Bæjarins besta - 01.06.2005, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 200510
Hnífsdælingur breytist ekki
við það eitt að flytjast hinum megin á hnöttinn
– viðtal við Rúnar Þór Héðinsson, sem undanfarna áratugi hefur búið á Nýja-Sjálandi
Þegar þenslan var sem mest á Vestfjörðum á árunum eftir komu skuttogar-
anna varð töluverður vinnuaflsskortur í frystihúsunum. Þrátt fyrir að íbúum
fjölgaði hratt dugði það ekki til þess að manna sífellt fleiri störf sem
sköpuðust með auknum afla. Þá var gripið til þess ráðs, á minni stöðunum,
að leita út fyrir landsteinana eftir starfsfólki. Í kjölfarið kom til skjalanna
margt ungt fólk erlendis frá.
Flest þessara ungmenna komu í upphafi frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi.
Þau höfðu mörg hver lokið námi í sínu heimalandi en áður en hin eiginlega
lífsbarátta tæki við ákvað margt af þessu fólki að kynnast gamla heiminum
svokallaða. Margir skipulögðu að taka í það þrjú til fimm ár áður en haldið
yrði hinum megin á hnöttinn að nýju. Fólkið vann á Íslandi myrkranna á
milli um tíma og safnaði peningum til áframhaldandi ferðalaga. Margir
komu aftur og aftur til Íslands í vinnutarnir áður en aftur var haldið heim.
Eins og áður sagði var þetta ungt fólk. Og því kom það fyrir að heimamenn
litu hýru auga til þessa hressa unga fólks. Urðu til nokkur hjónabönd sem
haldið hafa til þessa dags. Sumt af þessu unga fólki settist hér að og hefur
blandast heimamönnum. Við „misstum“ líka frá okkur fólk, það er að ungt
fólk héðan flutti hinum megin á hnöttinn og settist þar að.
Einn af þeim var Rúnar Þór Héðinsson, sem kynntist Susan konunni sinni
í Hnífsdal. Hún er frá Nýja-Sjálandi og þangað hélt hann með henni árið
1982 og hefur búið þar að mestu síðan. Á árum áður var gríðarmikið fyrir-
tæki að ferðast til Eyjaálfu og því var stundum litið þannig á að þeir sem
þangað fluttu væru að eilífu horfnir. Eftir lifði aðeins minningin. En á síðari
árum hefur heimurinn „minnkað“ með framförum í samgöngum, bæði í
lofti og einnig í þráðum eftir að internetið kom til sögunnar. Síðan hefur
ekki þurft að treysta eingöngu á póstsamgöngur eða dýra símaþjónustu til
þess að hafa samskipti heimsálfa á milli.
Rúnar Þór hefur búið lengi ytra. Hann hefur þó komið nokkrum sinnum
á heimaslóð og einu sinni dvaldi hann hér um þriggja ára skeið ásamt fjöl-
skyldu sinni. Þessi ár á Íslandi voru gjöful því hér eru bæði þeirra börn
fædd.
Ég hafði samband við Rúnar og bað hann um að segja örlítið frá lífinu í
þessu framandi landi. Hann sagðist vera nýbúinn að vera í viðtali í blaðinu
og hefði ekki miklu við það að bæta. Þegar honum var kurteislega bent á að
síðan væri liðinn nærri áratugur brá honum og í framhaldinu mæltum við
okkur mót.
Þessi brosmildi Hnífsdælingur hefur lítið breyst. Prakkarasvipurinn sem
ávallt hefur einkennt hann hefur ekki horfið. Talið barst fyrst að fjarlægðum
og samskiptamöguleikum á milli þessara fjarlægu staða. Hann segist hafa
komið hingað síðast árið 2000 og þá var hann einn eins og nú. Ég spurði
hann fyrst um breytingar sem orðið hafa í samskiptum fólks með tilkomu
internetsins.
„Það hefur orðið algjör bylt-
ing í því efni. Nú get ég til
dæmis fylgst reglulega með
fréttum héðan að vestan með
því að lesa bb.is og það geri
ég mjög reglulega. Síðan les
ég Moggavefinn nokkuð
reglulega, þannig að nú veit
ég mun meira um stöðu mála
hér heima en á árum áður.
Síðan fer ég inn á Snerpu og
kíki á veðurmyndavélina.
Stærsti munurinn er auðvit-
að tölvupósturinn. Að geta á
augabragði skrifað nokkrar
línur til ættingja og vina og
fengið svar skömmu síðar er
meiri bylting en margur held-
ur. Á árum áður var maður
alltaf á leiðinni að skrifa hinum
og þessum bréf en lítið gerðist.
