Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Síða 159
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS158
Í fyrsta lagi, eins og þegar hefur verið nefnt, var pólitískum og hugmynda-
fræðilegum markmiðum sjálfstæðis baráttunnar náð. Sjálfstæði frá Danmörku
er bara tæknileg útfærsla og afleiðing af þeirri miklu djúpstæðari og
mikilvægari breytingu að Íslendingar fóru að trúa því á 19. öld að þeir væru
sérstök þjóð og – sem kannski var mesta breytingin – af því að þeir gerðust
áskrifendur að þeirri kenningu að sérstakar þjóðir, einkum ef þær gátu talist
siðaðar, ættu að ráða sér sjálfar.24 Um aldamótin 1900 hafa fáir Íslendingar,
að minnsta kosti þeir sem á annað borð létu sig málið varða, efast um að þeir
tilheyrðu sérstakri þjóð en það tók lengri tíma að breiða út sannfæringu um
að við gætum ráðið okkur sjálf. Efanum um það hefur kannski aldrei alveg
verið eytt en hann hefur ekki verið áleitinn eða útbreiddur síðustu hálfa
öldina eða svo. Meðan efinn var uppi þá skipti máli að grandskoða allt og
hampa því sem þjóðlegt gat talist, en eftir að sjálfstæðið vandist, og, kannski
ekki síður, eftir að Íslendingar vöndust því að vera meðal þeirra landa þar sem
mest lífsgæði eru í heiminum, þá hefur slíkt hoss ekki sama tilgang.
Í öðru lagi þá er það ófrávíkjanleg regla að allt sem skipti kynslóð
foreldranna máli, virkar ekki bara fánýtt heldur beinlínis hallærislega þegar
ný kynslóð tekur við og sér ekki vandamálin sömu augum. Mannkynssagan
er full af þessu.
Í þriðja lagi þá er Ísland ekkert eyland í þessu efni; hugmyndir okkar
um þjóð, þjóðerni, þjóðmenningu og þjóðminjar eru allar innfluttar – sem
í sjálfu sér er áhugavert – og þó að samhengið sé víðara þá hæfir hér – úr
því að við erum að tala um þjóðminjar – að skoða stuttlega hvernig slíkar
hugmyndir hafa þróast innan fornleifafræði almennt.
Það er ekki augljóst hvernig hægt er að lesa þjóðerni – eða raunar nokkurn
skapaðan hlut – út úr hlutum sem hafa varðveist úr fortíðinni. Hlutirnir sjálfir
geta ekki talað og þeir hafa sjaldnast áletranir sem segja okkur neitt um þá. Hvað
þeir eru og hvað þeir merkja byggir því á túlkun og eitt af því sem fornleifa-
fræðingar byrjuðu snemma að gera var að skoða útbreiðslu hluta og setja sama-
sem merki milli útbreiðslunnar, svæðisins sem tilteknar gerðir hluta fundust á,
og þjóða. Þetta er rökrétt upp að vissu marki og þetta gerði fornleifafræðingum
á seinni hluta nítjándu aldar og á fyrri hluta þeirrar tuttugustu kleift að gæða
forn leif arnar lífi. Þetta byggði annars vegar á þeirri athugun að sumir gripir,
eða til teknar gerðir þeirra, hafa oft útbreiðslu sem kemur heim og saman
við að á því land svæði hafi búið ein þjóð – það á jafnt við um íslenska aska
eins og rómversk leirker – og hins vegar á þeirri hugmynd að þjóðerni sé
eitthvað raunverulegt, eitthvað sem er innbyggt í okkur, eitthvað sem liggur í
24 Gunnar Karlsson 2004, einkum bls. 180-93.