Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.06.2005, Blaðsíða 15

Bæjarins besta - 01.06.2005, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2005 15 Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri HSV skrifar Átak í frjálsum íþróttum Útboð Orkubú Vestfjarða hf. óskar eftir tilboðum í byggingu stöðvarhúss og inntaksþróar fyrir Tungudalsvirkjun í Skutulsfirði. Stærð stöðvarhúss er 90m² og 347m³. Stöðvarhúsið er byggt úr steinsteypu með steyptu þaki. Húsinu skal skilað fullkláruðu að utan með dúk á þaki, múrhúðuðu og gleri í gluggum. Inntaksþróin er um 23m² og 83m³. Inn- taksþróin er byggð úr steinsteypu. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2005. Bygging stöðvarhúss skal þó vera það langt komin 1. september nk. að þá geti niðursetning vélar og búnaðar hafist. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Orku- bús Vestfjarða hf., Stakkanesi 1, Ísafirði. Til- boðin verða opnuð á sama stað fimmtudag- inn 9. júní 2005 kl. 14:00. Orkubú Vestfjarða hf. Atvinna Óskum eftir beitningarmönnum á bát sem gerður er út frá Þingeyri. Upplýsingar í síma 863 2684. Síðastliðin vetur setti stjórn HSV á laggirnar nefnd sem falið var að standa fyrir frjáls- íþróttaátaki á starfssvæði sambandsins. Markmið nefnd- arinnar er að byggja upp frjáls- ar íþróttir með skipulögðum æfingum og finna þeim síðan skjól innan íþróttafélags sem tæki við til frambúðar. Reikn- að er með að átakið nái til ársins 2007 og því ljúki á landsmóti ungmennafélag- anna í Kópavogi það sumar. Á þingi HSV í apríl var síðan samþykkt að leggja 500.000 krónur til átaksins sem duga ætti fyrir sumarið sem nú er hafið. Æfingum í frjálsum verður skipt í tvo aldursflokka, 11 ára til 15 ára og 16 ára og eldri. Átakið verður formlega sett sunnudaginn 12. júní við vallarhúsið á Torfnesi og eru foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum kl. 17:00. Þar munu Jón Oddsson og Marta Ernstdóttir fara í gegn- um faglega hluti þjálfunar í frjálsum íþróttum. Lögð verð- ur sérstök áhersla á að ná til Leikjaskóli HSV HSV mun sjá um Leikja- skólann að þessu sinni, en BÍ- 88 hefur haft veg og vanda af honum undanfarin ár. Leið- beinandi verður Anna Soffía Sigurlaugsdóttir íþróttafræð- ingur og verður boðið upp á tvö 10 daga námskeið frá kl. 9:00 til 12:00. Ef áhugi verður mikill verður þriðja námskeið- ið sett upp í júlí. Leikjaskólinn er ætlaður börnum frá 6 ára til og með 11 ára og er hugsaður sem fyrstu kynni að skipulögðum íþrótt- um, þó með leikinn í fyrirrúmi. Foreldrar eru hvattir til að ganga frá skráningu áður en skólinn hefst og skal bent á skrifstofu HSV í því sambandi. Íþróttaskóli HSV Íþróttaskólinn er hugsaður fyrir börn á sama aldri og fyrir leikjaskólann, en þar verður meiri áhersla lögð á skipu- lagða íþróttaþjálfun. Kynntar verða í samstarfi við hin ýmsu íþróttafélög í Ísafjarðarbæ þær íþróttagreinar sem hér eru stundaðar og börnum leyft að prófa sem flest og kynnast ólíkum íþróttum. Skólinn verður frá kl. 13:00 til 14:00 á mánudögum til fimmtudaga og verður byrjað á/með? námskeiði frá 13. júní til 8. júlí. Hugmyndin er að halda á með annað námskeið ef áhugi foreldra og barna er fyrir hendi, en skólinn er góður undirbúningur fyrir ULM í Vík í Mýrdal um verslunar- mannahelgina. Þjálfari verður Sigríður Guðjónsdóttir íþrótta- fræðingur og mun hún fylgja sínum hópi úr íþróttaskólanum á ULM í Vík. Það er von forsvarsmanna HSV að vel muni takast um þetta starf í sumar. Við leggj- um sérstaka áherslu á þjóna byggðarkjörnum Ísafjarðar- bæjar ásamt Súðavík. Að sjálf- sögðu bjóðum við nágrönnum okkar, Bolvíkingum velkomna til leiks og vonumst til að sjá sem flesta í þessu starfi. Leitið upplýsinga á skrifstofu sam- bandsins í síma 456-5434 og netfang hsv@hsv.is. Ítarupp- lýsingar eru á vefslóðinni www.hsv.is. – Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri