Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.06.2005, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 01.06.2005, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 20056 ritstjórnargrein Væntumþykja ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ orðrétt af netinu Til mikillar óþurftar fyrir Ritninguna Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564 · Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Fréttastjóri: Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655, halfdan@bb.is – Blaðamenn: Halldór Jónsson, sími 892 2132 hj@bb.is – Thelma Hjaltadóttir, sími 849 8699, thelma@bb.is · Ritstjóri netútgáfu: Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is · Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Svein- björnsson · Lausasöluverð er kr. 250 eintakið með vsk. Áskriftarverð er kr. 215 eintakið. Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. ISSN 1670 - 021X „Korintubréf 6:9-10: Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa? Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa. Þýðendur hafa breytt þessum texta og það er alveg dagljóst að þeir eru ekki að þýða, menn eru að breyta helgum texta og hafa allt önnur sjónarmið í huga en trúnað við textann og þann almenna heiðarleika sem við hljótum að ætlast til af þeim mönnum sem falið er það vandasama verk að þýða helgan texta á ís- lenska tungu. Hvaða sjónarmið ráða ferðinni? Eru þykku lútersku gleraugun að þvælast fyrir þeim? Er hin almenna hneigð í samfélaginu að samþykkja allt að blinda mönnum sýn? Ég veit ekki hvað er þarna á ferðinni, en öllum sem vilja skoða þetta mál er ljóst að menn eru að vinna skemmdarverk á textanum og varpa rýrð á þá útgáfu Biblíunnar sem þeir eru að vinna að. Ég er þeirrar skoðunar að verkið í heild sinni er til mikillar óþurftar fyrir Ritninguna, íslenskt mál og kristnina í landinu. Það er hræðilegt að menn skuli vinna með þeim hætti að við fáum bók í hendurn- ar sem við getum ekki treyst.“ krossinn.is – Gunnar Þorsteinsson ,,Síðastliðið sumar varð einn af mörgum skrúðgörðum Ísfirð- inga, Austurvöllur, 50 ára. Ísafjörður er líklega það bæjarfélag sem á flesta af elstu og merkilegustu skrúðgörðum landsins. Þar er fyrstan að nefna Skrúð á Núpi í Dýrafirði frá 1909, Jóns- garð á Ísafirði frá 1923, Simsonsgarð frá árunum 1920 – 1930 og svo Austurvöll frá 1954.“ Satt best að segja skal það dregið í efa að heimamenn hafi almennt verið meðvitaðir um vægi framangreindra skrúðgarða, sem Samson B. Harðarson, landslagsarkitekt FÍLA, tilgreinir í grein sinni á bb.is fyrir skömmu, í skrúðgarðaflóru landsmanna. Samson gerir Austurvöllinn sérstaklega að umtalsefni og segir m.a.: ,,Efalaust kann mörgum að þykja fátt um þennan garð, en ég vil benda á að Austurvöllur á Ísafirði ásamt Hallargarðinum í Reykjavík eru tveir heilstæðustu og upprunalegustu nútíma- (móderníski) skrúðgarðar sem við Íslendingar eigum.“ Og hann lýkur greininni með þessum orðum: ,,Það væri mikið menningarslys ef þessi best varðveitti móderníski almennings- garður landsins eyðilegðist og hvet ég Ísfirðinga eindregið til að hefja Austurvöll til vegs og virðingar sem aðlaðandi mið- bæjargarð fyrir gesti og gangandi.