Bæjarins besta - 01.06.2005, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 20052
AUGLÝSING UM BREYTINGU Á DEILI-
SKIPULAGI FYRIR TUNGUSKEIÐ,
ÍSAFIRÐI, ÍSAFJARÐARBÆ
Með vísan til 1. mgr. 26. gr. skipulags-
og byggingalaga nr. 73/1993 er hér
með auglýst eftir athugasemdum við
tillögu að breytingu á deiliskipulagi
fyrir Tunguskeiði á Ísafirði. Breyting-
in tekur til færslu á tengingu Tungu-
brautar við Skutulsfjarðarbraut um
33 metra til norðurs. Lóðin að Skeiði
1 stækkar um 942m² og heimilt verður
að selja eldsneyti á lóðinni.
Breytingartillagan verður til sýnis á
bæjarskrifstofunum í Stjórnsýsluhús-
inu á Ísafirði frá og með föstudeginum
3. júní nk. til og með föstudeginum 1.
júlí 2005.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að
gæta er gefinn kostur á að gera athuga-
semdir við breytingartillöguna. Frest-
ur til að skila inn athugasemdum
rennur út föstudaginn 15. júlí 2005.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrif-
stofur Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhús-
inu, Hafnarstræti 1, Ísafirði. Þeir sem
ekki gera athugasemdir við breyting-
artillöguna fyrir tilskilinn frest teljast
samþykkir henni.
Ísafirði, 26. maí 2005,
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Maðurinn sem varð bráð-
kvaddur um borð í bát sín-
um undir Stigahlíð utan við
Bolungarvík á föstudag hét
Kristján Þorleifsson til
heimilis í Hafnarfirði.
Kristján var Bolvíkingur
en hafði um nokkurra ára
skeið verið búsettur í Hafn-
arfirði. Hann gerði hins
vegar út bát sinn frá Bol-
ungarvík á sumrin. Hann
var 65 ára gamall og lætur
eftir sig tvö uppkomin börn.
– hj@bb.is
Bráðkvaddur
um borð í bát
Bolungarvík
Bjarni sigraði
Bjarni Pétursson (GBO)
sigraði án forgjafar á Gull-
augamótinu í golfi sem
haldið var á Tungudalsvelli
á sunnudag. Bjarni fór hol-
urnar 18 á 79 höggum.
Annar varð Sigurður Fann-
ar Grétarsson (GÍ) á 80
höggum og þriðji varð
Rögnvaldur Magnússon
(GBO) á 81 höggi.
Gunnar Ingi Elvarsson
(GÍ) sigraði með forgjöf á
66 höggum. Annar varð Jó-
hannes Kristinn Ingimars-
son (GGL) á 67 höggum
og þriðji varð Jón Ingi Gríms-
son (GBO) á 68 höggum.
Síminn hefur í hyggju að
setja upp ADSL samband í
Hnífsdal með haustinu og
bregðast með því við óskum
íbúa staðarins. Síðastliðinn
vetur söfnuðu íbúar í Hnífsdal
undirskriftum þar sem 45 íbúar
óskuðu eftir ADSL sambandi
en Síminn hafði óskað eftir
því að sýnt væri fram á þörf
fyrir þjónustuna. Að sögn
Guðmundar Kristjánssonar,
sem var einn þeirra er stóð að
söfnun undirskriftanna, var
íbúum tjáð að innan þriggja
mánaða frá því að 20 óskir
eða fleiri bærust væri mögu-
legt að tengja byggðarlagið.
Undirskriftirnar voru lagðar
fram 28. febrúar og ætti því
íbúar nú að vera að tengjast
þessari öflugu tækni. Áhugi
Hnífsdælinga á þessari tækni
hefur síst minnkað eftir að
Síminn hóf að endurvarpa 10
sjónvarpsstöðvum með þess-
ari tækni.
Eva Magnúsdóttir upplýs-
ingafulltrúi Símans staðfesti
að undirskriftir frá íbúum í
Hnífsdal hefðu borist og fram-
kvæmdir í Hnífsdal hefðu ver-
ið samþykktar. Stefnt væri að
ljúka þeim með haustinu. Eva
segir að áður hafi verið miðað
við þriggja mánaða fram-
kvæmdatíma en vegna gríðar-
legra framkvæmda í ADSL
þjónustu á vegum Símans að
undanförnu hefði þetta tímabil
verið lengt í þrjá til sex mánuði
og hefði þjónustustjórum á
landsbyggðinni verið tilkynnt
um þessa ákvörðun. – hj@bb.is
Síminn setur upp ADSL sam-
band í Hnífsdal með haustinu
Endurgerð sjómannastytta á
Eyrartúni á Ísafirði verður af-
hjúpuð sjómannadaginn 5.
júní að lokinni messu í Ísa-
fjarðarkirkju sem hefst kl. 11.
Í tilefni þessa verður boðið
upp á léttar veitinar í safnaðar-
heimili Ísafjarðarkirkju að at-
höfn lokinni. Styttan hefur ver-
ið í Þýskalandi frá því hún var
tekin niður á síðasta ári. Þar
var gert við styttuna og hún
steypt í brons. Styttan er nú að
nýju komin til bæjarins og bíð-
ur þess að fara á sinn gamla
stað á Eyrartúni á Ísafirði.
Eins og kunnugt er var mik-
ið rætt um það á sínum tíma
hvort rétt væri að staðsetja
styttuna á sínum gamla stað.
Rætt var í menningarmála-
nefnd Ísafjarðarbæjar að stytt-
unni yrði fundinn nýr staður í
framtíðinni. Var það m.a. gert
að beiðni afkomenda Ragnars
Kjartanssonar höfundar stytt-
unnar. Var svæði neðan Hótels
Ísafjarðar m.a. nefnt sem
mögulegur staður.
Forsvarsmenn sjómannafé-
laga þeirra er forgöngu höfðu
um gerð styttunnar á sínum
tíma tóku þessum hugmyndum
frekar fálega.
Að lokum var ákveðið að
hafa styttuna á sínum gamla
stað, en lækka stall undir henni
svo hann yrði einungis um
metri á hæð.
– halfdan@bb.is
Afhjúpuð á sjómannadag
Sjómannastyttan á Eyrartúni
Stuðmenn héldu uppi
fjöri eins og þeim einum er
lagið á dansleik á skemmti-
staðnum Sjallanum á laug-
ardag. Idol stjarna Íslands
Hildur Vala Einarsdóttir
var í stað Ragnhildar
Gísladóttir og að sögn við-
staddra gaf hún forvera
sínum ekkert eftir. „Ballið
heppnaðist vel í alla staði
og gamlir aðdáendur jafnt
við unga skemmtu sér
mjög vel. Það var merki-
legt að hafa svona stórball
á svona litlu sviði og það
mun ekki gerast aftur“,
segir Böðvar Sigur-
björnsson, skemmtana-
stjóri Sjallans. Þetta var í
fyrsta sinn sem Stuðmenn
komu fram í Sjallanum.
Stuðmenn eru ein elsta
og virtasta hljómsveit Ís-
lands. Hún var stofnuð
árið 1970 við Mennta-
skólann við Hamrahlíð.
Eftir að hafa gefið út tvær
smáskífur kom út fyrsta
hljómplata Stuðmanna.
Hafa Stuðmenn notið
mikilla vinsælda æ síðan.
Ungir sem aldnir aðdá-
endur á Stuðmannaballi
Idolstjarnan Hildur Vala
Einarsdóttur gaf Ragn-
hildi Gísladóttur ekkert
eftir. Ljósm: Þorsteinn
J. Tómasson.
22.PM5 6.4.2017, 09:372