Bæjarins besta - 01.06.2005, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 200516
STAKKUR SKRIFAR
Dauðinn í umferðinni!
Stakkur hefur
ritað vikulega pistla í
Bæjarins besta í mörg
ár. Skoðanir hans á
mönnum og málefn-
um hafa oft verið
umdeildar og vakið
umræður. Þær þurfa
alls ekki að fara
saman við skoðanir
útgefenda blaðsins.
Þrátt fyrir það bera
ábyrgðarmenn
blaðsins ábyrgð á
skrifum Stakks á
meðan hann notar
dulnefni sitt.
Smáauglýsingar
Til sölu er Silver Cross barna-
vagn. Uppl. í síma 865 6464.
Til sölu er 2ja ára gömul upp-
þvottavél frá Electrolux á kr.
18.000. Á sama stað er til sölu
150 cm hár Siemens ísskápur
og frystir. verð kr. 5.000.- Uppl.
í síma 892 5789.
Til sölu er 5hp Mercury fjór-
gengis utanborðsmótir, árgerð
2002. Mjög lítið notaður. Uppl.
í síma 456 5363.
Til sölu er Volvo GL-360 árg.
86, ek. 103 þús. km. Bifreiðin
er með nýja skoðun 2005. Uppl.
í síma 456 8339 og 456 8187.
Til leigu er 3ja herb. íbúð á eyr-
inni á Ísafirði. Upplýsingar í
síma 456 4046.
Aðalfundur Grunnvíkingafél-
agsins verður haldinn í Kiwan-
ishúsinu, Sigurðarbúð, fimmtu-
daginn 2. júní kl. 20:30. Venju-
leg aðalfundarstörf, önnur mál.
Félagar fjölmennið. Stjórnin.
Til sölu er bifreiðin DB-385,
Toyota RAV 4, 4x4, árg. 2003
(skráður 05/2003), sjálfskiptur.
Ekinn 38.500 km. Verð 2.250.
000.- krónur. Uppl. gefur Björn
í síma 897 6797 og 456 4669.
Til sölu er mjög vel með farið
16" TREK barnahjól. Upplýsing-
ar í síma 897 4667.
Til sölu er Toyota RAV 4, 4x4,
árg. 2001. Uppl. í síma 456 4102
í hádeginu og eftir kl. 17.
Til sölu er Cherokee Limited
árg. 1990, sjálfskiptur með öllu.
Sumar- og vetrardekk á felgum.
Á sama stað er til sölu naggrís.
Upplýsingar í síma 456 4704
og 892 6550.
Til sölu er ársgömul Sharpei
tík. Uppl. í síma 456 3421.
Til sölu er Suzuki Intruder 1400
árg. 98, ásamt góðum hjálm og
leðurgalla. Uppl. í símum 456
7470 og 893 3370.
Til sölu er dökkblár Honda Pony
árg. 92. Fæst fyrir lítinn pening.
Uppl. í síma 865 4239.
Til sölu er einbýlishúsið að
Brekkugötu 10 á Þingeyri. Uppl.
í síma 456 8339 og 456 8187.
Myndir eftir Megas og Dag Sig-
urðarson eru til sölu. Frábær
listaverk á góðu verði. Upplýs-
ingar í síma 891 7025.
Tveir miðar í A-stúkur á Iron
Maiden eru til sölu. Upplýsing-
ar í síma 895 6667.
Til sölu er ný og ónotuð bílskúrs-
hurð. Stærð: 230x253. Uppl. í
síma 893 9362.
Lítil falleg, brún kanína fæst
gefins með búri og tilheyrandi.
Uppl. í síma 847 0131.
Til leigu er íbúð á Ísafirði. Laus
15. júní. Uppl. í síma 893 1769.
475 lömb hafa verið borin á Hólum í Dýrafirði. Myndir: Grétar Sigurðsson.
Sauðburður stendur sem
hæst að Hólum í Dýrafirði
Á fimmta hundrað lömb komið
í heiminn að Hólum í Dýrafirði í
síðustu viku en nú stendur sauð-
burður sem hæst. „Sauðburður-
inn hefur gengið vel þó eðlilega
séu alltaf einhver afföll. Margar
kindurnar eru tvílembdar og um
tíu hafa verið þrílembdar, en það
var basl fyrst á þessum þrílembdu
og drapst oftast eitt af lömbunum.
