveruleika sem hefur dreifst víða og erfitt er að henda reiður á. Stefnt er að því að sýna íbúum Þorpsins gripaflóruna sem var grafin upp í bakgörðum húsanna á næstu misserum. Eitt af því sem gerir fornleifafræði nýliðinnar tíðar spennandi er einmitt möguleikinn á því að tengja fólk við fortíð sína á áþreifanlegan hátt með því að grafa upp gripi úr fortíð þess. Slíkir gripir geta kallað fram minningar sem voru gleymdar eða djúpt grafnar. Slíkir endurfundir fólks og gripa snúast ekki um að endurgera fortíðina eða um endurupplifun á liðnum tíma heldur um það að koma minningum fólks í orð og glæða gripi aukinni merkingu.68 Þorpið og vitnisburður þess um áhrif kapítalisma og nýlendustefnu á Íslandi Í raun væri hægt að skoða fjölmarga hliðar Þorpsins í ljósi þróunar kapítalisma á Íslandi, s.s. skipulag og aðstæður vinnuaflsins, samskipti verkamanna og yfirboðara, upphaf, skipulagningu og fjármögnun fyrirtækja o.s.frv. Hér verður hins vegar einblínt á gripaflóruna sem var grafin upp í bakgörðum húsa Þorpsins og það sem hún getur sagt okkur. Eitt af því sem vekur athygli þegar gripasafnið er skoðað er sú staðreynd að næstum því allir þeir gripir sem fundust voru innfluttir. Þetta þarf reyndar ekki að koma sérstaklega á óvart þar sem innlend framleiðsla var takmörkuð og innflutningur umtalsverður á tímabilinu en engu að síður er ljóst að samfélagið í Þorpinu var háð innflutningi. Viðtöl við heimildamenn bentu reyndar til að dregið hafi úr neyslu erlendra vara á síðasta skeiði Þorpsins en engin merki um slíkt var hægt að sjá af gripaflórunni sem fannst í yngstu lögunum við uppgröft þótt ekki hafi verið hægt að tímasetja þau nákvæmlega. Áhugavert væri að skoða hvernig breytt neyslumynstur Íslendinga á seinni hluta 19. aldar og fram á þá 20. birtist í þeirri efnismenningu sem finna má í öskuhaugum í Viðey. Til þess þyrfti þó að rannsaka fleiri staði frá sama skeiði og kanna til hlítar þann efnivið sem grafinn hefur verið upp á síðustu árum 67 Ragnheiður Bergþórsdóttir, viðtal 8. febrúar 2011. 68 Á þennan hátt getur fornleifafræðin staðið mun nær minni heldur en hefðbundinni sagnfræði. Tals- vert hefur verið ritað um samband fornleifafræði, sagnfræði og minnis á undanförnum áratugum. Sjá t.d. Olivier, Laurent. 2011 og Olsen, Bjørnar. 2010.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.