“ Undir þessi orð Samsons B. Harðarsonar er hægt að taka. Austurvöllur annars vegar og Silfurtorg hins vegar geta verið segull miðbæjarins. Silfurtorgið er það. Austurvöllur ekki, eins og hann er í dag. Af grein Ásthildar Cesil Þórðardóttur, garðyrkjustjóra, á bb.is, 27. maí s.l. er ljóst, að áhugi bæjaryfir- valda á þessum ,,best varðveitta móderníska almenningsgarði landsins“ hefur árum saman verið í lægri kantinum. Að viðbættri slæmri umgengni og almennu áhugaleysi er því vart við miklu að búast. Lionsmenn lögðu á sínum tíma mikla vinnu og fjár- muni í að koma upp gosbrunni í garðinum. Hans naut ekki lengi við. Hjálmar R. Bárðarson, skipaverkfræðingur frá Ísafirði, hefur jafnan heimilað BB og H-prenti við útgáfu ferðaþjónustublaðs- ins, að nota myndir hans án þess að vilja taka krónu fyrir. Væntumþykjan til æskuslóðanna, sem opinberast í liðsinni Hjálmars við að kynna fegurð þeirra með fögrum og listrænum myndum, verður aldrei þökkuð sem skyldi. En hún er öllum Ísfirðingum til eftirbreytni, hvar sem náttstaður þeirra kann að vera. Ef við meinum eitthvað með því að við viljum laða ferðamenn hingað, verðum við að sýna í verki að okkur þyki vænt um bæinn okkar. Að við berum virðingu fyrir því sem gert er til að fegra hann og bæta. Ef við lifum ekki í sátt við umhverfið, sýn- um því ekki væntumþykju og virðingu er til lítils að guma af sögu og hampa stórmennum fyrri tíma. s.h. Víðtæk samvinna og að þora að vera við sjálf töldu þátttak- endur á íbúaþingi í Ísafjarðar- bæ fyrir stuttu vera mikilvæg- asta veganestið inn í framtíð- ina, en yfirskrift þingsins var ,,Ný sýn til framtíðar”. Um 200 þátttakendur sóttu þingið og áttu allir byggðakjarnar þar fulltrúa. Markmið þingsins var að fá fram sjónarmið íbúa um framtíðarsýn bæjarfélagsins og hugmyndir og ábendingar vegna gerðar aðalskipulags. Umsjón með þinginu var í höndum ráðgjafarfyrirtækisins Alta, sem stýrt hefur íbúaþing- um víða um land. Þátttakendur lögðu áherslu á að hinir ólíku byggðakjarnar innan Ísafjarðarbæjar fái að njóta sín á eigin forsendum og sérstaða hvers svæðis verði dregin fram, enda styrkir fjöl- breytileikinn sveitarfélagið í heild. Áhugi var á að bæta enn frekar aðstöðu til útivistar og fegra og snyrta umhverfi. Að mati íbúa þarf að stefna að aukinni fjölbreytni í atvinnulífi og auk sjávarútvegs leggja áherslu á ferðaþjónustu og menntun. Ísafjarðarbær er fjöl- þjóðlegt samfélag og mun að líkindum halda áfram að þró- ast í þá átt. Aðlögun hefur að mörgu leyti tekist vel á báða bóga og miklu skiptir að veita góðan stuðning áfram, t.d. varðandi íslenskukennslu. Íbúar á Suðureyri vildu að Lónið yrði endurvakið og þar verði boðið upp á veiði, sund- laugin verði lengd og umhverfi hennar, skólans, leikskólans og kirkjunnar verði gert að fallegu grænu svæði. Rætt var um að laga Aðalgötu og lengja Eyrargötu til austurs og vest- urs, laga helstu gönguleiðir í bænum og opna fyrir göngu- leið niður af flugvallarsvæð- inu. Einnig voru uppi hug- myndir um byggingu tjald- svæðis og að tengja ferðaþjón- ustu á Suðureyri við fisk og sjávarútveg. Þátttakendur frá Flateyri og Önundarfirði sáu helst sókn- arfæri í hefðbundnum greinum s.s. með fjölgun smábáta og aukinni mjólkurframleiðslu ásamt skógrækt og æðarvarpi. Þeir töldu aðstæður við botn fjarðarins hafa uppá mikið að