Bæjarins besta - 01.06.2005, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 13
Auglýsing um skipu-
lagsmál í Dalabyggð
og Reykhólahreppi
Tillaga að breytingu á svæðis-
skipulagi Dalasýslu og Austur-
Barðastrandarsýslu 1992-2012
Sveitarstjórnir Dalabyggðar og Reykhóla-
hrepps auglýsa skv. 2.mgr. 14. gr. Skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að breyt-
ingu á svæðisskipulagi Dalasýslu og A-Barða-
strandarsýslu 1992-2012. Gerð er tillaga að
breytingum á landnotkun með fjölgun orlofs-
og sumarbústaðasvæða á kostnað núverandi
landbúnaðarsvæða, opinna óbyggðra svæða
og/eða almennra útivistarsvæða.
Gert er ráð fyrir tveimur frístundasvæðum í
Reykhólahreppi og fjórum svæðum í Dala-
byggð. Einnig er tillaga að breytingu á framtíð-
arlegu þjóðvegar um Tröllatunguheiði. Vegurinn
mun færast vestar og liggja á nýjum stað um
Arnkötludal og Gautsdal. Vegurinn hefur verið
nefndur Stranddalavegur.
Svæðisskipulagstillagan ásamt greinargerð
verður til sýnis á skrifstofu Dalabyggðar, Mið-
braut 11, Búðardal og á skrifstofu Reykhóla-
hrepps, Maríutröð 5a, Reykhólum.
Tillaga að deiliskipulagi frístundar-
byggðar og landbúnaðarbygginga í
landi Fremri-Gufudals, Reykhólahreppi
Sveitarstjórn Reykhólahrepps auglýsir hér
með tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar
í landi Fremri-Gufudals skv. 25. gr. skipulags-
og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan tekur til
21,5ha svæðis á heimatúni Fremri-Gufudals.
Um er að ræða þrjú sumarhús auk íbúðarhúss
og útihúsa og aðkomu að þeim. Skipulagsupp-
dráttur ásamt greinargerð er til sýnis á skrifstofu
Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, Reykhólum frá
03.06 til 01.07.
Tillaga að deiliskipulagi frístunda-
byggðar í landi Kjarlaksstaða
á Fellsströnd, Dalabyggð
Sveitarstjórn Dalabyggðar auglýsir hér með
tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar í landi
Kjarlaksstaða á Fellsströnd skv. 25. gr. skipu-
lags- og byggingarlaga nr. 37/1997. Tillagan
tekur til tólf lóða undir frístundarbyggð á samtals
18ha landssvæði. Skipulagsuppdráttur ásamt
greinargerð er til sýnis á skrifstofu Dalabyggðar,
Miðbraut 11 í Búðardal frá 03.06 til 01.07.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
vegna ofangreindra tillagna er hér með gefinn
kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.
Athugasemdum skal skila til skipulags-og bygg-
ingarfulltrúa Dala- og A-Barðastrandarsýslu fyrir
15.07.2005 og skulu þær vera skriflegar. Þeir
sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins
frests teljast samþykkir tillögunni.
Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Að undanförnu hefur verið
undirbúin stofnun félags
fræðimanna á Vestfjörðum
sem ber vinnuheitið Vest-
fjarða-akademían. Meðal
þeirra sem unnið hafa að und-
irbúningnum eru Ólína Þor-
varðardóttir, skólameistari
Menntaskólans á Ísafirði og
Anna Guðrún Edwardsdóttir,
starfsmaður Náttúrustofu
Vestfjarða. Hugmyndin er að
kalla til leiks þá einstaklinga
sem hafa framhaldsmenntun á
háskólastigi, það er embættis-
meistara- eða doktorsgráðu og
myndu teljast hæfir til kennslu
og rannsókna á háskólastigi.
Ólína Þorvarðardóttir segir
þeim hafa fjölgað á Vestfjörð-
um sem lokið hafa æðri há-
skólamenntun. „Jafnhliða hef-
ur þörfin fyrir einstaklinga
með slíka menntun farið vax-
andi, ekki síst með tilkomu
fjarnáms, ýmissa rannsóknar-
verkefna og nú síðast Háskóla-
seturs. Við finnum fyrir aukn-
um áhuga fræðimanna á að
stunda kennslu- og rannsókna-
tengd störf hér á Vestfjörðum,
má í því sambandi benda á
Náttúrustofu Vestfjarða,
Strandagaldur og verkefnið
Vestfirðir á miðöldum“, segir
Ólína.
