Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.06.2005, Blaðsíða 11

Bæjarins besta - 01.06.2005, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 11 hér en flestir stjórnendur eru góðir. Þarna hafa orðið til stór fyrirtæki sem eru með rekstur á mörgum stöðum og eru fjár- hagslega sterk. Þau stærstu eru nokkuð stór á alþjóðlegan mælikvarða.“ – Hér á árum áður varstu að vinna í vélsmiðju þarna úti en undanfarin ár hefur þú verið á sjó. „Já, síðan 1997 hef ég ein- göngu verið til sjós. Ég er um það bil 7-8 mánuði á sjó á ári. Ég hef sótt sjóinn frá ýmsum stöðum. Í fyrstu var ég á línu- bát og síðar á togara. Síðan hafði við mig samband Viggó Þráinsson sem þarna býr úti. Hann hefur verið úti síðan 1995. Á árum áður var hann búsettur í Súðavík. Hann er vélstjóri og fékk mig með sér á 86 metra togara og þar vorum við saman. Þessu skipi hefur nú verið lagt og endar ævi sína að öllum líkindum í brota- járni á Indlandi. Þangað er skipunum siglt og upp í fjöru þar. Síðan koma hundruð verkamanna sem rífa skipin á augabragði. Það er flest úr þeim nýtt aftur. Vinnan við þetta gengur vel þrátt fyrir að fólkið fái aðeins 2 dollara á dag.“ Ein þjóð á tveimur eyjum – Nú skiptist Nýja-Sjáland í norður- og suðureyju. Er þetta samt ein þjóð? „Já, hins vegar köllum við suðureyjuna meginlandið en hin er bara norðureyjan. Ástra- líu köllum við vestureyjuna. Þessar skilgreiningar falla nú í frekar grýttan jarðveg víða.“ – Hér á árum áður bárust miklar sögur af velmegun þarna syðra og héðan fóru margir til þess að freista gæf- unnar. Nú er minna um það. Var innflutningur bannaður eða minnkaði velmegunin? „Nei, innflutningur var ekki bannaður. Hins vegar minnk- aði munurinn á milli landanna. Núna er til dæmis mjög mikil velmegun í Ástralíu og mikill skortur á vinnuafli. Í dag sækja margir íbúar Nýja-Sjálands vinnu til Ástralíu. Þensla hefur einnig verið mikil hjá okkur. Húsnæði hefur hækkað mjög ört eins og maður heyrir af hér á Íslandi víða. Íbúðaverð í Nel- son er sennilega það þriðja hæsta í landinu.“ – Hvernig er loftslagið? Er það ekki gott? „Jú, aldeilis. Það er hins vegar aldrei mjög mikill hiti. Á sumrin er hann mestur um 25 gráður. Á veturna eru morgnarnir kaldir en það hlýn- ar vel yfir daginn. Það frystir stundum síðla nætur en þegar líður á daginn er hitinn kominn í 10-15 gráður.“ – Nú býrð þú í miklu rækt- unarhéraði. Ertu sjálfur með skepnur og ræktun? „Já, ég hef verið að dunda mér í rollum svona til eigin nota. Sauðfjárbúskapur er mjög þægilegur þar sem þarna þarf aldrei að taka fé á hús. Flestir selja sauðfé á fæti þegar líður að vetri en margir eru með heimaslátrun.“ Íslenskt lamba- kjöt, best í heimi – Nú er fróðlegt að heyra skoðun sauðfjárbónda á Nýja- Sjálandi á því hvað er besta lambakjöt í heimi. Er ykkar kjöt betra en okkar hér á Fróni? „Nei, ertu frá þér? Íslenska lambakjötið er það besta í heimi, á því er ekki nokkur vafi. Nýsjálenska kjötið getur aldrei keppt við það íslenska í bragðgæðum. Á Nýja-Sjá- landi er féð alið á grasi að mestu en ekki þeim gæða- gróðri sem býr til hið góða bragð hér heima.“ – Þið eruð sjálfum ykkur næg í allri landbúnaðarfram- leiðslu á þessum slóðum? „Já, á Nýja-Sjálandi finnur þú allt sem hugurinn girnist. Þar er allt hægt að rækta sem menn vilja. Hins vegar skal það játað, að ég er lítið fyrir garðyrkju. Mér þykir leiðin- legt að reyta arfa.