Bæjarins besta - 01.06.2005, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 19
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
Uppáhaldsstaðurinn · Anna Kristín Svansdóttir, framkvæmdastjóri FOS-Vest Vestfirskar þjóðsögur · Gísli Hjartarson
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
○
Smáauglýsingar
Mikil víðátta í Borgarfirði Aldrei á netum
„Uppáhaldstaður minn er
Borgarfjörðurinn og þá sér-
staklega bærinn Álftatunga
á Mýrum sem er æskuheim-
ili mitt. Mjög fallegt er í firð-
inum, mikil víðátta en samt
eru fjöllin í nágrenninu. Það
er mjög ólíkt umhverfinu hér
vestra þar sem fjöllin eru
alveg ofan í manni.
Borgarnes er einnig í
miklu uppáhaldi enda róleg-
ur og notalegur bær. Það
segja allir sem koma þang-
að. Ég hef heyrt Vestfirðinga
segja að það sé alltaf rigning
í Borgarfirði en það er alls
ekki rétt og oftast er þar
mjög gott veður,“ sagði
Anna Kristín Svandóttir,
framkvæmdastjóri FOS-
Vest.
Brennslan mín · Linda Pétursdóttir, starfsmaður Íslandsbanka á Ísafirði
Verð stolt að heyra „We are the champions“
Hér koma lögin mín 10.
Það gekk mjög vel að velja
lögin. Ég valdi bara þau lög
sem mér datt fyrst í hug.
1. The blower’s daugther
- Damien Rice
Yndislega fallegt lag. Fæ
aldrei leið á því. Tengt góð-
um minningum.
2. Like a stone
– Audioslave
Súper rokklag! Feikivin-
sælt sumarið 2003. Rebekka
dóttir mín var rétt tæplega
eins árs þegar hún fór að
„mossa“, en það gerði hún
bara við þetta lag.
3. Time is running
out – Muse
Ferlega grípandi lag. Var
með það á heilanum annað
slagið í marga mánuði, hef
aldrei fengið leið á því!
4. Creep – Radiohead
Það þekkja flestir þetta lag.
Rosalega kröftugt og gaman
að syngja það. Frábært í gítar-
partýið.
5 We are the
champions – Queen
Ábyggilega mest spilaða
lag í heimi. Maður verður
eitthvað svo stoltur við að heyra
það. Sama hvort maður er að
skúra gólfið eða horfa á Liver-
pool rústa Milan.
6. Draumur um Nínu
- Stefán og Eyfi
Besta Eurovision-lag Íslend-
inga fyrr og síðar. Þarf að segja
meira?
7. Cannonball
- Damien Rice
Ekki að ástæðulausu að Rice
á tvö lög á listanum. Hann er
snillingur.
8. Slá í gegn – Stuðmenn
Það eiga allir sér draum.
Þetta lag er upphafið af mín-
um.
9. Afgan - Bubbi Morthens
....„lyftan var biluð og hús-
vörðurinn kallaði mig svín!“
Snilldarlag eftir duglegasta
lagahöfund á Íslandi!
10. Footloose
– Úr kvikmynd
Skemmtilegasta danslagið.
Maður getur alveg misst sig í
þessum snúningi. Eins gott að
vera vel skóaður Linda Pétursdóttir.
Starfið · Neil Shiran Þórisson, markaðs- og viðskiptaráðgjafi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf.
Vinnur verkefni at-
vinnulífinu til góðs
Ég hef starfað sem markaðs-
og viðskiptaráðgjafi Atvinnu-
þróunarfélags Vestfjarða í um
þrjú ár. Ég veiti alhliða við-
skiptaráðgjöf auk þess sem ég
er verkefnisstjóri fyrir ýmis
önnur verkefni. Flest öll verk-
efnin beinast á einn eða annan
hátt að atvinnulífinu. Í hefð-
bundnum verkefnum er ég í
tengslum við atvinnurekendur
og frumkvöðla og eru þau
oftast skammtímaverkefni t.d.
verkefni á borð við gerð við-
skiptaáætlana, úttekt á við-
skiptahugmyndum, markaðs-
greiningar, styrkumsóknir, leit
að fjármögnunarleiðum o.s.
frv. Í sérverkefnum hef ég ver-
ið í ýmsum þróunar- og stefnu-
mótunarverkefnum sem koma
væntanlega til með að verða
atvinnulífinu til góðs til lengri
tíma litið.
Vanalega byrja ég á því að
renna yfir tölvupóstinn og út
frá því reyni ég að skipuleggja
daginn. Það eru mörg fjöl-
breytt verkefni í gangi í einu
að erfitt er að nefna hvernig
staðlaður vinnudagur er fyrir
utan það að setjast niður og
fara yfir tölvupóstinn. Mikið
af tímanum fer í upplýsingaleit
og úrvinnslu upplýsinga. Tölv-
an og síminn eru mikið notuð
yfir daginn og þess á milli eru
fundir.
Helsti kosturinn við starfið
er hversu fjölbreytt starfið er.
Þar að auki hef ég verið það
lánsamur að mér hefur verið
gefið ákveðið svigrúm til þess
að móta starfið og þau verk-
efni sem ég hef unnið.
