Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.06.2005, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 01.06.2005, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 200512 Sælkeri vikunnar · Ragnheiður Jóhannsdóttir á Ísafirði Kjúklingur að hætti Ragnheiðar Sælkeri vikunnar býður að þessu sinni upp á fylltan kjúkling í aðalrétt. Þá mælir Ragnheiður með því að bera réttinn fram með salati eftir smekk og góðu rauðvíni t.d. Bin 555 Shiraz. Í forrétt hefur Ragnheiður einnig kjúkl- ingarétt sem er auðveldur og fljótlegur. Hún mælir með hvítvíni með honum og þá t.d. Pierre Sparr Pinot Gris Reserve. Möndlubananar er eftirrétturinn og hann bæði einfaldur og gómsætur. Fylltur kjúklingur 1 kjúklingur 2 msk smjör 1 tsk salt 1 msk hveiti steinselja mjúk græn piparkorn (niður- soðin) Fylling 250 g svínahakk ½ - 1 msk brauðmylsna 1 dl rjómi 1-2 tsk salt 1-2 tsk græn piparkorn 25-30 g saxaðir valhnetu- kjarnar Þerrið kjúklinginn vel og núið hann með salti að innan og fyllið hann með svínahakki hrærðu saman við innmat úr kjúklingnum, rjómanum, salti, hnetunum og fínsöxuðum piparkornum. Setjið í eldfast mót og smyrjið kjúklinginn með smjöri. Steikið í 50-60 mín. við 200°. Bræðið 2 msk af smjöri og hrærið hveiti í og blandið með vökva úr fatinu ásamt rjóma í jafna sósu. Sjóðið í 2-3 mín. Bragðbætið með söxuðum grænum piparkornum og salti. Forréttur 2 kg nýr kjúklingur 3 dl þurrt hvítvín 5 piparkorn Lárviðarlauf Kerfill Setjið hráefnin í pott og sjóðið við háan hita í 5 mín. Hristið pottinn um tvisvar sinnum á meðan. Berið fram á djúpum diski ásamt grófu brauði og hvítvíni. Möndlubananar 6 stk bananar 3-4 msk hunang ½ 1 sítróna 50 g möndlur Grófsaxið möndlurnar og brúnið á heitri, þurri pönnu. Blandið hunangi og sítrónu saman og veltið bönunum upp úr. Veltið síðan bönunum upp úr möndlum og berið fram með vanilluís eða þeyttum rjóma. Ég skora á Kristínu Pét- ursdóttur á Flateyri að verða næsti sælkeri vik- unnar. Útboð Orkubú Vestfjarða hf. óskar eftir tilboðum í jarðvinnu fyrir Tungudalsvirkjun í Skutuls- firði. Um er að ræða eftirfarandi verkefni: Lagning á bráðabirgða aðkomuvegi frá Tunguskógi. Gröftur fyrir stöðvarhúsi og fyllingar undir botnplötu. Stærð stöðvarhúss er 90m². Gröftur og fyllingar fyrir inntaksþró. Inntaks- þróin er um 23m² og 83m³. Gröftur og fyllingar fyrir aðveituæð og raf- magnskapla. Lengd skurðar er áætluð um 1.480 metrar. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2005. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Orku- bús Vestfjarða hf., Stakkanesi 1, Ísafirði. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudag- inn 9. júní 2005 kl. 14:00. Orkubú Vestfjarða hf. ÞROSKAÞJÁLFAR Óskað er eftir þroskaþjálfum til starfa við Grunnskólann á Ísafirði. Annars vegar er um að ræða 80% starf í sér- deild. Í starfinu felst dagleg umsjón deildarinnar, ráðgjöf og vinna með nemendum. Hins vegar er um að ræða 50% starf í sérdeild, einkum vinna með nemendum. Umsóknarfrestur um störfin er til 15. júní. Upplýsingar veitir Jóna Bene- diktsdóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 450 3100. Grunnskólinn á Ísafirði. Sigurður Sveinsson frá Góustöðum skrifar Hættumatsnefnd Ísafjarð- arbæjar hefji störf að nýju Það er afar dapurlegt að sjá ýmsa sérfræðinga bera saman hugsanlega snjóflóðahættu úr Kubba saman við mestu ham- faraflóð sem fallið hafa á Vest- fjörðum. Ég sem leikmaður velti því óneitanlega fyrir mér hvernig fólki settur í hug að bera saman