Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.06.2005, Blaðsíða 4

Bæjarins besta - 01.06.2005, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 20054 Útskriftarnemar ásamt skólameistara og deildarstjórum. Mynd: Birgir Þór Halldórsson. Á sjötta tug nemenda brautskráðir á skólaslitum Menntaskólans á Ísafirði Menntaskólanum á Ísafirði var slitið við hátíðlega og afar fjölmenna athöfn í Ísafjarðar- kirkju á laugardag. Alls voru 54 nemendur brautskráðir frá skólanum að þessu sinni og hafa því 77 nemendur braut- skráðst á þessu starfsári sem er mesti fjöldi frá stofnun skól- ans. Í útskriftarhópnum nú voru 40 stúdentar, 3 sjúkralið- ar, 2 meistarar, 4 vélstjórar, 3 vélaverðir, 1 húsasmiður og 1 nemandi af starfsbraut. Í máli Ólínu Þorvarðardóttur skóla- meistara kom fram að útskrift- arhópurinn nú væri einn sá glæsilegasti sem skólinn hefur brautskráð á undanförnum ár- um. 22 stúdentar fengu fyrstu einkunn og sex voru með fyr- stu ágætiseinkunn yfir 9,0. Þá var dúxinn í ár með óvenju háa meðaleinkunn eða 9,61. Dúxinn í ár er Unnur Lilja Þórisdóttir frá Ísafirði. Síðastliðið haust hófu 431 nemandi nám við skólann, þar af 349 í dagskóla. Við upphaf vorannar voru 349 nemendur í skólanum, þar af 324 í dag- skóla og gengu 290 dagskóla- nemendur til prófs. Þá kom fram í máli skólameistara að endurinnritun benti til þess að aðsókn að skólanum verði áfram góð næsta vetur, en minni árgangur 10. bekkjar grunnskóla kunni þó að fækka nýnemum næsta haust. Í upphafi skólaslitaræðu sinnar minntist Ólína á þær sviptingar sem verið hefðu í skólanum að undanförnu. Hún sagði meðal annars: „35. starfsár Menntaskólans á Ísa- firði var sviptingasamt ár - „annus horribilis” mætti kann- ski segja, eins og Englands- drottning gerði árið sem þau skildu Karl og Díana. Nema hvað í Menntaskólanum á Ísa- firði hefur enginn skilnaður orðið, og þrátt fyrir skin og skúrir má segja að okkur hafi lagst ýmislegt til af meðlæti í mótlætinu, enda margvíslegur árangur sem náðst hefur í starfi skólans í vetur.“ Síðar í ræðu sinni sagði skólameistari einnig: „ Mikið hefur mætt á stjórnendum skólans undanfarið starfsár. Málefni einstakra starfsmanna hafa verið tekin út fyrir skól- ann og borin á torg í fjölmiðl- um þar sem villandi og ósann- gjörn umræða hefur orðið til skaða fyrir skólann og það annars ágæta starf sem hér hef- ur verið unnið undanfarin ár. Það starf hefur m.a. birst í mik- illi nemendafjölgun, viðsnún- ingi á hlutfalli réttindakennara, minni starfsmannaveltu, auk- nu námsframboði, jafnvægi í rekstri og síðast en ekki síst bættu skólastarfi. Slíkur ár- angur næst ekki nema gerðar séu kröfur til bæði stjórnenda og starfsliðs - og honum verður ekki viðhaldið nema með fag- legum metnaði. Vestfirskt samfélag á mikið undir því að við menntaskólann sé unnið af að því af kostgæfni að mennta nemendur og búa þá undir lífið. Það er ekki bara starf að vera kennara eða skólastjórnandi - það er hlut- verk!“ Við skólaslitin sungu nokkr- ir nemendur og léku á hljóð- færi. Fulltrúar afmælisárganga fluttu ávörp og sama gerði dux scholae Unnur Lilja Þórisdótt- ir. Um kvöldið fór fram út- skriftarhóf í íþróttahúsinu á Ísafirði. Ólína Þorvarðardóttir var veislustjóri og skemmti- atriði voru í höndum nýstúd- enta og fulltrúa úr afmælisár- göngum. Þau voru afar fjöl- breytt. Má þar nefna rímna- kveðskap, ballettsýningu, söngleik, dúett og margt fleira. Að loknu borðhaldi dönsuðu veislugestir vikivaka. Baldur og Margrét léku síðan fyrir dansi fram á nótt. Á útskriftar- hófinu voru veitt svokölluð frjósemisverðlaun en þau hafa verið veitt um nokkurra ára skeið foreldrum sem skilað hafa skólanum fleiri börnum en títt er. Að þessu sinni hlutu verðlaunin Hlíf Guðmunds- dóttir og Sveinbjörn Björnsson en fjórða barn þeirra útskrif- aðist úr skólanum fyrr um dag- inn. Að morgni útskriftardags buðu Hollvættir MÍ afmælis- árgöngum til veislu í Tjöru- húsinu í Neðstakaupstað þar sem rifjaðar voru upp eftir- minnilegar stundir í skólastarf- inu á fyrri árum. – hj@bb.is Dux scholae, Unnur Lilja Þórisdóttir. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson. Eins og sjá má hefur tíminn farið mildum höndum um 20, 25 og 30 ára stúdenta sem komu saman í Tjöruhúsinu að morgni útskriftardags. Mynd: Þorsteinn J. Tómasson. 22.PM5 6.4.2017, 09:374

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.