Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 233

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Page 233
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS232 Ég hafði Þórhall sem kennara í íslenzku í Menntaskólanum og eru kennslustundir hans mér í fersku minni. Hann var afbragðskennari og hafði öðrum fremur lag á að opna nemendum heim fræða og fróðleiks. Hann fjallaði ekki um námsefnið eingöngu, heldur fór hann í tímunum oft út fyrir efnið og leiddi tal að mörgum þáttum menningasögu, sem tengdust því sem um var fjallað. Þannig varð kennsla hans sífellt lifandi. Hann lagði ríka áherzlu á vandað málfar í ræðu og riti og í ritgerðasmíð var hann öðrum betri leiðbeinandi. - Ég hef talið Þórhall einn þriggja beztu skólakennara minna. Þórhallur hafði mikinn áhuga á almennri menningarsögu og ekki sízt á landi og landsháttum og þar með örnefnum í landinu og nafngiftum. Hann kannaði gaumgæfilega örnefnasöfn, sem varðveitt voru í Þjóðminjasafni. Árið 1966 hóf hann að flytja opinbera fyrirlestra í Háskóla Íslands um örnefnarannsóknir sínar og hugmyndir um nafngiftir staða og bæja hvarvetna um land, og hélt því áfram með hléum til ársins 1985. Vöktu fyrirlestrarnir afar mikla athygli og meiri aðsókn en þekkzt hafði, og það svo að færa varð þá úr Hátíðasal Háskólans og í Háskólabíó. Þótti með eindæmum, að þar varð húsfyllir hverju sinni. Fyrirlestrarnir komu talsverðu róti á hugi manna og var þá vart um annað meira talað manna á meðal en hugmyndir hans og kenningar um uppruna örnefna og bæjaheita. Þær þóttu nýstárlegar og nánast byltingarkenndar, og stungu mjög í stúf við ýmsar frásagnir í ritum og skýringar fyrri fræðimanna, sem og ályktanir almennings. Má ætla, að hugmyndir Þórhalls hafi kviknað er hann vann að útgáfu Harðar sögu Grímkelssonar er út kom árið 1991. Þá þóttist hann sjá, að ýmis örnefni og minni sögunnar myndu dregin af landslagi og staðháttum og sumir atburðir sögunnar jafnvel skáldaðir út frá örnefnum. Síðan þróuðust hugmyndir hans um nafngiftir í fornsögum enn frekar, bæði landnámsmanna og bæja. Taldi Þórhallur víða augljóst að örnefni væru „náttúrunöfn,“ mynduð af sérkennum í landslagi, staðháttum, landnytjum og búskaparháttum, og síðan væru sumir landnámsmenn, og jafnvel sagan um þá, tilbúningur að marki. Nefndi hann leiðsögukenningu sína um uppruna örnefna „náttúrunafnakenninguna.“ Í síðustu fyrirlestrunum árið 1995 fjallaði Þórhallur um nöfn dýrlinga, sem hann taldi örnefni mynduð af, þar sem leiðir fólks lágu til kirkju fyrrum. Hugmyndirnar hlutu að vísu ekki einróma lof, enda brá mörgum í brún er steypa átti af stalli mörgum hinna þekktu sagnapersóna og sögulegir atburðir gerðir lítt trúverðugir og grafið þannig undan sannleiksgildi fornsagna, sem margir drógu enn lítt í efa. Tókust menn því talsvert á um hugmyndir Þórhalls í ræðu og riti, með og á móti, og áttu sumir jafnvel bágt með skilja, að slíkur unnandi íslenzkrar þjóðmenningar, sem Þórhallur var, skyldi „leggja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.