Bæjarins besta - 01.06.2005, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 3
AUGLÝSING UM BREYTINGU Á AÐAL-
SKIPULAGI ÍSAFJARÐAR 1989-2009
Í samræmi við 2. mgr. 21. gr. skipu-
lags og byggingalaga nr. 73/1997 með
síðari breytingum er hér með auglýst
tillaga að breyttu aðalskipulagi Ísa-
fjarðar 1989-2009 með áorðnum breyt-
ingum. Tillagan tekur til breytinga á
svæði sunnan Tunguár og vestan við
Skutulsfjarðarbraut og felur í sér eftir-
farandi breytingar:
1) Verslunar- og þjónustureitur er
stækkaður til norðurs á kostnað reits
fyrir „opinberar byggingar.“
2) Vegtengins við Skutulsfjarðarbraut
er færð til norðurs og gerð að T-gatna-
mótum.
3) Suðausturhluta verslunar- og þjón-
ustusvæðis er breytt í „atvinnusvæði“
til samræmis við þá starfsemi sem
fyrir er.
4) Landnotkunarreitur fyrir íbúða-
svæði er lagfærður til samræmis við
þegar samþykkt deiliskipulag.
Breytingatillagan verður til sýnis á
bæjarskrifstofunum í Stjórnsýsluhús-
inu á Ísafirði frá og með föstudeginum
3. júní 2005 til og með föstudeginum
24. júlí 2005.
Samtímis breytingu á aðalskipulagi
er auglýst breyting á deiliskipulagi
sem tekur til færslu á tengingu Tungu-
brautar við Skutulsfjarðarbraut, stækk-
un lóðarinnar að Skeiði 1 og heimildar
til eldsneytissölu á henni.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að
gæta er hér með gefinn kostur á að
gera athugasemdir við aðalskipulags-
breytingartillöguna. Frestur til að skila
inn athugasemdum er til föstudagsins
24. júní 2005. Skriflegum athugasemd-
um skal skilað á bæjarskrifstofur Ísa-
fjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafn-
arstræti 1, Ísafirði.
Þeir sem ekki gera athugasemdir við
breytingartillöguna, teljast henni
samþykkir.
Ísafirði, 26. maí 2005,
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Komur sérfræð-
inga til Ísafjarðar
Þóra Gunnarsdóttir, augnlæknir verður
með móttöku á Ísafirði dagana 6.-10. júní.
Davíð Arnar, sérfræðingur í hjartasjúkdóm-
um verður með móttöku á Ísafirði dagana
8.-10. júní.
Tímapantanir eru frá og með 2. júní í síma
450 4500 á milli kl. 8-16 alla virka daga.
Sjómannadagurinn verður
haldinn hátíðlegur víða á norð-
anverðum Vestfjörðum. Eins
og venja er fara hátíðarhöldin
að mestu fram á laugardag. Á
Flateyri verður boðið upp á
kappróður, koddaslag, keppni
í sjómanni, flekahlaup, reipi-
tog og margt fleira. Um kvöld-
ið verður svo haldinn sjó-
mannadansleikur á skemmti-
staðnum Vagninum.
Á Suðureyri verður kapp-
róður klukkan 16 á laugardag.
Klukkan 20 verður hátíðar-
kvöldverður í félagsheimili
staðarins og dansleikur í beinu
framhaldi af honum þar sem
Baldur og Margrét skemmta.
Á sunnudag verður sjómanna-
dagsmessa klukkan 13.30 en
skömmu áður verður gengið
fylktu liði til kirkju frá Bjarna-
borg á Suðureyri. Klukkan 16
verður boðið upp á skemmtun
á hafnarsvæði staðarins og
klukkan 20 verður siglt með
gesti um fjörðinn.
Í Bolungarvík hefst dagskrá
á laugardag. Klukkan 10.30
verður farið í siglingu á Einari
Hálfdáns og Þorláki, en hátíð-
arhöld við höfnina hefjast kl.
13.30. Þar verður boðið upp á
kappróður, belgjaslag, fiska-
sýningu og leiki fyrir börnin.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
lendir á hafnarsvæðinu og
sýndar verða björgunaræfing-
ar. Um kvöldið verður dans-
leikur í Víkurbæ með hljóm-
sveitinni Brimkló með Björg-
vini Halldórssyni í broddi fylk-
ingar. Boðið verður upp á hlað-
borð í húsinu á undan dansleik
og verða rútuferðir frá Ísafirði,
Súðavík, Suðureyri og Flat-
eyri. Nauðsynlegt er að panta
sæti í síma 456-7908. Á sunn-
dag verður skrúðganga frá
Brimbrjótssundi kl. 12.15 og
messa í Hólskirkju klukkan
13. Kl. 15 verður boðið upp á
kaffiveitingar, hátíðarræðu,
verðlaunaafhendingu og
skemmtun í Víkurbæ.