Það getur verið mjög erfitt
að vinna með verkefni sem
reynast óraunhæf í fram-
kvæmd. Tökum sem dæmi
frumkvöðlum dettur oft margt
ótrúlegt í hug, en því miður
er meirihluti þeirra hugmynda
oftast eitthvað sem er ómögu-
legt að framkvæma. Það getur
verið vegna fjármagnsleysis
eða markaðurinn taki ekki við
hugmyndinni. Tölfræðilegar
úttektir hafa sýnt fram á að 2
af hverju 10 nýju hugmyndum
ná ekki árangri. Í starfi mínu
getur því verið mjög erfitt að
vinna með frumkvöðli sem
hefur óbilandi trú á sinni við-
skiptahugmynd sem svo er
eftir allt saman ómöguleg.
Oftar en ekki er því miklum
tíma varið í ýmis verkefni
sem verða svo að engu. En
það gefur auga leið að þegar
unnið með eitthvað sem nær
árangri er ánægjan þeim mun
meiri.
Starf mitt og Atvinnuþró-
unarfélagsins byggir að miklu
leyti á hugmyndum einstakl-
inga í samfélaginu og því nauð-
synlegt að fólk sé vakandi yfir
viðskiptatækifærum og komi
þeim óhikað á framfæri svo
hægt sé að meta tækifærin.
Neil Shiran Þórisson.
Er með laus daggæslupláss frá
1. júlí. Halldóra dagmanna sími
456 2268 og 866 4424.
Fyrrverandi starfsfólk Íshúsfél-
ags Ísfirðinga ætlar að grilla
saman 11. júní. Takið daginn
frá. Nánar auglýst síðar.
Fjórir kassavanir kettlingar fást
gefins (eða fyrir besta tilboð) á
sómakær heimili. Mjög mal-
gjarnir, ekkert stressarið. Uppl.
í síma 695 8158.
Sex daga reiðnámskeið verður
haldið á Ísafirði fyrir börn frá 7
ára aldri, dagana 7.-20. júlí ef
næg þátttaka fæast. Uppl. gefa
Rögnvaldur í síma 861 8435 og
Karen í síma 865 4239.
Til sölu er stór og glæsileg íbúð
á miðhæð að Pólgötu 4 Ísafirði.
Íbúðin er 118m² ásamt bílskúr
og eignarlóð. Er á besta stað í
bænum. Velkomið að skoða.
Uppl. gefur Gunnhildur í síma
663 2920 eða Tryggvi í síma
820 0589.
Ragnheiður Ólafsdóttir árules-
ari, teikni- og fræðslumiðill verð-
ur með einkatíma á Ísafirði dag-
ana 10.-11. og 12. júní nk. Pant-
anir í síma 863 6664.
Kvennakór Bolungarvíkur fagn-
ar sumri með tvennum tónleik-
um, í Ísafjarðarkirkju mánudag-
inn 30. maí kl. 20:00 og í félags-
heimilinu í Bolungarvík, mið-
vikudaginn 1. júní kl. 20:00. Fjöl-
breytt og skemmtileg dagskrá.
Óskum eftir 5-6 herb. einbýlis-
eða raðhúsi til kaups á Ísafirði.
Uppl. í síma 898 4106 (Helga).
Kirkjustarf
Flateyrarkirkja: Guðs-
þjónusta á sjómannadag-
inn kl. 12:30.
Holtskirkja: Kvöldbæna-
stund miðvikudaginn 8.
júní kl. 22:00.
Hnífsdalskapella: Messa
á sjómannadag kl. 09:00.
Kór sjómanna syngur.
Ísafjarðarkirkja: Messa á
sjómannadag kl. 11:00.
Kór sjómanna syngur.
Minningarreitur um þá sem
fórust í snjóflóðinu í Súða-
vík árið 1995 verður vígður
laugardaginn 11. júní kl.
14. Vinna við gerð reitsins
hefur staðið í nokkurn
tíma. Minningarreitinn
hannaði Pétur Jónsson
landslagsarkitekt eftir hug-
myndum frá nokkrum að-
standenda þeirra sem
létust. Eftir afhöfnina við
minningarreitinn verður
vígslugestum boðið upp á
kaffihlaðborð í grunnskól-
anum.
Minningar-
reiturinn
vígður
11. júní
Seint á síðasta vetri andaðist á Ísafirði heiðursmaðurinn Jens
Markússon, fyrrum skipstjóri og lengi síðan húsvörður í Alþýðu-
húsinu. Séra Magnús Erlingsson jarðsöng hinn aldna sjóvíking.
Lagði prestur í ræðu sinni út af sögunni um Jesú þegar ördeyða
var í Genesaretvatni. Fengu fiskimenn ekki bröndu fyrr en
Frelsarinn fór með þeim út á vatnið og lagði með þeim netin. Þá
voru þau dregin hvað eftir annað bunkuð af fiski. Flestir munu
kunna þessa sögu.
Magnús Arnórsson, Maggúdd, var í kirkjunni að fylgja vini
sínum til grafar. Maggúdd misskildi prestinn þegar hann sagði
frá sjóferð Jesú, hélt hann væri að tala um Jens, og kallaði svo
að heyrðist um alla kirkju: Nnnei, hhhann var aaaldrei á netum.
22.PM5 6.4.2017, 09:3719