Þær eru þó duglegar að koma
lömbunum undir hjá einlembdum
kindum“, segir Ásta Guðríður
Kristinsdóttir á Hólum.
Sauðburðurinn hófst á bænum
22. apríl. Í síðustu viku voru kom-
in 475 lömb og áttu þá um 70 ær
eftir að bera. Bændurnir á Hólum
eru þriðju stærstu sauðbændurnir
í Dýrafirði með um 400 kindur.
– thelma@bb.is Stundum þurfa lömbin smá hjálp til að komast í heiminn.
Enn beinist athyglin að umferðinni og þeim fórnum sem þar er krafist.
Eða er þeirra ekki krafist, færum við þær í hugsunarleysi? Ungur maður
týndi lífi fyrir skömmu í Hvalfirðinum. Hann ók fólksbíl, en saman rákust
sá fyrr nefndi og vörubíll. Hér hefur verið fjallað um mjög aukna vöruflutn-
inga á landi. Bent hefur verið á að skattlagning þeirra sé ekki í neinu
samræmi við slitið sem stóru og þungu bílarnir valda á á mjög óburðugum
þjóðvegum Íslands, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Verst er auðvitað að
vegirnir eru engan veginn nógu öruggir fyrir þá umferð sem þar er leyfð.
Hraðinn er of mikill og margir bílarnir eru of stórir.
Okkur liggur öllum mikið á og við viljum vera fljót á milli staða, helst
auðvitað til og frá Reykjavík. Bílar hafa batnað mikið og hægt er að aka
þeim hraðar og freistingin er oft mjög sterk á langri vegferð. Oft heyrast
ótrúlegar tölur um hve skjótt það tekur af að aka milli Reykjavíkur og Ísa-
fjarðar eða Reykjavíkur og Akureyrar, svo dæmi séu tekin. Öllum sem
heyra um það að einhver aki milli Ísafjarðar og Reykjavíkur á fjórum og
hálfri klukkustund eða milli Reykjavíkur og Akureyrar á þremur og hálfri
klukkustund má ljóst vera að ekki er fylgt lögbundnum hámarkshraða, sem
er hæstur 90 kílómetrar miðað við hverja klukkustund og víða á þessum
nefndu leiðum er hann lægri. Samt er til fólk er telur sér það tekna að vera
svo snöggt í förum.
Þetta er ekki réttlætanlegt. Þeir sem svona aka bjóða hættunni heim,
bæði til sín og annarra, sem ekki hafa til neinnar sakar unnið. Þrátt fyrir þá
staðreynd að vegir og bílstjórar þoli ekki slíkt aksturslag eru til framámenn,
bæði stjórnmála- og embættismenn, sem telja brýnt að hækka ökuhraðann.
Sú hugsun er því miður röng, þótt vafalaust sé hún vel meint. Er kannski
virðingin fyrir mannslífum ekki meiri en svo, að við teljum okkur það
óviðkomandi að tveir tugir manna láti lífið í umferðarslysum ár hvert og
nokkrir tugir til viðbótar hljóti af varanleg örkuml?
Hvað er til ráða? Hjarta nútímannsins slær í buddunni. Þar finnur fólk
helst til. Þá er vænlegast að hækka sektir stórkostlega vegna umferðar-
lagabrota. Ætla mætti að það hefði varnaðaráhrif að greiða tugi þúsunda
króna sé ökumaður staðinn að hraðakstri. Við höfum heyrt ótrúlegar tölur
í þeim efnum í þéttbýli ekki síður en utan. Þó mælt sé með hækkun sekta
og frekari beitingu ökuréttarsviptingar en nú er stendur upp úr að breyta
þarf hugarfari. Hvað er að í ökukennslunni. ,,Ungur ökumaður” ók á nærri
200 km hraða hér eða þar í síðust viku. Hann hefur nýlokið námi í akstri,
en kann ekki að það skiptir máli, að fara eftir reglum. Breytingar þarf og
ýta skal dauðanum úr umferðinni.
22.PM5 6.4.2017, 09:3716