Oftast voru þetta á endanum
nokkrar línur með jólakortun-
um. Ég keypti mér snemma
alvöru internetsamband og hef
því undanfarin ár verið í mun
betra og nánara sambandi við
mitt fólk en áður.“
– Hvar býrðu á Nýja-Sjá-
landi?
„Ég bý skammt frá bænum
Nelson sem er á suðureyjunni.
Nelson er 45 þúsund manna
bær og þar er mikil þjónusta
kringum ávaxtaræktendur í
héruðunum í kring og síðan er
mikill sjávarútvegur. Nelson
er einn stærsti sjávarútvegsbær
á Nýja-Sjálandi. Þar voru á
árum áður þrjú mjög stór út-
gerðar- og fiskvinnslufyrir-
tæki en þeim hefur nú fækkað
í tvö með minnkandi fiski-
stofnum.“
Kvótakerfið
á Nýja-Sjálandi
– Þegar þú nefnir sjávarút-
veg, þá rifjast upp að á Nýja-
Sjálandi er við lýði kvótakerfi
ekki ósvipað og hér á landi.
„Það er rétt. Á árunum
kringum 1980 var ákveðið að
stýra veiðum með kvótakerfi.
Því miður hefur ekki tekist að
byggja upp fiskistofnana með
því kerfi. Mér virðast fiski-
fræðingar vera í sömu vanda-
málunum og hér heima. Af
einhverjum ástæðum eru líf-
fræðilegu vandamálin þau
sömu. Menn hafa talið sig vera
að finna ný mið með óhemju
stofnum en þegar miklar veið-
ar hafa byrjað hefur komið í
ljós að fiskurinn er syndur og
hefur fært sig á milli svæða.
Það sem áður voru taldir marg-
ir stofnar hafa menn áttað sig
á að er einn eða fáir stofnar.
Það var komið í ljós að þetta
kerfi gat ekki byggt upp fiski-
stofnana þegar það var tekið
upp á Íslandi. Af hverju menn
horfðu framhjá því veit ég
ekki.“
– En er við sömu vandamál-
in að glíma í þróun byggðar
með tilfærslu aflaheimilda?
„Nei, alls ekki. Það er út-
breiddur misskilningur hér
heima að kerfin séu lík að því
leyti að þarna sé algjörlega
frjálst framsal aflaheimilda
eins og ríkir hér. Á Nýja-Sjá-
landi hefur kvótakerfið ekki
haft eins mikil áhrif á byggð-
irnar og hér, af þeirri einföldu
ástæðu að það eru hömlur á
framsal frá byggðunum. Kvót-
arnir eru bundnir við vinnslu-
húsin og því hverfur hann ekki
með skipunum. Það eru því
vinnslustöðvarnar sem ákveða
hver veiðir og hvernig veiðar
fara fram. Frystihús geta sam-
einast í byggðarlögum en
kvótinn fer ekki milli byggðar-
laga.“
– Er sjávarútvegurinn þarna
ekki óhagkvæmur eins og
menn telja að yrði hér ef kvót-
inn væri ekki bundinn skipum?
„Af hverju ætti það að vera?
Hagkvæmnin kemur best fram
þegar veiðar fara fram með
hagsmuni vinnslunnar í huga.“
– Er þá meiri sátt um kvóta-
kerfið þar en hér?
„Já, vegna þess að þar hefur
kvótinn ekki færst á örfáar
hendur eins og hér. Það er
ekki verið að flytja kvótann
frá heilu byggðarlögunum eins
og hér gerist.“
Lítill launamunur
– Eru sjómennirnir þá ekki
óánægðir með sitt hlutskipti?
„Nei, það vil ég ekki meina.
Auðvitað eru einhverjar skær-
ur en ekki alvarlegar. Það er
ótrúlega mikil sátt í þessu um-
hverfi þarna. Sveiflur eru
fremur litlar í fiskverði og því
er auðveldara að átta sig á tekj-
unum. Síðan er launakerfið
ekki alveg sambærilegt á sjón-
um. Þar eru svokallaðir dag-
peningar stærri hluti í launun-
um en tryggingin hér heima.
Mín tilfinning er líka sú, að
launamunur sé minni innan
sjávarútvegsins þar en hér er.
Það hlýtur að skapa breiðari
sátt um atvinnuveginn.“
– Er tilfinning þín sú að
sjávarútvegurinn sé vel rekinn
á Nýja-Sjálandi?
„Já, það er hann að stærstum
hluta. Auðvitað er misjafn
sauður í mörgu fé þar eins og
22.PM5 6.4.2017, 09:3710