bjóða, bæði fyrir heimamenn og gesti. Huga þurfi betur að varðveislu gamalla húsa og annarra menningarverðmæta. Styrkja þurfi skólakerfið og efla menningarlíf vegna fjölda erlendra íbúa. Kvartað var undan sorphaugum utan við bæinn. Íbúar fögnuðu því að með snjóflóðagörðunum og uppræktun verði til skjólgott og sólríkt útivistar- og hátíð- arsvæði fyrir íbúa. Á Þingeyri lögðu þátttak- endur áherslu á varðveislu gamalla húsa og heildstæða götumynd við Fjarðargötu. Æskilegt væri að hvorki þyrfti að færa Sigmundarhús eða Fjarðargötu, en ákvörðun um staðsetningu Salthúss verði tekin þegar það liggur fyrir. Kallað var eftir því að heitu pottarnir við sundlaugina verði kláraðir og göngustígum í hlíðinni fyrir ofan bæinn og meðfram ströndinni fyrir Odd- ann, fundinn staður. Fram kom ánægja með Víkingasvæðið og uppi voru hugmyndir um sérstaka aðstöðu fyrir kakjak- siglingar. Í öllum þessum minni byggðakjörnum er mik- ilvægt að huga að því að styr- kja miðpunkt eða miðkjarna hvers staðar. Hópurinn sem fjallaði um Hnífsdal kallaði eftir bættri tengingu við Ísafjörð með göngu- og hjólastíg, sérstak- lega fyrir börn og unglinga. Uppi voru hugmyndir um að nýta það svæði sem rýma þarf vegna snjóflóðahættu, undir sumarhúsabyggð, þar sem gæti verið ævintýraland fyrir fjölskylduna. Rætt var um að gera hluta dalsins hestalausan og að færa þjóðveg niður fyrir bakka. Á Ísafirði var mikið rætt um útivist og umhverfisbætur og þá fjölmörgu útivistar- möguleika sem bærinn býður upp á, t.d. í Tungudal. Kallað var eftir nýrri sundlaug. Áhugi var á fjölgun göngu- og hjóla- stíga innan bæjarins og kom fram ánægja með fyrirhugaðan stíg meðfram Skutulsfjarðar- braut. Eitt helsta sóknarfæri Ísafjarðar og Vestfjarða er há- skólanám, að mati íbúa. Unnið er að nýju skipulagi fyrir hafnarsvæðið á Ísafirði og þar sem það er enn í mótun gafst íbúum kostur á að koma sínum hugmyndum á framfæri við Ólöfu Guðnýju Valdimars- dóttur arkitekt sem vinnur að skipulaginu. Uppi eru hug- myndir um að þarna þróist há- skólasvæði og bryggjuhverfi með áherslu á fallegt og lifandi samspil við atvinnulíf á svæð- inu og Neðstakaupstað. Um er að ræða uppbyggingu sem skapar einstakt sóknarfæri og mun styrkja mjög stöðu Ísa- fjarðar sem eins af höfuðstöð- um landsins.Varðandi íbúa- þróun töldu þátttakendur raun- hæft að minni byggðakjarn- arnir muni halda þeim íbúa- fjölda sem þar er nú, en vildu stefna að um 500 íbúa fjölgun í sveitarfélaginu á næstu 10 – 20 árum. Það kom skýrt fram á þing- inu að Vestfirðir þurfa að vinna saman sem ein heild að sameiginlegri framtíðarsýn og að sveitarfélögin muni sam- einast í framtíðinni. Þátttak- endur lögðu mikla áherslu á bættar samgöngur sem for- sendu þess að svæðið geti virk- að sem ein heild. Fyrir þingið var unnið í grunnskólum í sveitarfélaginu og afrakstur þeirrar vinnu kynntur á þing- inu. Meðal þess sem yngri kynslóðin taldi vera kosti sveitarfélagsins, var að ,,Ísa- fjarðarbær er góður staður, þar þekkja allir alla. Hér er gott fólk og góður mórall”. Náum ekki árangri ne a vinna saman Íbúaþingið „Ný sýn til framtíðar“. Hvað vilja íbúarnir? Frá íbúaþinginu sem haldið var í íþróttahúsinu á Torfnesi. 22.PM5 6.4.2017, 09:376

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.