HSV. barna og unglinga í öllum byggðakjörnum á starfsvæði HSV. Ákveðið er að æfingar verða á Ísafirði og Þingeyri, en settar verða æfingar á aðra staði ef þátttaka leyfir. Sam- æfingar verða á laugadögum og síðan verður haldið héraðs- mót HSV 23. til 24. júlí á Þingeyri. Sigríður Guðjónsdóttir íþróttafræðingur hefur verið ráðin sem yfirþjálfari en henni til aðstoðar verða Jón Odds- son, Marta Ernsdóttir, Örnólf- ur Oddsson og Hermann Ní- elsson. Slagorð átaksins verð- ur: Allir á landsmót 2007. Gunnar Þórðarson. Tryggvi Helgason á Akureyri skrifar Frelsi til fiskveiða Í fyrrasumar heimsótti ég Vestfirðina og kom við á flest- um staðanna þar. Veður var mjög gott, hægviðri og bjart alla dagana. Það vakti athygli mína hversu lítið ég sá til ferða fiskibáta, þótt sumsstaðar, þar sem vegurinn lá í fjallahlíðum, mætti sjá langt til hafs. Á ein- um suðurfjarðanna ókum við að höfninni. Þar var fjöldi báta bundinn við bryggju, sumir litu út sem nýir, greinilega dýr og vönduð tæki, og allir virtust í góðri hirðu. En það var varla nokkurn mann að sjá á ferli við höfnina. Við hittum þó mann í grend- inni sem sagðist vera heima- maður, og við spurðum hverju það sætti að allir bátar væru bundnir við bryggju og hvergi hreyfingu að sjá. Hans svar var á þá leið að þeir væru sennilega allir búnir að veiða það sem þeim væri leyfilegt, og sumir hefðu lokið við sinn skammt á aðeins einni viku. Mér datt svona í hug hvernig búðareigendum í Reykjavík finndist að sér búið ef sett væru lög sem bönnuðu þeim að hafa verslunina opna nema í eina eða tvær vikur á ári hverju. Og svo mættu þeir ekki selja nema visst mikið af fáeinum vörutegundum, annars yrðu þeir dæmdir í fjársektir.Ég hugsa að þeir myndu eiga erfitt með að sjá sínum fjölskyldum farborða, ef þeir sættu slíkum afarkostum. Mitt álit er það,að ef ætlunin marka sérstök svæði, sem talin eru viðkvæm, svo sem ákeðin hrygningarsvæði, og loka þeim svæðum fyrir öllum veið- um allt árið um kring. Á þessu ákveðna land- grunns- eða smábátasvæði, öllum fjörðum og flóum allt í kringum landið, verði öllum Íslendingum frjálst að veiða að vild, á færi og línu, á öllum tímum ársins. Togveiðar verði aftur á móti frjálsar öllum Ís- lendingum utan þessa land- grunns- eða smábátasvæðis, en ekki innan þess. Þar að auki þarf að sjálfsögðu að setja sér- stakar reglur um neta- og nóta- veiðar, svo og skelfiskveiðar. Þá er það mín skoðun að það sé afar mikil nauðsyn að leyfa hval- og selveiðar, án frekari tafa. – Tryggvi Helgason, Akureyri. er að koma fiskveiðimálum Íslendinga í skynsamlegt horf, og efla byggðirnar og fiski- bæina í kringum landið, þá verður að leggja niður og af- nema núverandi kerfi, hið svo- kallaða kvótakerfi. Þess í stað verði settar ákveðnar reglur um veiðifrelsi. Í samræmi við það þarf að afmarka tiltekið strandsvæði allt í kringum landið og ákvarða stærð þessa svæðis. Útlínur þessa svæðis, - hvort sem kallað verði smábáta- svæði eða annað, - má afmarka eða setja út að, (það er sam- hliða) ákveðnum dýptarlínum, ellegar að mælt verði ákveðna vegalengd út frá annnesjum og dregin lína þar á milli sem svo marki útlínu svæðisins. Ef til vill má nota báðar þessar mælingareglur, hvora tveggja sem við á, sökum breytileika hafsbotnins út af hverjum flóa og firði. Þar að auki má af- Tryggvi Helgason. Fjórar umsóknir bárust umhverfisnefnd Ísafjarðar- bæjar um umhverfisstyrk nefndarinnar sem auglýstir voru fyrir skömmu. Á fundi fyrir stuttu var samþykkt að veita VEG-gistingu á Suðureyri 100 þús. króna styrk vegna gönguleiðar- verkefnis á söguslóð, Sæ- fari hlaut 100 þús. í styrk, Skógræktarfélag Ísafjarðar fékk 250 þús. krónur og Skógræktarfélag Dýrafjarð- ar fékk 250 þús. króna styrk. Veitir styrki 22.PM5 6.4.2017, 09:3715

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.