Hún segir að markmið Vest-
fjarða-akademíunnar yrði að
mynda stuðningsnet og virkja
krafta þeirra sem hafa æðri
háskólamenntun og geta látið
gott af sér leiða við eigin rann-
sóknir, þátttöku í vísindaverk-
efnum og/eða kennslu á há-
skólastigi. „Það er bjargföst
trú okkar að með stofnun slíks
félagsskapar megi efla rann-
sóknir og fræðastörf hér á
svæðinu til góðs fyrir þekk-
ingarsamfélag okkar Vestfirð-
inga“, segir Ólína.
Stofnfundur Vestfjarða-
akademíunnar verður haldinn
í fyrirlestrarsal Menntaskólans
á Ísafirði á morgun kl. 20:00.
– hj@bb.is
Stofnun Vestfjarða-akademíu fer fram í Menntaskólanum á Ísafirði
Markmiðið að mynda stuðningsnet
fólks sem hefur æðri háskólamenntun
Hæstiréttur staðfesti í síð-
ustu viku dóm Héraðsdóms
Reykjavíkur sem sýknaði
Tryggingastofnun ríkisins í
nóvember í fyrra af kröfu
ekkju manns sem fór fram á
að viðurkennt yrði með dómi
að hún ætti rétt til dánarbóta
af stofnuninni á grundvelli
laga um almannatryggingar
vegna andláts eiginmanns
hennar. Maðurinn lést af slys-
förum í Bolungarvík í október
árið 2000. Hæstiréttur komst
að þeirri niðurstöðu að ósann-
að væri að slysið hafi átt sér
stað þegar hann var við vinnu
í skilningi laga og hafnaði því
kröfu ekkjunnar.
Konan sótti um makabætur
til Tryggingastofnunarinnar
sem synjaði um þær sumarið
2001. Sú ákvörðun var kærð
til úrskurðarnefndar almanna-
trygginga sem staðfesti synjun
stofnunarinnar í mars 2002.
Konan leitaði eftir endurupp-
töku málsins hjá úrskurðar-
nefndinni fyrr á þessu ári og
var synjað um hana af hálfu
Tryggingastofnunar í mars sl.
Konan byggði dómkröfu
sína á því að eiginmaður henn-
ar hafi verið sjálfstæður at-
vinnurekandi og slysatryggður
er hann lést. Tryggingin hafi
náð bæði til þess er hann notaði
vörubifreiðar sínar og eins er
hann notaði bílaleigubíla sem
hann hafi verið með í rekstri.
Tryggingastofnun krafðist
sýknu í málinu og byggð á því
að ekki hafi verið um vinnu-
slys að ræða er maðurinn beið
bana. Deilt var um hvort hann
hafi verið á vinnustað sínum
og að sinna vinnu sinni þegar
slysið varð. Segir í dómi hér-
aðsdóms, að eins og atvikum
málsins væri háttað yrði ekki
hjá því komist að leggja sönn-
unarbyrði um hvorttveggja á
ekkju hans.
Komst rétturinn að þeirri
niðurstöðu að ósannað væri
að maðurinn hafi verið við
vinnu í skilningi laga og yrði á
á því að byggja að slys það
sem hann varð fyrir hafi ekki
staðið í sambandi við vinnu
hans. Samkvæmt því hafi bor-
ið að sýkna Tryggingastofnun
af kröfum konunnar. Þá niður-
stöðu staðfesti Hæstiréttur.
Ekkjan fær ekki makabætur
Ísfirðingurinn Sigurður
Jónsson fagnaði 80 ára
afmæli sínu á dvalarheim-
ilinu Hlíf á föstudag þar
sem hann er nú búsettur.
Með honum fögnuðu vinir,
íbúar og starfsfólk Hlífar.
Þá voru stödd í afmælis-
veislunni gamlir skólafé-
lagar Sigurðar, þau Gunn-
ar Jónsson og Margrét
Guðbjartsdóttir. Aðspurð-
ur sagði Sigurður þetta
hafa verið góðan afmælis-
dag. Boðið var upp á dýr-
indis kaffihlaðborð og
undu allir glaðir við sitt er
ljósmyndara blaðsins bar
að garði.
– thelma@bb.is
Sigurður Jónsson áttræður
Gömlu skólafélagarnir Gunnar Jónsson, Margrét Guðbjartsdóttir og Sigurður Jónsson.
22.PM5 6.4.2017, 09:3713