Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.06.2005, Page 9

Bæjarins besta - 01.06.2005, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 9 Háskólasetur Vestfjarða ses auglýsir eftir umsóknum um starf forstöðumanns Háskólasetur Vestfjarða var stofnað með sérstakri skipulagsskrá sem samþykkt var á stofnfundi set- ursins 12. mars 2005. Tilgangur þess er að stuðla að fjölbreyttri uppbyggingu háskólamenntunar, rann- sókna og þekkingarstarfs á Vestfjörðum, og vera samstarfsvettvangur fyrir aðila er vinna að verkefn- um á sviði rannsókna, háskóla- og símenntunar, fjölþjóðlegra samstarfsverkefna, nýsköpunar og byggða- og atvinnuþróunar. Aðilar að Háskólasetrinu eru stofnanir, félög og fyrirtæki sem í rekstri sínum fást við rannsóknir, fræðslu, þróun eða annað þekkingarstarf. Heimili þess og aðalstarfsstöð er á Ísafirði. Forstöðumaður stýrir uppbyggingu og rekstri Háskólasetursins í umboði stjórnar og annast daglegan rekstur þess. Hann fer með fjármál og reikningshald setursins og ræður fólk til starfa. Hann ber ábyrgð gagnvart stjórn og vinnur samkvæmt ráðningasamningi og sérstakri starfslýsingu. Stjórn Háskólaseturs ræður forstöðumann. Umsækjandi skal vera með meistara- eða doktorsgráðu á sínu sviði eða sambærilega menntun . Hann skal hafa reynslu af rekstri og stjórnunarstörfum og hafa þekkingu á akademísku umhverfi. Hann þarf að geta starfað sjálfstætt, haft frumkvæði í krefjandi uppbyggingastarfi, deilt verkefnum til annarra og skapað sterka liðsheild. Umsókn skal fylgja greinargóð skýrsla um störf umsækjanda, stjórnunarreynslu, rannsóknir og rit- smíðar, og hver þau önnur verkefni sem hann hefur unnið við og varpa ljósi á færni hans til að sinna starfinu. Ennfremur yfirlit um námsferil og afrit af prófskírteinum. Umsókninni skal fylgja greinargerð um hugmyndir umsækjanda um starfið og hvernig hann sér fyrir sér uppbyggingu þekkingastarfs til lengri framtíðar. Umsóknum og meðfylgjandi gögnum skal skila ekki síðar en 10. júní n.k. til stjórnar Háskólaseturs Vestfjarða, c/o Halldór Halldórsson, formaður, Stjórnsýsluhúsinu 400 Ísafirði. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Fyrirspurnir um starfið, merktar: ,,forstöðumaður” skulu sendar á netfang bstj@isafjordur.is aði við póstnotkun og skip- verjar geta sent eins mikinn póst og þeir vilja án þess að þurfa að spá í hvort útgerðinni sé sama enda greiða þeir fyrir sína eigin notkun. Önnur bylting sem varð við INmobil er sú að þó samband rofni í miðri sendingu, er engin þörf á því að senda allt upp á nýtt. Kerfið þjappar sending- um saman í pakka og sending- in heldur áfram þar sem frá var horfið þegar komið er í samband að nýju. Allar þessar „nýjungar“ hljóma kannski ómerkilegar fyrir vana netverja, en líta verður til þess hvernig þessum málum var háttað fyrir daga INmobil og hversu miklu flóknari og dýrari þessir hlutir eru úti á rúmsjó.“ Hver og einn hefur sinn aðgang – Það er alveg með ólíkind- um að enginn hafi verið búinn að útbúa kerfi sem þetta fyrir fimm árum, þegar samfélagið var orðið sæmilega netvætt. „Já, í rauninni. En ég held að ástæðan sé sú menn voru ekki í tengslum við þennan markað sem var að myndast. Hvað okkur varðar var komið að máli við okkur. Í staðinn fyrir að bíða eftir lausnum, fóru sjómenn, fjölskyldur þeirra og útgerðarmenn af stað og létu vita af því hvað vantaði. Núna er kerfið þannig úr garði gert að hver og einn skip- verji hefur sinn aðgang. Hann greiðir fyrir þau skeyti sem hann sendir og fær og engu skiptir á hvaða skipi hann er, því netfang hans er flutt á milli skipa með einfaldri aðgerð yfir Internetið. Þá eru eftirlitsmenn Fiskistofu allir með eigin að- gang sem þeir geta notað, sama á hvaða skipi þeir eru. Útgerðin fær svo útprentun yfir notkunina, annað hvort á Excel formi eða á .xml formi sem bókhaldsforrit fyrirtækis- ins getur lesið beint og milli- liðalaust. Þetta finnst útgerðar- mönnum mjög þægilegt, sér- staklega hjá stórum útgerðum sem eru með hundruðir skip- verja á launaskrá.