Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Side 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Side 69
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS68 eyjum, Snóks dalskirkju í Dala sýslu, Hólskirkju í Bolungarvík og Reyni- staðarkirkju í Skaga firði.13 Viðeyjar kirkja mun fyrst hafa verið innréttuð á þennan hátt (1774) og Landa kirkja nokkrum árum síðar (1778). Hefur hér verið farið eftir fyrir myndum frá dönskum hallar kirkjum frá miðbiki 18. aldar.14 Helstu rök mín gegn því að skýringuna á lögun Skarðs-stólsins sé hér að finna byggjast á aldri hans. Hann kom, eins og framar segir, í kirkjuna um miðja 17. öld og er því rúmri öld of gamall til að fylgt hafi verið sömu guð fræðistefnu eða -tísku og kemur fram í staðsetningu predikun ar stólanna í hinum kirkjunum sem nefndar voru. Þeir stólar sem settir voru á altari síðar mótast heldur ekki af þeirri staðsetningu sinni þannig að þeir líkist stólnum í Skarðskirkju og eru þeir vissulega ólíkri hver öðrum að lögun. Stóllinn í Hólskirkju er kassalaga með flata framhlið og minnir að því leyti á stólana tvo sem hér eru til umræðu.15 Stóllinn í Landakirkju er íburðarmestur og ber ásamt stólnum í Viðey helst merki um að vera hluti af altarisumgjörðinni. Á hinum fyrrnefnda hangir nú innrammað málverk (altaristafla) frá því skömmu fyrir 1850 sem mun að einhverju leyti vera eftirmynd eldra málverks úr kirkjunni.16 Framhliðar hinna stólanna eru strendar líkt og gerist með marga aðra gamla predikunarstóla sem staðsettir eru annars staðar í kirkju t.d. í kórþili sunnanverðu.17 Enginn þessara stóla er búinn vængjum eða myndar triptyk eins og Skarðs-stóllinn. Þá er þess að geta að við lauslega könnun á úttektum kirkjunnar verður þess hvergi vart að stóllinn hafi verið staðsettur á altarinu. Hér verður því litið svo á að form hans verði að skýra með öðrum hætti en að honum hafi verið ætlað að standa á altarinu. Því er ljóst að frekari rannsókna er þörf en fram kemur í Kirkjum Íslands. 13 Þóra Kristjánsdóttir 2000, bls. 209. Þóra Kristjánsdóttir 2004, bls. 266. Í Kirkjum Íslands er þessi staðsetning annars vegar rakin til hreintrúarstefnunnar, þ.e. púrítanismans (Sjá Þór Magnússon 2002, bls 36, 37 (texti við mynd 28)) en hins vegar sagt að um „leifar frá tímum rétttrúnaðarstefnunnar á síðari hluta 18. aldar“ sé að ræða (Þór Magnússon 2010, bls. 207). Réttara væri að í þessu megi greina áhrif heittrúarstefnunnar (píetismans) hér á landi. (Hjalti Hugason 1988, bls. 127–128.) Þá er ofmælt að „alsiða“ hafi verið á 17. og 18. öld að predikunarstólar væru yfir altari. (Sjá Þór Magnússon 2002, bls 36, 37 (texti við mynd 28)). Nær sanni væri að töluverð brögð hafi verið að því í hinum lútherska heimi t. d. í Danmörku. Alsiða hefur þetta ekki verið nema í hinni reformertu (kalvínsku) kirkju. 14 Finsen o.a., 1978, bls. 83. Þorsteinn Gunnarsson 1997, bls. 140, 218. Þóra Kristjánsdóttir 2000, bls. 209. 15 Ekki hefur enn verið fjallað um Hólskirkju í Kirkjum Íslands. Mynd sjá t.d. slóðina https://www. flickr.com/photos/10515695@N04/5999196881/ (sótt 18. september 2014). 16 Guðmundur L. Hafsteinsson 2008, bls. 264. Gunnar Kristjánsson 2008, 268, 271 (mynd). Þorsteinn Gunnarsson 2012, bls. 159 (mynd), 163–164, 162 (mynd). Á stólnum í Reynistaðarkirkju hangir nú krossmark með róðu. Júlíana Gottskálksdóttir 2005, bls. 149–151. 17 Júlíana Gottskálksdóttir 2005, bls. 149–151. Þór Magnússon 2010, bls. 207.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.