Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 76
75TVEIR KOSTULEGIR PREDIKUNARSTÓLAR
en óneitanlega virðist framandi að hugsa sér prest tala til safnaðarins úr
predikunarstól handan kórsins og þá að baki eins ef ekki tveggja kórþilja, þ.e.
milli framkirkju og kórs og kórs og kapellu. Hafi ölturun verið tvö vaknar
spurning um hvort altarið í kapellunni hafi verið altarið sem nefnt er að
framan og Björn Grímsson er talinn hafa málað. Það er 97 sm breitt og hefði
því vel geta borið stólinn á breiddina en breidd hans með lista á neðri brún
er 74, 8 sm. Það er hins vegar aðeins 62, 5 sm djúpt og opnanlegt að ofan.
Stóllinn er aftur á móti um 51 sm djúpur með listum á neðri brún.45 Er rétt
að ætla að þessir tveir gripir hafi heyrt saman og þá þannig að stóllinn hafi að
mestu eða öllu leyti staðið aftur af altarinu.46 Altarið er mjög óbrotið að gerð
og allt málað og þurfti því ekki á altarisklæði að halda við það en samkvæmt
lýsingu Brynjólfs biskups átti Bræðratungukirkja slíkan altarisbúnað.47 Gæti
altarið því einmitt hafa verið ætlað fyrir kapellu en altarisklæðið þá verðir
notað á háaltarið í kórnum.
Af því sem hér hefur verið sagt skal dregin sú ályktun að upphaflega
hafi Bræðratungu-stóllinn verið á eða fremur aftur af altari sem staðsett
var í kapellu inn af kór kirkjunnar og hún þjónað sem einkabænhús Gísla
Hákonarsonar og fjölskyldu hans en algengt var erlendis að aðalsmenn
ættu sínar eigin kapellur eins og danskar hallarkirkjur eru gott dæmi um.
Í lútherskum sið varð predikunin hápunktur guðsþjónustunnar og „orðið“
þungamiðja trúariðkunarinnar hvort sem var í kirkju eða koti, þ.e. við
húslestur. Þessi samþætting altaris og predikunarstóls þar sem stóllinn hefur
vissulega borið borð Guðs (altarið) ofurliði hefur því vart þótt skaða í kapellu
Gísla lögmanns þótt óvenjuleg væri á sinni tíð. Kapellan hefur enda einkum
verið notuð fyrir predikunar- og bænaguðsþjónustur eða hugsanlega aðeins
verið til skrauts eftir brúðkaupið mikla sem nú verður senn vikið að. Síðar
hefur kapellan verið lögð af og stólnum á 18. öld verið komið fyrir sem
hinum eiginlega predikunarstóli kirkjunnar á hefðbundnum stað, þ.e. að
sunnanverðu í kórskilum og yfir honum og síðar til móts við hann verið
gluggi til að auðvelda prestum að lesa predikanir sínar. Þá er litið svo á að í
kirkjunni hafi alltaf verið annað háaltari í kór og á því vængjabrík og síðar
gluggi þar yfir eftir að altarið endaði við austurgafl eins og algengast er.
Standist þessi tilgáta er litið svo á að Bræðratungu-stóllinn sé sinnar eigin
tegundar (sui generis) og ekki þurfi að leita frekari fyrirmynda að gerð hans.
Formgerðin hefur þá annars vegar ráðist af plássleysi í kapellunni en hins
45 Kristján Eldjárn 1994, þáttur 50. Þór Magnússon 2002, bls. 35–36. Eigin mæling á stól, gömul.
46 Þór Magnússon 2002, bls. 36.
47 Kristján Eldjárn 1994, þáttur 50.