Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.06.2005, Blaðsíða 8

Bæjarins besta - 01.06.2005, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 20058 INmobil hefur gjörbylt lífi net- þyrstra sjómanna á fáum árum Hér má sjá hvernig málum var háttað fyrir daga INmobil þegar allir sem áttu leið um brúna gátu lesið persónuleg skeyti skipverja. INmobil fjarskiptaþjónusta Snerpu og Radiomiðunar er fimm ára um þessar mundir. Á þeim fáu árum sem boðið hefur verið upp á þjónustuna hafa aðstæður netþyrstra sjó- manna gjörbreyst, en það er með ólíkindum hversu forn- aldarlegar aðstæður þeirra voru fyrir fimm árum þegar flestir aðrir hlutar þjóðfélags- ins voru orðnir sæmilega net- væddir. Þegar tekið var hús á Birni Davíðssyni þróunarstjóra Snerpu sem átt hefur hvað mestan þátt í uppbyggingu kerfisins, var hann að vinna að uppfærslum á kerfi eins skipanna. Uppfærslum sem þessum er hægt að fjarstýra úr landi. Ekki bara póstmiðlari „Á ensku er þetta kallað plug-in, sem kalla má plástur á íslensku. Í augnablikinu er ég að gera kerfið þannig úr garði að menn geti pantað sér veðurkort eftir þörfum í stað þess að fá þau einungis á fyr- irfram ákveðnum tímum.“ – Þannig að kerfið er orðið annað og meira en bara póst- miðlari? „Já, þetta byrjaði sem póst- miðlari. Núna er þetta orðið mikið meira, þetta er orðið að sérhæfðu gagnaflutningakerfi til skipa. Í upphafi vorum við bara að hugsa um póstþjón- ustu, en sáum fljótlega að það var hægt að prjóna við þetta allskonar viðbætur. Nú er það þannig að menn geta fengið sendar fréttir, veðurkort, úrslit úr boltanum eða hvað sem er. Kerfið virkar að sjálfsögðu líka í hina áttina og margar útgerðir hafa hagað því þannig að skipin senda GPS-staðsetn- ingu sína með reglulegu milli- bili. Þessar upplýsingar fara sjálfkrafa til vaktstöðvar sigl- inga og í sumum tilfellum einnig til útgerðarmanna. Með því að smella á hnapp geta útgerðarmenn fengið nákvæ- mar upplýsingar um það hvar skip þeirra hafa verið að veið- um. Hægt er að sjá á korti hvar menn hafa verið að sigla. Kerfið hefur nú þegar náð út fyrir landsteinana. Þannig er ein íslensk útgerð sem er að gera út helling af skipum í Máritaníu fyrir vestan megin- land Afríku og það er hægur leikur fyrir útgerðina að sjá hvar öll þessi skip eru staðsett og hvaða leiðir þau hafa verið að sigla síðustu þrjá sólar- hringa.“ Mikið beðið um rússnesku – Á hversu mörgum skipum er þetta kerfi í notkun? „Í augnablikinu eru um 80 skip með kerfið. Á hverju skipi eru síðan frá tveimur og upp í tæplega 100 notendur. Við er- um með nálægt 3.000 notend- ur í það heila, en um 1.700 þeirra nota þetta reglulega. Skeytasendingar eru orðnar um 50 þúsund á mánuði. Til gamans settum við inn á heimasíðu sem er á slóðinni www.inmobil.net upplýsingar um fjölda skeyta og hvaða skip eru tengd í augnablikinu og sést þá að oft er mikil umferð þegar fjöldi skipa er að skila af sér og sækja gögn. Kerfið er á fjórum tungu- málum í augnablikinu, ís- lensku, ensku, dönsku og spænsku. Þetta er byggt upp þannig að það er hægur leikur að bæta við tungumálum. Nú er mikið beðið um rússnesku og ég reikna með því að við verðum við þeim beiðnum á næstunni.“ Tók sjö tilraunir að senda eitt skeyti Fyrir tíma INmobil þurftu menn að senda skeyti til lands með svokölluðum Standard- C tækjum sem geta verið skelfilega fornaldarleg. Þessu fylgdu margir gallar, meðal annars sá að ekkert viðhengi var hægt að senda með skeyt- unum, kerfið réð ekki við ís- lenska stafi og aðeins var einn til notandans og bað hann vin- samlegast um að finna villuna og senda aftur. Einn útgerðar- stjórinn sagðist t.d. hafa þurft að senda eitt skeyti sjö sinnum áður en honum tókst að laga allar villurnar og koma því á leiðarenda.