“ – Þú ert sumsé forstokkaður Hnífsdælingur ennþá? „Já, ætli það ekki. Ég var ekki hrifinn af garðveseni og það lagaðist ekkert við það að flytja hinum megin á hnöttinn. Ég var að vísu að hjálpa mömmu í garðinum í morgun en það var nú bara gert fyrir hana. Hins vegar er konan mín með græna fingur og mér þykir óskaplega gaman að uppskera með henni. Ég neita því ekki. En ég sé ekki tilganginn í því að vera að strita í garðinum þegar hægt er að fá vöruna nánast ókeypis í búðunum. Ég bara skil það ekki. Hins vegar er gaman að föndra við þetta í litlum mæli. Við kaupum til dæmis aldrei tómatsósu. Við gerum hana sjálf úr okkar eigin tómötum. Eins er með sultur. Við höfum líka verið með hænur og alið kjúklinga. Það er mun skemmtilegra en garð- yrkjan.“ Hampiðjumenn gera það gott – Hvað með landann? Er hann ekki þarna á svæðinu? „Jú, þeir fara víða. Hamp- iðjan er með útibú í Nelson og þar eru landar við störf. Hamp- iðjan er að gera óskaplega góða hluti þarna úti. Þeir hafa náð miklum árangri í markaðs- málum enda með mjög góða vöru. Það varð mikil bylting þegar þeirra vörur komu á svæðið. Þeir voru svo vissir í sinni sök að þeir fóru þá leið að lána mönnum veiðarfæri, vitandi að þeir myndu aldrei skila þeim aftur. Það varð líka raunin í langflestum tilfell- um.“ – En hvað með samskipti ykkar Íslendinganna. Eru þau einhver? „Já, það er starfandi félag þarna á norðureyjunni. Það er venjulega haldin hátíð í mars en ég hef yfirleitt aldrei komist vegna þess að ég hef verið á sjó á þeim tíma.“ – Erum við ólík í háttum? „Ekki get ég nú sagt það. Flestir íbúar Nýja-Sjálands eiga uppruna sinn á Bretlands- eyjum og voru mjög líkir þeim lengi. Í dag vil ég meina að við séum orðin þjóð með eigin einkenni þrátt fyrir að stjórn- kerfið sé að enskum hætti og við séum í Samveldinu. Um- ræðan hefur verið sú að minn- ka tengslin við Bretland en ekki beinlínis að slíta þau. Frumbyggjar eru í dag um 10- 11% af íbúum. Ólíkar þjóðir lifa yfirleitt í sátt og samlyndi. Það er ekki hægt að tala um að átök séu á milli fólks af ólíkum uppruna. Það slær stundum í brýnu en ekki neitt sem heitið getur. Það segir í raun ákveðna sögu hversu þjóðin er orðin blönduð.“ – Hvert stefna börnin þín? „Strákurinn er að verða tölvuverkfræðingur og stelpan stefnir að því að verða dýra- læknir. Þau eru að mestu flutt að heiman en eru í nágrenni við okkur enda ekki búin að setja sig endanlega niður.“ – Hvernig eru möguleikar til náms þarna úti? „Þeir eru mjög góðir. Nám er að mestu gjaldfrjálst upp að háskólanámi og skólakerfið er gott.“ – Þrátt fyrir framfarir í tölvu- samskiptum, þá hefur vega- lengdin á milli Nýja-Sjálands og Íslands ekki minnkað. Tæp- lega er mikill gestagangur hjá þér af fólki frá Íslandi? „Nei, ég get ekki sagt það, en það hafa þó komið gestir til okkar héðan að heiman. Dúddi Guðmunds, Þórdís Guð- munds, Örn Ingólfs og Guðný Þórhalls hafa komið í tvígang. Mamma og systir hennar hafa komið einu sinni á þessum ár- um og fleiri hafa komið við. Þannig að ég hef séð Íslend- inga.“ Kveðja frá Rósa – Ekki langt frá þér býr góð- ur og gegn Ísfirðingur. „Já, Rósi býr ekki svo langt frá mér. Við höfum verið í miklu sambandi þó að við hitt- umst ekki oft. Hann spilar þarna með hljómsveit sinni um leið og hann sinnir miklum búrekstri. Ég hafði samband við hann áður en ég lagði af stað heim og þá fékk hann heimþrá kallinn. Hann bað mig fyrir bestu kveðjur til allra hér um slóðir og þeirri kveðju er hér með komið á framfæri.