Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 171

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 171
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS170 þá tók Byggðasafnið við safngripum sem Muna- og minjanefnd bæjarins hafði haft á sínum snærum. Aðkoma Byggðasafnsins að Minjahúsinu breyttist og hvorki safnstjóra þess né Kristjáni var skemmt. Aldamótaárið 2000 var samkomulagið við Kristján framlengt og aftur árið 2001. Fyrra samkomulagið hljóðaði upp á styrk gegn því að hann hefði umsjón með Minjahúsinu13 en hið síðara upp á að hann fengi styrk og aðgangseyri að sýningunum í húsinu en að safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga tæki við umsjón hússins.14 Mönnum var orðið ljóst að um eiginlegt samstarf milli þessara safna yrði varla að ræða. Enn var þó reynt því árið 2002 gerði Sveitarfélagið Skagafjörður samning við Kristján um að hann fengi inni í Minjahúsinu til 2004 gegn því að hann annaðist gæslu á sýningum í húsinu. Safnstjóri Byggðasafnsins átti að hafa yfirumsjón með húsinu. Ákvæði um starfslok Kristjáns voru hin sömu og fyrr nema að nafn Sauðárkróksbæjar breyttist í Sveitarfélagið Skagafjörður. Kristján fékk aðgangseyri að sýningunum og 450 þús. kr. styrk að auki.15 Þegar þarna var komið sögu var staða Byggðasafnsins orðin verulega erfið gagnvart einkasafnaranum sem vildi halda sínu striki. Byggðasafnið setti upp og opnaði sýningar á úr-, tré- og járnsmíðaverkstæðum af Króknum árið 2002 og jók kvaðir á sýningagæslumanninn.16 Safngæslan gekk ágætlega en ljóst var að gefendur sem töldu sig vera að færa safninu á Sauðárkróki muni áttuðu sig ekki á að um einkasafn var að ræða, sem eðlilegt var. Hvorki almenningur né meiri hluti pólitískt kjörinna fulltrúa gerðu yfirhöfuð greinarmun á Minjasafni Kristjáns Runólfssonar og Byggðasafni Skagfirðinga. Í hugum flestra var Byggðasafnið gamli bærinn í Glaumbæ og það sem þar var til sýnis. Fólk áttaði sig almennt ekki á breyttum starfsháttum Byggðasafnsins fyrr en líða tók á fyrsta áratug 21. aldar. Þrátt fyrir að safnið hefði sett upp nokkrar sýningar með öðrum og fyrir aðra snemma á tíunda áratug 20. aldar og breytt starfsaðferðum sínum að flestu leyti. Árið 2004 var ljóst að breyta þurfti starfsháttum í Minjahúsinu m.a. vegna þess að Byggðasafnið þarfnaðist geymslurýmis og var horft á Minjahúsloftið í því skyni. Byggðasafnsgeymslan hafði áður verið í leiguhúsnæði.17 Við þær vangaveltur varð Kristjáni ljóst að starfsemi Byggðasafnsins yrði fyrirferðameiri í húsinu en nokkru sinni. Honum fannst hann svikinn og 13 Sv.Sk. Samkomulag, 2000. Kristján Runólfsson við Sveitarfélagið Skagafjörð. Án dagsetningar. 14 Sv.Sk. Samkomulag, 1. maí 2000-1.maí 2001. Sveitarfélagið Skagafjörður og Kristján Runólfsson 15 Sv.Sk. Samkomulag milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Kristjáns Runólfssonar, 21.01.2002. 16 http://www.glaumbaer.is/static/files/Skjol/12-arsskyrsla-4-.pdf. Ársskýrsla 2012, bls. 19. Skoðað 22. mars 2013. Eitt þessara verkstæða var tekið í hús 1997. 17 http://www.glaumbaer.is/static/files/Skjol/12-arsskyrsla-4-.pdf. Ársskýrsla 2012, bls. 20. Skoðað 22. mars 2013.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.