“ Fór fyrst um borð í Pál Pálsson „Útgerðarmenn og sjómenn fóru að spyrjast fyrir um það hvenær stæði til að fara að gera eitthvað í þessu. Það var eiginlega enginn að sinna þessu verki svo við í Snerpu ákváðum að reyna að gera eitthvað í þessu. Snemma árs 1999 fórum við að teikna þetta upp og heyra hvaða kröfur út- gerðamenn og sjómenn höfðu. Í upphafi voru bara tvö skilyrði sem menn settu, kerfið þurfti að ráða við íslenska stafi og það þurfti að geta flutt við- hengi. Út frá þessum punktum fór- um við af stað og gerðum mjög fljótlega póstkerfi sem virkaði ágætlega. Það kerfi fór um borð í Pál Pálsson ÍS og hefur verið þar síðan, en hefur að sjálfsögðu tekið gífurlegum breytingum. Alla tíð hefur kerfið verið þróað í samstarfi við skipverja sem nota IN- mobil og útgerðir skipanna.“ Hugmyndirnar voru framkvæmanlegar „Smám saman fór kerfið að fara í önnur skip og fljótlega fóru menn að spyrja hvort ekki væri hægt að bæta við hinum og þessum möguleikum. Við sáum að þetta voru allt hug- myndir sem voru framkvæm- anlegar. Við réðumst í að út- færa kerfið eftir kröfum not- endanna og mjög fljótlega var INmobil orðið það breytt að ekki var lengur hægt að skil- greina það sem póstmiðlara. Þetta var orðið miklu meira, var orðið að allsherjar gagna- flutningskerfi sem sér um að koma upplýsingum frá A til B, hverjar sem þær upplýs- ingar eru. Fljótlega varð ljóst að við þurftum að geta viðhaldið kerfinu án þess að þurfa að fara um borð í öll skip. Við komum okkur því upp upp- færslurútínu sem virkar þannig að það er hægt að senda viðbót um borð til þess að prjóna við aðgerðir eftir óskum notand- ans, án þess að þurfa að senda allt kerfið í hvert sinn.“ Skipverjar greiða sjálfir fyrir sína notkun „Það er lykilatriði fyrir út- gerðina að kerfið auki ekki kostnað heldur dragi úr hon- um, og það hefur INmobil gert. Þegar útgerðin leyfir skipverj- um að nota kerfið í einkaer- indum geta þeir séð notkunina og endurheimt kostnaðinn að túr loknum. Útgerðin þarf því ekki að hafa áhyggjur af kostn- Björn Davíðsson við INmobile tölvuna um borð í skuttogaranum Páli Pálssyni ÍS. notandi með hverju kerfi. „Skipverjar vildu vera í sambandi við land, þeir vildu geta sent fjölskyldum sínum póst og fengið fréttir til baka. Útgerðirnar leyfðu mönnum að nýta kerfið í hófi og menn voru kannski að fá fréttir um að Fríða frænka væri ólétt eða eitthvað svoleiðis. Þá kom upp sá vandi að pósturinn prentað- ist jafn óðum út úr tækinu uppi í brú og allir sem gengu hjá gátu skoðað. Þá var stundum brugðið á það ráð að setja pappaspjald yfir tækið og skip- stjórinn flokkaði síðan skeytin og lét hvern og einn hafa sinn póst. Þetta hafði líka þann ókost fyrir útgerðirnar að ekki var hægt að átta sig á því hver sendi hversu mikinn póst, sem var mjög óheppilegt því þegar verið er að senda skeyti á hafi úti þarf oft að notast við gervi- hnattasíma sem getur verið dýr ef notkun er mikil. Hægt er að velja á milli síma ef skip eru með fleiri en einn tengdan sem er reyndar algengt. Þá er not- aður NMT-sími á grunnslóð og svo skipt á gervihnattasíma þegar það nægir ekki lengur. Reyndar eru nær allir þessir símar þannig að flutningur er afar hægur, þeir eru t.d. meira en tíu sinnum hægvirkari en venjuleg mótaldstenging. Þá var mikill ókostur að tækin réðu ekki við íslenska stafi. Ef menn gerðu villu og skrifuðu t.d. „rækja“ í staðinn fyrir „raekja“ meðtók kerfið ekki skeytið, sendi það aftur 22.PM5 6.4.2017, 09:378

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.