Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.06.2005, Page 14

Bæjarins besta - 01.06.2005, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 200514 Eyjólfur Sverrisson klippir á borðann. Nýr sparkvöllur tekinn í notkun í Bolungarvík Nýr sparkvöllur var opnaður við hátíðlega athöfn í Bolung- arvík í síðustu viku og klippti Eyjólfur Sverrisson, fyrrum landsliðsmaður og atvinnu- maður með Hertu Berlín, á borða fyrir hönd Knattspyrnu- sambands Íslands. Völlurinn er hluti af sparkvallaátaki KSÍ. Við opnunina voru flutt stutt ávörp og að lokum var völlur- inn formlega tekinn í notkun með knattspyrnuleik ungra liðsmanna Ungmennafélags Bolungarvíkur. „Við erum mjög ánægð með völlinn enda lítur hann vel út. Aðsóknin hefur verið mjög góð eftir að framkvæmdir luku og ég reikna með góðri nýtingu á vellinum í framtíðinni“, segir Einar Pétursson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar. Sparkvöllurinn er gervigras- völlur og er staðsettur á lóð Grunnskóla Bolungarvíkur. Hann er 18 x 33 metrar að stærð. Möguleiki er á að völl- urinn verði upphitaður síðar en til staðar eru leiðslur sem enn eru ótengdar. Kostnaður við byggingu vallarins var um 10 milljónir. – thelma@bb.is Völlurinn var formlega tekinn í notkun með knattspyrnuleik UMFB. 22.PM5 6.4.2017, 09:3714

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.