“ – Að flytja til Nýja-Sjálands er töluvert meira mál en að flytja til Bretlandseyja eða Skandinavíu. Þegar þú fluttir, leistu þá þannig á að þú ættir ekki afturkvæmt vegna fjar- lægðar? „Auðvitað er um miklu lengri veg að fara en ef ég byggi í Bretlandi. Bara í flug- tímum er þetta um 24 tímum lengra flug, þannig að það segir sig sjálft að þetta er meira mál. Hins vegar hafði ég kom- ið þarna áður en ég flutti end- anlega út. Því var þetta minna mál. Ég velti því fyrir mér hvernig væri að fá heimþrá í svona mikilli fjarlægð. Ég hef fengið hana og ég fæ hana ennþá. Kannski er ekki rétt að kalla þetta heimþrá í dag heldur má segja að það koma tímar þar sem ég hugsa meira heim en venjulega. Það er nú yfirleitt á þeim dögum sem flestir hugsa til sinna ættingja og uppruna. Mér líður vel þarna úti og allir hafa val.“ stjórnmálamenn sem ekki er vaðið yfir þegjandi og hljóða- laust. Héðan þarf að fara að heyrast eitthvað. Ég heyrði skemmtilega sögu um daginn um að bæjarfull- trúar hefðu verið að játa að í Hnífsdal hefði ekkert verið gert á kjörtímabilinu. Þá greip einhver fram í og sagði að það væri ekki rétt. Þeir hefðu lokað skólanum og kjörstaðnum, þannig að ýmislegt hefði verið gert. Bara ekkert til bóta. Svona geta hlutirnir ekki geng- ið. Af hverju lætur fólk hér vestra bjóða sér allt sem yfir það hefur gengið á liðnum ár- um?“ – Ég heyri að þú hefur ekkert breyst. „Já, er það? Nei, sennilega þarf meira til að breyta göml- um Hnífsdæling en að flytja hinum megin á hnöttinn.“ – – – Rúnar hefur alla tíð haft sterkar pólitískar skoðanir. Þær hafa greinilega lítið breyst þrátt fyrir að hann hafi kynnst öðrum heimsálfum og öðrum aðstæðum. Þar sem hann býr drýpur smjör af hverju strái, að sagt er. Þar líður honum líka vel með konunni sinni Susan og börnunum Stefáni Þór og Annalise Söru, sem bæði fæddust á Íslandi. Þrátt fyrir langa dvöl í öðru landi hefur hann ennþá sterkar skoð- anir á lífinu hér og gestsaugað hans er glöggt. Viðtalið sem átti að verða um lífið og tilveruna á Nýja- Sjálandi varð að spjalli tveggja gamalla sveitunga á miðjum aldri. Hitt umræðuefnið bíður næstu ferðar. – Halldór Jónsson. Gestsaugað glögga – Nú ertu búinn að vera lengi í burtu, þannig að þú hlýtur að vera kominn með gestsaugað. Hvernig finnst þér þróunin hafa verið hér fyrir vestan síðan þú fluttir héðan? „Ég á mjög erfitt með að tala um það vegna þess að mér finnst svo mörgu hafa hrakað hér. Í Hnífsdal er nú svo komið að enginn býr fyrir utan á. Ég hefði látið segja mér það tvisvar í gamla daga að það gæti gerst. Fyrir sunnan er vælt yfir óskaplegum fjárveitingum á landsbyggðina. Mér finnst byggðaumræðan óskaplega rugluð hér á landi. Það sér það hver maður að hér vantar fleiri störf. Hér blása menn upp að hér sé líf á fasteignamarkaði og það sé jákvætt. En er fólk að koma? Nei, því miður. Hér er fólk fyrst og fremst að skipta um húsnæði.“ – Erum við komin á hættu- mörk að þínu mati? „Ekki eins og er, en það er stutt í það. Hér fækkar störfum hjá hinu opinbera þrátt fyrir alla umræðuna um að hér skuli fjölga störfum. Það nýjasta var starfið hans Jóns Hilmarssonar vinar míns hjá Símanum. Starfið var flutt suður og hann fer að vinna við það sama syðra. Hvar var bæjarstjórnin þegar þetta gerðist? Það heyrð- ist ekkert. Ekki bofs. Svona gerist þetta hægt og hljótt og enginn segir neitt í raun. Hér vantar alla staðfestu. Hér verður fólk að fara að segja hingað og ekki lengra. Hvað hefur fólk haft upp úr því að vera þægt og gott? Ekkert, því miður. Hér vantar sterka 22.PM5 6.4.2017, 09:3711

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.