“ Passa þarf rusl- póstsendingar – En þarf ekki að passa sér- staklega vel upp á ruslpóst- sendingar, þar sem skipverjar þurfa sjálfir að greiða fyrir þann póst sem þeir fá? „Jú, og til þess höfum við hannað frá grunni sérstaka póststýringu. Fyrir utan venju- lega ruslpóstsíu sem þar er, geta menn stillt stýringuna þannig að þeir fái ekki sendan póst sem er stærri en eitthvað ákveðið. Þá er að sjálfsögðu hægt að setja póstföng á svart- an lista. Einnig er hægt að setja ákveðin póstföng, til dæmis heimapóstfang manna, á sérstakan hvítan lista þannig að sendingar frá því póstfangi eru hafnar yfir öll lög stýring- arinnar og komast alltaf í gegn. Þessi póststýring hefur reynd- ar gefist það vel að við ætlum einnig að bjóða hana í almenn- ri netþjónustu á næstunni.“ Kerfi í sífelldri þróun – Hver er framtíðin í þessu? Þið ætlið að halda áfram að prjóna við kerfið og bæta við aðgerðum, eða hvað? „Jú, svo sannarlega. Við er- um enn með langan óskalista og erum í sífellu að vinna eftir honum. Margt hefur áunnist, en kerfið er og verður í sífelldri þróun,“ sagði Björn Davíðs- son, kerfisstjóri Snerpu. – halfdan@bb.is Valgerðar Finnbogadóttur Bolungarvík Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar Sigríður Þ. Jakobsdóttir Finnbogi S. Jakobsson Álfdís Jakobsdóttir Flosi V. Jakobsson Tilboð óskast Tilboð óskast í fasteignina Vitastíg 1, Bol- ungarvík. Um er að ræða 534m² atvinnu- húsnæði á tveimur hæðum. Á neðri hæð er 243m² veitingahús í mjög góðu standi með innréttingum, tækjum og öllum lausamun- um, tilbúið til reksturs. Á efri hæð er 291m² gistiheimili, einnig í mjög góðu standi með öllum innanstokks- munum, tilbúið til reksturs. Tilboð sendist Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar ehf., Hafnarstræti 1, Ísa- firði, sími 456 3244, netfang: eignir@tg.is eða til Sparisjóðs Bolungarvíkur, sími 450 7100. Stjórn félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ Fer fram á afturköllun á hækkun húsaleigu á Hlíf Stjórn félags eldri borgara á Ísafirði hefur farið þess á leit við bæjarstjórn Ísafjarð- arbæjar að fyrirhuguð 12, 5% hækkun á húsaleigu í íbúðum aldraðra á Hlíf 1 sem koma á í framkvæmd nú í júní verði afturkölluð. Í bréfi sem félagið sendi bæj- arstjórn kemur fram að talið er að þriðjungur allra lífeyris- þega í landinu búi við kjör sem séu í kringum fátæktar- mörk og að á síðustu árum hafi stöðugt breikkað bilið milli svokallaðra lægstu launa og þeirra greiðslna sem elli- lífeyrisþegar fá. Því telur stjórn félags eldri borgara það skyldu sína að berjast gegn öllum hækkunum á gjöldum aldraðra þar til kjör þeirra lagast. Sem kunnugt er hækkaði húsaleiga á Hlíf 1 um 12,5% um síðustu áramót og gerir félagið ekki athugasemdir við þá hækkun og óskar því eftir að fyrirhuguð 12,5% hækkun í júní verði afturkölluð. Telur félagið að ekki sé um að ræða stórar upphæðir fyrir bæjar- sjóð en þær komi sér vel sem mótvægi gegn þeim gjaldskrárhækkunum sem þegar eru orðnar. Erindi fé- lagins var tekið fyrir á fundi bæjarráðs í síðustu viku og var bæjarstjóra falið að ræða við stjórn félags eldri borg- ara um málið. – hj@bb.is Hlíf íbúðir aldraðra á Ísafirði. 22.PM5 6.4.2017, 09:379

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.