Hraunsgil, Búðar- gil og gilin ofan Flateyrar sam- an við hugsanlega snjóflóða- hættu úr Kubba. Öllum má vera ljóst að þetta er fráleitur samanburður, því sem betur fer eru veðuraðstæður sem skapað geta hugsanlega hættu í Kubba mjög sjaldgæfar og ekki hefur í raun verið sýnt fram á að flóð geti orðið stærri en þegar hafa fallið. Í umræðum um gerð hugs- anlegra snjóflóðavarna í Kubba hafa komið fram stað- hæfingar sem benda til þess að forsendur sem hættumats- nefnd vann eftir séu rangar. Meðal annars er rætt um kraftur eins flóðsins hafi orðið svo mikill að bifreið hafi borist tugi metra með flóðinu. Eftir að hafa rætt við íbúa á svæðinu hef ég komist að því að um- rædd bifreið barst einungis nokkra metra. Í ljósi þess sem fram hefur komið og þeirra miklu efa- semda sem allur almenningur hefur við fyrirhugaðar fram- kvæmdir í Kubba skora ég hér með á yfirvöld að hættumats- nefnd Ísafjarðarbæjar fari gaumgæfilega yfir forsendur sem lágu til grundvallar því hættumati sem nú er í gildi í Holtahverfi. Á sínum tíma fór kynning á þessu hættumati fyrir ofan garð og neðan hjá fólki og það hlaut því litla umræðu og kynningu. Nú þegar skipulagðar hafa verið gríðarlegar framkvæmdir sem eiga eftir að valda meiri um- hverfisspjöllum en dæmi eru um hér um slóðir á grundvelli þessa hættumats. Því verður ekki trúað öðru en bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hlutist til um að hættumatsnefnd verði þegar kölluð saman og hún fari að nýju yfir allar forsendur fyrir mati sínu. Í framhaldi af því verði einnig skoðað vandlega hvort ekki megi með einhverju móti breyta vörnum á þann vega að einungis verði reistur varnar- garður og með því losnað við þau miklu spjöll sem uppsetn- ing stoðvirkja í Bröttuhlíð á eftir að valda. Sigurður Sveinsson. Sigurður Sveinsson. Bæjarfulltrúar í Ísafjarðarbæ Óska álits félagsmálaráðuneytis- ins um lögmæti fjárhagsáætlunar Á fundi bæjarstjórnar Ísa- fjarðarbæjar í síðustu viku kom fram ósk frá bæjarfull- trúum um að leitað yrði form- legs úrskurðar félagsmála- ráðuneytisins á lögmæti af- greiðslu bæjarstjórnar á fjár- hagsáætlun ársins 2004. Þessi ósk kom fram við fyrri um- ræðu um ársreikning bæjarins. Lárus Valdimarsson bæjarfull- trúi Samfylkingarinnar stað- festir að óskað hafi verið eftir því að formlegs álits ráðuneyt- isins yrði leitað. „Ég tek nauðsynlegt allra vegna að það liggi fyrir með óyggjandi hætti hvort afgreið- Sem kunnugt voru leiddar að því líkur í frétt bb.is í síðustu viku að afgreiðsla bæjarstjórn- ar á fjárhagsáætluninni stæðist ekki sveitarstjórnarlög og var þar meðal annars stuðst við túlkun Lárusar Bollasonar við- skiptafræðings sveitarstjórnar- skrifstofu félagsmálaráðu- neytisins á lögunum. Á bæjar- stjórnarfundinum var kynnt álit Andra Árnasonar lög- manns Ísafjarðarbæjar þar sem hann telur afgreiðslu bæjar- stjórnar á fjárhagsáætluninni í samræmi við sveitarstjórnar- lög. – hj@bb.is sla bæjarstjórnar á sínum tíma stóðst lög. Ég vil hafa það skýrt hvort ég sem bæjarfull- trúi hafi með einhverjum hætti brugðist eftirlitsskyldu minni. Álit bæjarlögmanns er ekki nægjanlegt í mínum huga. Það er aðeins einn aðili sem getur úrskurðað í þessu máli og það er félagsmálaráðuneytið. Því finnst mér eðlilegt að þessari óvissu verði eytt hið fyrsta og álits óskað þaðan“ segir Lárus Valdimarsson. Lárus Valdimarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. 22.PM5 6.4.2017, 09:3712

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.