Hátíðarhöld vegna sjó-
mannadags verða vegleg á
Þingeyri. Á laugardag verður
dagskrá með hefðbundnu
sniði, kappróður, koddaslagur,
reipitog og leikir. Þyrla Land-
helgisgæslunnar kemur í
heimsókn upp úr kl. 14. Um
kvöldið verður matarboð í fé-
lagsheimili staðarins og munu
kaffibrúsakarlarnir troða upp
með glensi og gríni. Að loknu
borðhaldi verður dansleikur
með Hljóðkútunum. Á sunnu-
dag verður messa kl. 15 og
kaffisala björgunarsveitarinn-
ar Dýra í beinu framhaldi af
henni.
Á Ísafirði verður farið í sigl-
ingu kl. 10.30 á laugardag.
Kl. 14 verður boðið upp á
koddaslag og fleira á höfninni.
Á sunnudag verður messa í
Hnífsdalskapellu kl. 9 og í Ísa-
fjarðarkirkju kl. 11. Strax að
lokinni messu verður nýupp-
gerð sjómannastytta Ísfirðinga
afhjúpuð á Eyrartúni.
Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur víða um Vestfirði
Viðamesta dagskráin í Bolungarvík
Gagnvirkt sjónvarp sem
Síminn er þessa dagana að
kynna viðskiptavinum sínum
verður í bili aðeins í boði á
Akureyri og Húsavík utan suð-
vesturhorns landsins að sögn
Evu Magnúsdóttur kynningar-
fulltrúa Símans. Undanfarna
mánuði hefur Síminn byggt
upp dreifikerfi sjónvarps með
ADSL tækni á landsbyggð-
inni. Geta þeir sem þá tækni
nýta sér horft á 10 sjónvarps-
stöðvar í stafrænum gæðum.
Nú er Síminn að kynna nýja
þjónustu sem er svokallað
gagnvirkt sjónvarp þar sem
meðal annars verður hægt að
panta sér áhorf á ákveðnum
kvikmyndum ásamt mörgum
örðum möguleikum. Þá verður
einnig hægt að fjölga sjón-
varpsrásum í allt að 60.
Þessi þjónusta verður þó
eins og áður sagði aðeins í
boði á suðvesturhorni landsins
og auk Akureyrar og Húsa-
víkur. Fleiri staðir njóta hennar
ekki þar sem ekki er til staðar
nægileg bandbreidd til stað-
anna. Eva Magnúsdóttir segir
að verð á bandbreidd hamli
því að ekki sé hægt að auka
bandbreiddina til fleiri staða í
bili og ekki sé hægt að segja
til um hvenær það verði mögu-
legt.
Þegar sjónvarpsútsendingar
Símans á höfuðborgarsvæðinu
hefjast með ADSL tækni hafa
um 93% landsmanna aðgang
að þessari nýju tækni þótt úr-
val stöðvannna verði misjafnt.
– hj@bb.is
Ónóg bandbreidd hamlar gagn-
virku sjónvarpi á landsbyggðinni
Veitingamaðurinn á flugvell-
inum greiðir með vatnsglasinu
Flugfarþegar sem notið
hafa veitinga á Flugbarn-
um á Ísafjarðarflugvelli
hafa undanfarna daga
rekið upp stór augu þegar
þeir hafa lesið skilti þar
sem stendur að Flugbarinn
greiði 10 krónur með
hverju vatnsglasi sem gest-
irnir drekka. Einnig fá
eldri borgarar ókeypis
kaffi kjósi þeir svo. Jón
Fanndal Þórðarson
veitingamaður segist hafa
viljað ganga á undan með
góðu fordæmi hvað kaffi-
veitingar til aldraða varð-
ar. „Ég er formaður félags
eldri borgara á Ísafirði og
því fannst mér ekki annað
hægt en að bjóða öldruð-
um ókeypis kaffi og ég
vona að aðrir geri slíkt hið
sama“ segir Jón Fanndal.
En hvernig í ósköpunum
datt honum í hug að greiða
með hverju vatnsglasi sem
hann réttir viðskiptavinum
sínum. „Við Ísfirðingar
eigum besta vatn í heimi og
enginn drykkur er hollari
en vatnið. Ég vil með þessu
hvetja til aukinnar vatns-
neyslu ungra sem ald-
inna“, segir Jón Fanndal.
Hann segir gesti verða
hálf vandræðalega í fyrstu
þegar þeir átta sig á því að
þeir fá greitt fyrir að
drekka vatn. „Margir vilja
ekki þiggja tíkallinn og því
hef ég komið upp bauk frá
Rauða krossinum og
þangað renna þeir tíkallar
sem fólk vill ekki taka við.
Þannig getur fólk drukkið
besta vatn í heimi og um
leið hjálpað þeim sem eru
hjálpar þurfi“, segir Jón
Fanndal Þórðarson.
– hj@bb.is
Jón Fanndal veitingamaður með auglýsingarnar um vatnið og kaffið.
Í baksýn er kona hans Margrét Magnúsdóttir. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson.
22.PM5 6.4.2017, 09:373